Stjörnurnar minnast „Mini Me“ 22. apríl 2018 11:20 Verne Troyer var best þekktur fyrir að leika Mini-Me í Austin Powers myndunum. Vísir/Getty Leikarinn Verne Troyer sem var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me lést í gær og hafa fjölmargar stjörnur minnst hans eftir að fregnir bárust af fráfalli hans. Troyer var fæddur árið 1968. Leikarinn Mike Myers sem fór með hlutverk Austin Powers í fyrrnefndum myndum sagði í viðtali við Deadline að hann vonist til þess að Troyer sé á betri stað og að hans verði sárlega saknað. „Verne var hinn algjör fagmaður og leiðarljós jákvæðninnar fyrir okkur sem fengum þess heiðurs aðnjótandi að vinna með honum,“ sagði Mike Myers. Troyer á tæplega sextíu hlutverk að baki á sínum ferli en hann hafði starfað sem leikari í nokkur ár áður en hann landaði hlutverki Mini-Me í annarri myndinni um spæjarann Austin Powers sem nefndist The Spy Who Shagged Me. Leikarinn Dean Cain sem þektkastur er fyrir að leika Superman sagði á Twitter aðgangi sínum að Troyer hafi lifað „stóru lífi“.RIP #Vernetroyer @VerneTroyer You lived a big life, my friend. pic.twitter.com/STPzAn0VM6— Dean Cain (@RealDeanCain) April 21, 2018 Hjólabrettagoðsögnin og Íslandsvinurinn Tony Hawk þakkaði Troyer fyrir allan hláturinn, gjafmildina og stuðninginn. „Ég mun alltaf vera mikill aðdáandi,“ sagði Hawk á Twitter.Thanks for all the laughs, generosity and heartfelt support, @VerneTroyer; I will always be a big fan, and it was a huge honor when you bought my used shoes and skateboard at our @THF auction. pic.twitter.com/hv1F2LLpjd— Tony Hawk (@tonyhawk) April 21, 2018 Rapparinn Ludacris tjáði sig einnig um fráfall Troyer en Troyer lék í myndbandinu við lagið „Number One Spot“. Í myndbandinu bregður Ludacris sér í gervi ýmissa persóna úr Austin Powers myndunum. Myndbandið fræga má sjá hér að neðan. R.I.P. Verne Troyer aka Mini Me. You made it to that #1 Spot Glad we got to make history together. #goontosoon #love A post shared by @ ludacris on Apr 21, 2018 at 2:21pm PDT Troyer var haldinn genagalla sem kallaður er achondroplasia, eða dvergvöxtur eins og það kallast á íslensku, en hann var aðeins 81 sentímetri á hæð. Achondroplasia einkennist af afar stuttum útlimum og of kúptu enni, en bolur er eðlilegur. Tengdar fréttir Sá sem lék Mini-Me í Austin Powers-myndunum lést í dag Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu hans. 21. apríl 2018 20:28 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikarinn Verne Troyer sem var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me lést í gær og hafa fjölmargar stjörnur minnst hans eftir að fregnir bárust af fráfalli hans. Troyer var fæddur árið 1968. Leikarinn Mike Myers sem fór með hlutverk Austin Powers í fyrrnefndum myndum sagði í viðtali við Deadline að hann vonist til þess að Troyer sé á betri stað og að hans verði sárlega saknað. „Verne var hinn algjör fagmaður og leiðarljós jákvæðninnar fyrir okkur sem fengum þess heiðurs aðnjótandi að vinna með honum,“ sagði Mike Myers. Troyer á tæplega sextíu hlutverk að baki á sínum ferli en hann hafði starfað sem leikari í nokkur ár áður en hann landaði hlutverki Mini-Me í annarri myndinni um spæjarann Austin Powers sem nefndist The Spy Who Shagged Me. Leikarinn Dean Cain sem þektkastur er fyrir að leika Superman sagði á Twitter aðgangi sínum að Troyer hafi lifað „stóru lífi“.RIP #Vernetroyer @VerneTroyer You lived a big life, my friend. pic.twitter.com/STPzAn0VM6— Dean Cain (@RealDeanCain) April 21, 2018 Hjólabrettagoðsögnin og Íslandsvinurinn Tony Hawk þakkaði Troyer fyrir allan hláturinn, gjafmildina og stuðninginn. „Ég mun alltaf vera mikill aðdáandi,“ sagði Hawk á Twitter.Thanks for all the laughs, generosity and heartfelt support, @VerneTroyer; I will always be a big fan, and it was a huge honor when you bought my used shoes and skateboard at our @THF auction. pic.twitter.com/hv1F2LLpjd— Tony Hawk (@tonyhawk) April 21, 2018 Rapparinn Ludacris tjáði sig einnig um fráfall Troyer en Troyer lék í myndbandinu við lagið „Number One Spot“. Í myndbandinu bregður Ludacris sér í gervi ýmissa persóna úr Austin Powers myndunum. Myndbandið fræga má sjá hér að neðan. R.I.P. Verne Troyer aka Mini Me. You made it to that #1 Spot Glad we got to make history together. #goontosoon #love A post shared by @ ludacris on Apr 21, 2018 at 2:21pm PDT Troyer var haldinn genagalla sem kallaður er achondroplasia, eða dvergvöxtur eins og það kallast á íslensku, en hann var aðeins 81 sentímetri á hæð. Achondroplasia einkennist af afar stuttum útlimum og of kúptu enni, en bolur er eðlilegur.
Tengdar fréttir Sá sem lék Mini-Me í Austin Powers-myndunum lést í dag Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu hans. 21. apríl 2018 20:28 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Sá sem lék Mini-Me í Austin Powers-myndunum lést í dag Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu hans. 21. apríl 2018 20:28