Palace burstaði Leicester │ WBA og Southampton héldu sér á lífi

System.Threading.Tasks.Task`1[Microsoft.AspNetCore.Html.IHtmlContent]
Everton vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur á Huddersfield á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrn í dag.

Fyrra markið kom frá Tyrkjanum Cenk Tosun sem hefur verið öflugur fyrir Everton síðan hann kom í janúar. 1-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik kom annað markið úr nokkuð óvæntri átt er Idrissa Gana Guye tvöfaldaði forystuna á 77. mínútu. Lokatölur 2-0.

Everton er í áttunda sætinu með 48 stig en Huddersfield er í sextánda sætinu með 35 stig.

Crystal Palace gerði sér lítið fyrir og skellti Leicester, 5-0. Staðan var 2-0 í hálfleik með mörkum Wilfried Zaha og James McArthur og snemma í síðari hálfleik fékk leikmaður Leicester, Marc Albrighton, beint rautt spjald.

Palace setti svo þrjú mörk á síðustu þremur mínútunum. Ruben Loftus-Cheek, Patrick van Aanholt og Christian Benteke skoruðu sitt hvort markið.

Með sigrinum er ljóst að Palace spilar í deild þeirra bestu á næstu leiktíð en Palace er í ellefta sætinu með 38 stig. Leicester er í níunda sætinu með 44 stig.

WBA heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en liðið vann 1-0 sigur á Newcastle á útivelli. WBA er nú fimm stigum frá öruggu sæti er sex stig eru eftir í pottinum.

Southampton vann svo 2-1 sigur á Bournemouth þar sem Dusan Tadic skoraði bæði mörk Southampton en Joshua King mark Bournemouth.

Southampton er nú stigi fra öruggu sæti en Bournemouth er í tólfta sætinu í góðum málum.

Miðstöðin: Enska úrvalsdeildin

Leikir dagsins