Uppselt á námskeið Þorgríms í Toskana Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2018 08:00 Þorgrímur Andri að setja saman einhverja stórkostlega snilld á pappír sem hann sýnir á Instagram. Það kemur fólk alls staðar að á námskeiðið. Fyrirtækið sem heldur það hafði samband við mig í gegnum Instagram og spurði hvort ég væri til í að koma og kenna. Ég sagði strax já enda frítt flug, fín laun og maður er í viku í Toskanahéraði að kenna fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir listmálarinn Þorgrímur Andri Einarsson en það seldist upp á námskeið þar sem hann mun kenna á tveimur vikum. Færri komust á námskeiðið en vildu og er biðlistinn orðinn nánast jafn langur og fjöldi þátttakenda. „Það seldist upp á tveimur vikum sem er ekki algengt, segja þau mér. Það er kominn biðlisti og fyrirtækið sem heldur þetta námskeið er búið að biðja mig að koma aftur á næsta ári,“ segir hann. „Þetta er ákveðin viðurkenning og mjög spennandi verkefni. Ég hef ekki komið í þetta hérað þó ég hafi komið til Ítalíu og er mjög spenntur enda Toskanahéraðið ótrúlega fallegt og passar vel við olíumálverk.“Verk eftir Þorgrím.Þorgrímur hefur rúmlega 43 þúsund fylgjendur á Instagram og rignir inn tilkynningum og ummælum við það sem hann gerir á þeim bænum. Hann segir að samfélagsmiðillinn hafi opnað stórar dyr fyrir sér, meðal annars þetta námskeið. „Það er mikið af skemmtilegum tækifærum að koma frá Instagram. Mig grunaði það og lagði áherslu á að vera svolítið virkur á þessum miðli þegar ég byrjaði. Það er verið að bjóða mér að taka þátt í alls konar verkefnum sem væri ekki að gerast ef ekki væri fyrir þennan miðil, og nú er ég að fara til Ítalíu.“ Þorgrímur var áður í tónlist og lærði í London og Hollandi áður en hann tók sér pensil í hönd og fór að mála. Hann er sjálfmenntaður en allt þetta ferli byrjaði þegar hann sá sitt fyrsta YouTube-myndband. „Ég var í tónlistinni en færði mig svo yfir í málun. Þegar ég var að klára tónsmíðanám í Hollandi féll ég fyrir málverkinu – sem er kannski pínu fyndið.“ Fram undan er einnig sýning í Eisenhauer-galleríinu í Martha’s Vineyard í Bandaríkjunum. En áður en að þessu tvennu kemur heldur hann sýninguna Hetjur og ferfætlingar í Galleríi Fold sem verður opnuð á laugardag. „Þetta er sýning á nýjum olíumálverkum og kallast Hetjur og fjórfætlingar. Þetta eru í raun tvær seríur, annars vegar af dýrum og hins vegar verk af kvenmódelum sem eru hetjurnar. Þetta eru tvær seríur sem eru ekki tengdar að öðru leyti en að stíll og yfirbragð er það sama.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Það kemur fólk alls staðar að á námskeiðið. Fyrirtækið sem heldur það hafði samband við mig í gegnum Instagram og spurði hvort ég væri til í að koma og kenna. Ég sagði strax já enda frítt flug, fín laun og maður er í viku í Toskanahéraði að kenna fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir listmálarinn Þorgrímur Andri Einarsson en það seldist upp á námskeið þar sem hann mun kenna á tveimur vikum. Færri komust á námskeiðið en vildu og er biðlistinn orðinn nánast jafn langur og fjöldi þátttakenda. „Það seldist upp á tveimur vikum sem er ekki algengt, segja þau mér. Það er kominn biðlisti og fyrirtækið sem heldur þetta námskeið er búið að biðja mig að koma aftur á næsta ári,“ segir hann. „Þetta er ákveðin viðurkenning og mjög spennandi verkefni. Ég hef ekki komið í þetta hérað þó ég hafi komið til Ítalíu og er mjög spenntur enda Toskanahéraðið ótrúlega fallegt og passar vel við olíumálverk.“Verk eftir Þorgrím.Þorgrímur hefur rúmlega 43 þúsund fylgjendur á Instagram og rignir inn tilkynningum og ummælum við það sem hann gerir á þeim bænum. Hann segir að samfélagsmiðillinn hafi opnað stórar dyr fyrir sér, meðal annars þetta námskeið. „Það er mikið af skemmtilegum tækifærum að koma frá Instagram. Mig grunaði það og lagði áherslu á að vera svolítið virkur á þessum miðli þegar ég byrjaði. Það er verið að bjóða mér að taka þátt í alls konar verkefnum sem væri ekki að gerast ef ekki væri fyrir þennan miðil, og nú er ég að fara til Ítalíu.“ Þorgrímur var áður í tónlist og lærði í London og Hollandi áður en hann tók sér pensil í hönd og fór að mála. Hann er sjálfmenntaður en allt þetta ferli byrjaði þegar hann sá sitt fyrsta YouTube-myndband. „Ég var í tónlistinni en færði mig svo yfir í málun. Þegar ég var að klára tónsmíðanám í Hollandi féll ég fyrir málverkinu – sem er kannski pínu fyndið.“ Fram undan er einnig sýning í Eisenhauer-galleríinu í Martha’s Vineyard í Bandaríkjunum. En áður en að þessu tvennu kemur heldur hann sýninguna Hetjur og ferfætlingar í Galleríi Fold sem verður opnuð á laugardag. „Þetta er sýning á nýjum olíumálverkum og kallast Hetjur og fjórfætlingar. Þetta eru í raun tvær seríur, annars vegar af dýrum og hins vegar verk af kvenmódelum sem eru hetjurnar. Þetta eru tvær seríur sem eru ekki tengdar að öðru leyti en að stíll og yfirbragð er það sama.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira