Innlent

Nokkrir úlfar á ferðinni á Sólheimum í Grímsnesi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Úlfar eru áberandi á Sólheimum í Grímsnesi þessa dagana því þar er búið að setja upp leikritið „Úlfar ævintýranna“ þar sem fatlaðir og ófatlaðir leika saman.

Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson er leikstjóri og höfundur leikritsins. Hann notast við ævintýri þar sem úlfar koma við sögu en fyrir valinu urðu sögurnar um Rauðhettu, Grísina þrjá og Úlfur Úlfur.

„Þetta er búið að að vera strembið og það er stór hópur sem vinnur að þessu saman. Ég og leikstjórinn unnum þetta mest saman, hann skrifar leikverkið og ég sé um tónlista“, segir Hallbjörn V. Rúnarsson tónlistarstjóri sýningarinnar og einn af úlfunum í leikritinu.

Nokkrir leikarar leika kindur í leikritinu og hafa það einfalda hlutverk að jarma eins og kind.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Nokkrir leikarar leika kindur en þeirra hlutverk er einfalt, jarma eins og kind.Leikararnir í sýningunni eru stoltir af sínum hlutverkum og leik. Ólafur Hauksson er einn þeirra.

„Ég hef leikið margt oft áður, ég er rosalega góður leikari.

Gunnlaugur Ingi Ingimarsson leikur bangsa í sýningunni og fer létt með sitt hlutverk. Hann er nýfluttur á Sólheima eftir að hafa verið í 20 ár á biðlista eftir að komast á staðinn. Gunnlaugi líkar vel á Sólheimum.

„Já, ég verð nú að segja það, ég er búin að kynnast fólki, það er búið að bjóða mér í mat og kaffi á staðnum, það líkar öllum vel við mig hérna og ætla að hafa mig áfram, það er mjög gott“, segir Gunnlaugur Ingi.

Sýningar á Úlfar ævintýranna eru um helgina en lokasýning verður þriðjudaginn 1. maí kl. 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×