Lífið

Stjörnur votta Avicii virðingu sína

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Fjöldi fólks hefur vottað Avicii virðingu sína á samfélagsmiðlum í kjölfar andláts hans.
Fjöldi fólks hefur vottað Avicii virðingu sína á samfélagsmiðlum í kjölfar andláts hans. Visir / Getty
Þær sorgarfregnir bárust í gær að tónlistarmaðurinn Avicii væri látinn, aðeins 28 ára að aldri. Upplýsingar um dánarorsök liggja ekki fyrir sem stendur. Avicii hét réttu nafni Tim Bergling og var sænskur.

Avicii hafði sérstakt nef fyrir að semja smelli, lög sem er einfaldlega ekki hægt að heyra án þess að byrja að dilla sér. Má þar nefna lög eins og Levels, Hey Brother, Wake Me Up, Waiting For Love.



Avicii vann til margra verðlauna fyrir tónlist sína. Má þar nefna tvenn MTV tónlistarverðlauna, Billboard verðlaun auk tveggja tilnefninga til Grammy verðlauna.

 

 

Tim var 28 ára gamall þegar hann lést.Vísir / AFP
Avicii gaf á ferli sínum út tvær breiðskífur, True árið 2013 og Stories árið 2015, og slógu þær báðar rækilega í gegn.

Meðal listamanna sem Avicii hafði unnið með eru Coldplay, Rita Ora, Sia, Lenny Kravitz, Leona Lewis and Robbie Williams.

Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju.

Árið 2016 tilkynnti Avicii að hann ætlaði að draga sig í hlé frá opinberu lífi. Í samtalið við Hollywood Reporter sagði Avicii að þetta væri erfiðasta ákvörðun lífs hans hingað til en að hann hefði nú fengið einkalíf sitt til baka og hann væri „hamingjusamari en hann hefði verið lengi, lengi.“

Fjöldi fólks hefur vottað honum virðingu sína á samfélagsmiðlum í kjölfar andláts hans.

Rita Ora og Avicii gerðu lagið Lonely Together saman í fyrra.

Hér má sjá fleiri viðbrögð:





 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×