Linda P opnar sig um heilablóðfallið: „Heyrði allt en gat ekki tjáð mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2018 10:30 Linda P var viðmælandi hjá Völu Matt í Íslandi í dag á föstudagskvöldið. „Það er alltaf nóg að gera hjá mér og ég sit sjaldan auðum höndum. Við búum semsagt í Palm Springs í Kaliforníu og svo erum við líka með heimilið okkar úti á Álftanesi,“ segir athafnakonan Linda Pétursdóttir í samtali við Völu Matt í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið. Þar opnaði Linda sig um að hún hafi fengið snert af heilablóðfalli á dögunum. „Við erum að fara svolítið mikið fram og til baka. Ég er síðan alveg að fara inn á síðasta árið mitt í fjarnáminu við Bifröst þar sem ég er að læra heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Síðan veikist ég í haust og fékk vægt heilablóðfall. Það vildi þannig til að þetta var bara á miðjum sunnudegi og ég hafði meira segja farið í messu um morguninn og var hún mjög andleg í róleg. Síðan eftir hádegi fer ég að verða rosalega þreytt og hugsa hvort ég þurfi bara að fara fá mér tvöfaldan expressó.“ Linda segist hafa fundið þarna að hún varð veikari með hverri mínútunni. Þegar þarna var komið við sögu þurfti kærasti Lindu að styðja við hana þegar hún gekk. „Ég var búin að missa allan mátt og síðan fer ég að detta smá út. Ég heyri í raun allt sem verið var að segja í kringum mig en er í raun meðvitundarlaus á köflum. Það er ákveðið að skutlast með mig upp á sjúkrahús. Þegar þangað er komið kemur neyðarteymi út og ég ég er keyrð inn í hjólastól. Þar fór ég í allskyns heilaskanna og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna er ég alveg lömuð, nema ég gat aðeins hreyft annan fótlegginn. Það var það óhugnanlegasta við þetta. Ég skildi og skynjaði allt sem var í gangi en ég gat ekki tjáð mig.“Dóttir Lindu aðstoðaði hana mikið á sjúkrahúsinu.Linda P heldur úti gríðarlega vinsælli Facebook-síðu og eru alls 254 þúsund manns að fylgja henni á þeim vettvangi. Einnig heldur hún úti skemmtilegri vefsíðu. „Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla og það er mjög erfitt að vera föst inni í líkamanum. Ég heyrði allt en gat ekki tjáð mig. Sem betur fer tók það innan við sólahring að fá smá saman máttinn aftur. Ég var mjög glöð þegar ég var farin að ganga í tíu mínútur í senn. Ég þakka bara fyrir hvað ég hef búin að lifa heilbrigðum lífstíl lengi og mánuði seinna var ég komin í ræktina aftur.“ Hún segist hafa farið hægt af stað og náð að byggja sig vel upp. „Það er ekki nóg að hugsa bara um líkamlega heilsu og maður verður einnig að huga vel að andlegri heilsu. Þarna var ég undir miklu álagi og þetta verð útkoman. Ég er bara töffara og gefst aldrei upp. Kannski stundum einum of og það er allt í lagi að slaka á. Það er allt í lagi að gera ekki neitt stundum. Þetta vakti mig verulega til umhugsunar. Heilsan verður að vera númer 1, 2 og 3.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
„Það er alltaf nóg að gera hjá mér og ég sit sjaldan auðum höndum. Við búum semsagt í Palm Springs í Kaliforníu og svo erum við líka með heimilið okkar úti á Álftanesi,“ segir athafnakonan Linda Pétursdóttir í samtali við Völu Matt í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið. Þar opnaði Linda sig um að hún hafi fengið snert af heilablóðfalli á dögunum. „Við erum að fara svolítið mikið fram og til baka. Ég er síðan alveg að fara inn á síðasta árið mitt í fjarnáminu við Bifröst þar sem ég er að læra heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Síðan veikist ég í haust og fékk vægt heilablóðfall. Það vildi þannig til að þetta var bara á miðjum sunnudegi og ég hafði meira segja farið í messu um morguninn og var hún mjög andleg í róleg. Síðan eftir hádegi fer ég að verða rosalega þreytt og hugsa hvort ég þurfi bara að fara fá mér tvöfaldan expressó.“ Linda segist hafa fundið þarna að hún varð veikari með hverri mínútunni. Þegar þarna var komið við sögu þurfti kærasti Lindu að styðja við hana þegar hún gekk. „Ég var búin að missa allan mátt og síðan fer ég að detta smá út. Ég heyri í raun allt sem verið var að segja í kringum mig en er í raun meðvitundarlaus á köflum. Það er ákveðið að skutlast með mig upp á sjúkrahús. Þegar þangað er komið kemur neyðarteymi út og ég ég er keyrð inn í hjólastól. Þar fór ég í allskyns heilaskanna og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna er ég alveg lömuð, nema ég gat aðeins hreyft annan fótlegginn. Það var það óhugnanlegasta við þetta. Ég skildi og skynjaði allt sem var í gangi en ég gat ekki tjáð mig.“Dóttir Lindu aðstoðaði hana mikið á sjúkrahúsinu.Linda P heldur úti gríðarlega vinsælli Facebook-síðu og eru alls 254 þúsund manns að fylgja henni á þeim vettvangi. Einnig heldur hún úti skemmtilegri vefsíðu. „Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla og það er mjög erfitt að vera föst inni í líkamanum. Ég heyrði allt en gat ekki tjáð mig. Sem betur fer tók það innan við sólahring að fá smá saman máttinn aftur. Ég var mjög glöð þegar ég var farin að ganga í tíu mínútur í senn. Ég þakka bara fyrir hvað ég hef búin að lifa heilbrigðum lífstíl lengi og mánuði seinna var ég komin í ræktina aftur.“ Hún segist hafa farið hægt af stað og náð að byggja sig vel upp. „Það er ekki nóg að hugsa bara um líkamlega heilsu og maður verður einnig að huga vel að andlegri heilsu. Þarna var ég undir miklu álagi og þetta verð útkoman. Ég er bara töffara og gefst aldrei upp. Kannski stundum einum of og það er allt í lagi að slaka á. Það er allt í lagi að gera ekki neitt stundum. Þetta vakti mig verulega til umhugsunar. Heilsan verður að vera númer 1, 2 og 3.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira