Gray Line á Íslandi segir upp 15 starfsmönnum Ingvar Þór Björnsson skrifar 28. apríl 2018 16:55 Þórir Garðarsson er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Vísir Gray Line á Íslandi hefur ákveðið uppsagnir um 15 starfsmanna fyrir næstu mánaðarmót vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða um 5% af starfsmannafjöldanum, bílstjóra og starfsfólk í farþegaafgreiðslu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að áætlunarferðir Gray Line í Bláa lónið hafa verið ein af meginstoðum afþreyingarferða fyrirtækisins í 20 ár. Eigendur Bláa Lónsins hafa sagt upp samkomulagi við Gray Line um sölu á baðgjaldi í lónið frá 1. apríl síðastliðnum og nýtt samkomulag er ekki í boði. „Ákvörðun Bláa Lónsins kom að vissu leyti ekki á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins hefur tekið við áætlunarferðum þangað. Þessi eigendahópur virðist hafa sammælst um að losa sig við samkeppnina til að skapa rými fyrir eigið fyrirtæki í þessum ferðum. Það er áhyggjuefni að eigendasamþjöppun af þessu tagi með tilheyrandi samkeppnishindrunum skuli vera að raungerast með svo ógagnsæjum hætti. En það er ný samkeppnisáskorun sem þarf þá að takast á við,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í ágúst á síðasta ári að Gray Line myndi sameinast Iceland Travel, dótturfélagi Icelandair Group. Seint í október var svo send út fréttatilkynning um að samruninn myndi ekki ganga eftir. Í upphafi árs var svo greint frá því að Gray Line myndi missa stæði sín við komusal Leifsstöðvar eftir að bæði Hópbílar og Kynnisferðir buðu hærra. Gray Line tilkynnti í kjölfarið að fyrirtækið hyggðist kæra Isavia, rekstraraðila Leifsstöðvar, fyrir ofurgjaldtöku og misnotkun á einokunarstöðu sinni. Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Gray Line á Íslandi hefur ákveðið uppsagnir um 15 starfsmanna fyrir næstu mánaðarmót vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða um 5% af starfsmannafjöldanum, bílstjóra og starfsfólk í farþegaafgreiðslu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að áætlunarferðir Gray Line í Bláa lónið hafa verið ein af meginstoðum afþreyingarferða fyrirtækisins í 20 ár. Eigendur Bláa Lónsins hafa sagt upp samkomulagi við Gray Line um sölu á baðgjaldi í lónið frá 1. apríl síðastliðnum og nýtt samkomulag er ekki í boði. „Ákvörðun Bláa Lónsins kom að vissu leyti ekki á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins hefur tekið við áætlunarferðum þangað. Þessi eigendahópur virðist hafa sammælst um að losa sig við samkeppnina til að skapa rými fyrir eigið fyrirtæki í þessum ferðum. Það er áhyggjuefni að eigendasamþjöppun af þessu tagi með tilheyrandi samkeppnishindrunum skuli vera að raungerast með svo ógagnsæjum hætti. En það er ný samkeppnisáskorun sem þarf þá að takast á við,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í ágúst á síðasta ári að Gray Line myndi sameinast Iceland Travel, dótturfélagi Icelandair Group. Seint í október var svo send út fréttatilkynning um að samruninn myndi ekki ganga eftir. Í upphafi árs var svo greint frá því að Gray Line myndi missa stæði sín við komusal Leifsstöðvar eftir að bæði Hópbílar og Kynnisferðir buðu hærra. Gray Line tilkynnti í kjölfarið að fyrirtækið hyggðist kæra Isavia, rekstraraðila Leifsstöðvar, fyrir ofurgjaldtöku og misnotkun á einokunarstöðu sinni.
Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira