Lífið

Júrógarðurinn: Sérfræðingar spá í spilin

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar
Ari Ólafsson kemur fram á dómararennslinu í Eurovision í Lissabon í kvöld en hann gekk bláa dregilinn við MAAT listasafnið í borginni í gær og síðan er komið að stóru stundinni annað kvöld.

Ari mun þá flytja lagið Our Choice eftir Þórunni Ernu Clausen.

Ísak Pálmason, gjaldkeri FÁSES, og Laufey Helga Guðmundsdóttir, ritari FÁSES, mættu í Júrógarðinn og fóru vel í gegnum keppnina. Hvaða lönd eru sigurstranglegustu? og hverjir eru möguleikar Ara Ólafssonar?

Þetta var farið vel yfir í þættinum sem sjá má hér að neðan. Vísir verður með ítarlega umfjöllun um keppnina næstu dag og er vefþátturinn Júrógarðurinn mættur aftur til leiks en hann verður daglega næstu vikuna.

Umsjónarmaður þáttarins er Stefán Árni Pálsson sem er staddur út í Lissabon. Hann fær til sín góða gesti í heimsókn á hverjum degi.

Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Lissabon. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.