Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. október 2024 00:19 Jón Gunnarsson og Þórdís Kobrún Reykfjörð Gylfadóttir berjast um annað sæti Sjálfstæðisflokksins á meðan Alma Möller og Þórunn Sveinbjarnadóttir bítast um fyrsta sæti Samfylkingarinnar. Spennan magnast. Vísir/Vilhelm Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. Varaformaðurinn Guðmundur Árni Stefánsson var vígreifur í viðtali um oddvitaslaginn í gær en skjótt skipast veður í lofti. Í færslu á Facebook í morgun tilkynnti hann að vegna tímabundinna heilsufarástæðna og að læknisráði drægi hann framboð sitt til baka. Tæpum tveimur tímum síðar tilkynnti Alma að hún sæktist ekki lengur eftir öðru sæti eins og áður heldur eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, ekki síst vegna áskorunar Guðmundar Árna. Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur þannig fengið nýjan andstæðing í baráttunni um fyrsta sætið. „Samfylkingin hefur töluvert meira fylgi í könnunum núna heldur en hún fékk í síðustu kosningum. Þannig það eru margir að máta sig við þingsætin. En það er að teiknast upp stór slagur í Suðvesturkjördæmi og það er auðvitað mjög eftirtektarvert að Alma Möller stígur þarna inn í þennan slag,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í samtali við fréttastofu. „En það eru nú fleiri nöfn sem eru þarna á sveimi eins og til dæmis Flosi Eiríksson sem hefur verið áhrifamaður í Samfylkingunni mjög lengi. Síðan hvaða áhrif þetta brotthvarf fyrirhugaðs framboðs Guðmundar Árna á eftir að koma í ljós.“ Eiríkur Bergmann Einarsson ræddi komandi uppstillingar við fréttastofu.Skjáskot Búið að hreinsa burt menn og málefni Við þessa skyndilegu ákvörðun Guðmundar um að draga framboð sitt til baka og styðja við Ölmu Möller frekar en Þórunni Sveinbjarnardóttur, sitjandi oddvita, vakna spurningar hvort hreinlega sé verið að bola Þórunni burt. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er hins vegar alveg rétt að það er búið að hreinsa mjög mikið til í Samfylkingunni bæði hvað varðar menn en ekki síður hvað varðar málefni. Það er fjöldinn allur af málum sem Samfylkingin hefur haldið á lofti sem hefur verið ýtt til hliðar: aðild að Evrópusambandinu, að samþykkja nýja stjórnarskrá, halda úti málflutningi fyrir fjölmenningarsamfélagi. Þetta er allt meira og minna farið,“ segir Eiríkur. Þórunn Sveinbjarnardóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum og býr yfir töluverðri reynslu úr pólitíkinni.Vísir/Vilhelm Flokkurinn hafi ekki notið góðs af áherslubreytingu Þá segir Eiríkur sérstaklega eftirtektarvert, þótt hann vilji ekki draga af því skýr orsakatengsl, að Samfylkingin toppi í fylgi í könnunum áður en áherslubreyting flokksins varð í útlendingamálum. „Það fer nokkurn veginn saman í tíma að eftir að flokkurinn tók upp harðari stefnu varðandi aðkomufólk á Íslandi hefur fylgið verið að trappast aðeins niður. Hvort sú afstöðubreyting olli því veit ég ekki. En það er allavega alveg ljóst að flokkurinn hefur ekki fengið atkvæði út á þá áherslubreytingu hjá sér. Það er svolítið erfitt fyrir flokk eins og Samfylkinguna að fara núna inn í kosningabaráttuna í þessari þróun,“ segir hann. Aðrir flokkar sæki á og séu í sterkari stöðu til að finna viðspyrnuna inn í kosningabaráttuna. „Þar er Viðreisn sem rýkur fram. Að einhverju leyti má segja að Viðreisn njóti þess að fá frjálslynda fylgið frá Sjálfstæðisflokknum en kannski líka að einhverju leyti frá Samfylkingu. Hinum megin við Sjálfstæðisflokkinn er það Miðflokkurinn sem fer þjóðernisíhaldsmegin að kjósendum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur. Þórdís leggur framtíðina að veði Spennan magnast einnig hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu þar sem margir bíða með öndina í hálsinum eftir því að fá úr því skorið á morgun hvort Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eða Jón Gunnarsson hreppi annað sætið á eftir formanninum. „Í rauninni leggur Þórdís Kolbrún möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir með þessu. Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ segir Eiríkur. Þessi ætla fram í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki jafn mikið undir hjá Jóni? „Jón er á allt öðrum stað innan flokksins. Hann er maður sem heldur sinni stöðu vinni hann sætið. Hann gæti líka alveg haldið sínu striki varðandi það að vera þingmaður þótt hann færi í þriðja sætið sem er nú alveg líklegt þingsæti. Það er ekki alveg saman að jafna þeirra stöðu í þessari baráttu. Ómöguleg staða að vera í Engum gafst tími á að vera með prófkjör þannig það eru víðast hvar uppstillingarnefndir. Þá vakna spurningar hvernig fólk hagi kosningabaráttu þegar um er að ræða uppstillingu Hvernig virkar þetta? „Þetta er auðvitað stórskrýtin staða að vera í að ota sínum tota að uppstillingarnefndum eða kjördæmaráðum á hverjum stað. Þar þarf fólk bara að sannfæra þessa aðila að akkúrat þau séu gagnleg fyrir flokkinn umfram einhverja aðra. Þetta er auðvitað næstum því ómöguleg staða fyrir manneskju að vera í. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Varaformaðurinn Guðmundur Árni Stefánsson var vígreifur í viðtali um oddvitaslaginn í gær en skjótt skipast veður í lofti. Í færslu á Facebook í morgun tilkynnti hann að vegna tímabundinna heilsufarástæðna og að læknisráði drægi hann framboð sitt til baka. Tæpum tveimur tímum síðar tilkynnti Alma að hún sæktist ekki lengur eftir öðru sæti eins og áður heldur eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, ekki síst vegna áskorunar Guðmundar Árna. Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur þannig fengið nýjan andstæðing í baráttunni um fyrsta sætið. „Samfylkingin hefur töluvert meira fylgi í könnunum núna heldur en hún fékk í síðustu kosningum. Þannig það eru margir að máta sig við þingsætin. En það er að teiknast upp stór slagur í Suðvesturkjördæmi og það er auðvitað mjög eftirtektarvert að Alma Möller stígur þarna inn í þennan slag,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í samtali við fréttastofu. „En það eru nú fleiri nöfn sem eru þarna á sveimi eins og til dæmis Flosi Eiríksson sem hefur verið áhrifamaður í Samfylkingunni mjög lengi. Síðan hvaða áhrif þetta brotthvarf fyrirhugaðs framboðs Guðmundar Árna á eftir að koma í ljós.“ Eiríkur Bergmann Einarsson ræddi komandi uppstillingar við fréttastofu.Skjáskot Búið að hreinsa burt menn og málefni Við þessa skyndilegu ákvörðun Guðmundar um að draga framboð sitt til baka og styðja við Ölmu Möller frekar en Þórunni Sveinbjarnardóttur, sitjandi oddvita, vakna spurningar hvort hreinlega sé verið að bola Þórunni burt. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er hins vegar alveg rétt að það er búið að hreinsa mjög mikið til í Samfylkingunni bæði hvað varðar menn en ekki síður hvað varðar málefni. Það er fjöldinn allur af málum sem Samfylkingin hefur haldið á lofti sem hefur verið ýtt til hliðar: aðild að Evrópusambandinu, að samþykkja nýja stjórnarskrá, halda úti málflutningi fyrir fjölmenningarsamfélagi. Þetta er allt meira og minna farið,“ segir Eiríkur. Þórunn Sveinbjarnardóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum og býr yfir töluverðri reynslu úr pólitíkinni.Vísir/Vilhelm Flokkurinn hafi ekki notið góðs af áherslubreytingu Þá segir Eiríkur sérstaklega eftirtektarvert, þótt hann vilji ekki draga af því skýr orsakatengsl, að Samfylkingin toppi í fylgi í könnunum áður en áherslubreyting flokksins varð í útlendingamálum. „Það fer nokkurn veginn saman í tíma að eftir að flokkurinn tók upp harðari stefnu varðandi aðkomufólk á Íslandi hefur fylgið verið að trappast aðeins niður. Hvort sú afstöðubreyting olli því veit ég ekki. En það er allavega alveg ljóst að flokkurinn hefur ekki fengið atkvæði út á þá áherslubreytingu hjá sér. Það er svolítið erfitt fyrir flokk eins og Samfylkinguna að fara núna inn í kosningabaráttuna í þessari þróun,“ segir hann. Aðrir flokkar sæki á og séu í sterkari stöðu til að finna viðspyrnuna inn í kosningabaráttuna. „Þar er Viðreisn sem rýkur fram. Að einhverju leyti má segja að Viðreisn njóti þess að fá frjálslynda fylgið frá Sjálfstæðisflokknum en kannski líka að einhverju leyti frá Samfylkingu. Hinum megin við Sjálfstæðisflokkinn er það Miðflokkurinn sem fer þjóðernisíhaldsmegin að kjósendum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur. Þórdís leggur framtíðina að veði Spennan magnast einnig hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu þar sem margir bíða með öndina í hálsinum eftir því að fá úr því skorið á morgun hvort Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eða Jón Gunnarsson hreppi annað sætið á eftir formanninum. „Í rauninni leggur Þórdís Kolbrún möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir með þessu. Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ segir Eiríkur. Þessi ætla fram í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki jafn mikið undir hjá Jóni? „Jón er á allt öðrum stað innan flokksins. Hann er maður sem heldur sinni stöðu vinni hann sætið. Hann gæti líka alveg haldið sínu striki varðandi það að vera þingmaður þótt hann færi í þriðja sætið sem er nú alveg líklegt þingsæti. Það er ekki alveg saman að jafna þeirra stöðu í þessari baráttu. Ómöguleg staða að vera í Engum gafst tími á að vera með prófkjör þannig það eru víðast hvar uppstillingarnefndir. Þá vakna spurningar hvernig fólk hagi kosningabaráttu þegar um er að ræða uppstillingu Hvernig virkar þetta? „Þetta er auðvitað stórskrýtin staða að vera í að ota sínum tota að uppstillingarnefndum eða kjördæmaráðum á hverjum stað. Þar þarf fólk bara að sannfæra þessa aðila að akkúrat þau séu gagnleg fyrir flokkinn umfram einhverja aðra. Þetta er auðvitað næstum því ómöguleg staða fyrir manneskju að vera í.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira