Þjálfari ÍBV: Árás starfsmanns HSÍ sennilega haft áhrif á aðra starfsmenn HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2018 11:13 Arnar segir sínum mönnum til. vísir/eyþór Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, vandar Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, ekki kveðjurnar í pistli á Facebook í morgun. Arnar er afar ósáttur við að leikmaður hans, Magnús Stefánsson, hafi fengið tveggja leikja bann fyrir brot í leik ÍBV og Hauka á dögunum. Þjálfarinn bendir á að Magnús hafi leikið yfir 500 leiki á ferlinum og aldrei fengið rautt spjald áður.„Það er því með ólíkindum að þegar Maggi Stef fær sitt fyrsta beina rauða spjald skuli HSÍ dæma hann í tveggja leikja bann og það að mér vitandi, fyrstan af öllum í Olís deild karla þetta árið fyrir brot. Þið vitið Olísdeildinni þar sem spilaður er handbolti og einn sló annan í punginn um daginn og fékk einn leik í bann! Deildin þar sem við höfum fengið að sjá þau nokkur rauðu spjöldin eftir að menn hafi farið í andlitið á andstæðingum sínum og í fæstu tilfellum fengið bann,“ skrifar Arnar í pistli sínum. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét Magnús heyra það á dögunum eftir leik ÍBV og ÍR. Sakaði Magnús um að meiða menn viljandi og Arnar ýjar að því að orð Bjarna hafi haft áhrif á HSÍ. Bjarni er þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og því á launaskrá hjá HSÍ.„Sennilega hefur þessu árás starfsmanns HSI haft áhrif á aðra starsmenn HSÍ því dómarar leiksins á þriðjudaginn mátu það þannig að Maggi hafi kýlt annan leikmann á kjaftinn með krepptum hnefa! Sem er engan veginn hægt að sjá á upptökum af leiknum þó horft sé á klippurnar 1.000.000 sinnum.Gæti verið að ágætir dómarar leiksins hafi verið undir áhrifum af ummælum samstarfsaðila síns innan HSÍ? Ég held það og sennilega þekkja þeir ekki sögu Magnúsar betur, svo ungir eru þeir. Magnús fer klárlega með hendina í andlitið á leikmanninum og átti skilið að fá rautt spjald en með krepptum hnefa, aldrei! Og með þeim tilgangi að meiða leikmanninn, aldrei, Maggi er ekki þannig leikmaður og hefur aldrei verið,“ skrifar Arnar en færsluna má sjá í heild hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23 Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, vandar Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, ekki kveðjurnar í pistli á Facebook í morgun. Arnar er afar ósáttur við að leikmaður hans, Magnús Stefánsson, hafi fengið tveggja leikja bann fyrir brot í leik ÍBV og Hauka á dögunum. Þjálfarinn bendir á að Magnús hafi leikið yfir 500 leiki á ferlinum og aldrei fengið rautt spjald áður.„Það er því með ólíkindum að þegar Maggi Stef fær sitt fyrsta beina rauða spjald skuli HSÍ dæma hann í tveggja leikja bann og það að mér vitandi, fyrstan af öllum í Olís deild karla þetta árið fyrir brot. Þið vitið Olísdeildinni þar sem spilaður er handbolti og einn sló annan í punginn um daginn og fékk einn leik í bann! Deildin þar sem við höfum fengið að sjá þau nokkur rauðu spjöldin eftir að menn hafi farið í andlitið á andstæðingum sínum og í fæstu tilfellum fengið bann,“ skrifar Arnar í pistli sínum. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét Magnús heyra það á dögunum eftir leik ÍBV og ÍR. Sakaði Magnús um að meiða menn viljandi og Arnar ýjar að því að orð Bjarna hafi haft áhrif á HSÍ. Bjarni er þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og því á launaskrá hjá HSÍ.„Sennilega hefur þessu árás starfsmanns HSI haft áhrif á aðra starsmenn HSÍ því dómarar leiksins á þriðjudaginn mátu það þannig að Maggi hafi kýlt annan leikmann á kjaftinn með krepptum hnefa! Sem er engan veginn hægt að sjá á upptökum af leiknum þó horft sé á klippurnar 1.000.000 sinnum.Gæti verið að ágætir dómarar leiksins hafi verið undir áhrifum af ummælum samstarfsaðila síns innan HSÍ? Ég held það og sennilega þekkja þeir ekki sögu Magnúsar betur, svo ungir eru þeir. Magnús fer klárlega með hendina í andlitið á leikmanninum og átti skilið að fá rautt spjald en með krepptum hnefa, aldrei! Og með þeim tilgangi að meiða leikmanninn, aldrei, Maggi er ekki þannig leikmaður og hefur aldrei verið,“ skrifar Arnar en færsluna má sjá í heild hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23 Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13
Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23
Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30
Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15