Ein fremsta skíðakona landsins fær ekki bætur vegna fótbrots Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 11:27 Helga María er ein efnilegasta skíðakona landsins vísir Ein fremsta skíðakona landsins, Helga María Vilhjálmsdóttir, fær ekki bætur úr slysatryggingum almannatrygginga vegna slæms fótbrots sem hún hlaut á æfingu í ágúst á síðasta ári. Úrskurðarnefnd velferðamála komst að þeirri niðurstöðu eftir áfrýjun Helgu Maríu. RÚV greindi frá málinu í morgun. Sjúkratryggingar Íslands úrskurðuðu í janúar að Helga María ætti ekki rétt á bótum þar sem slysatryggingar íþróttafólks næðu aðeins yfir íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍSÍ. Helga kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, sagði í bréfi til úrskurðarnefndar að Helga hafi verið virkur keppnadi í starfi landsliðsins. Þar sem dagskrá landsliðs sambandsins sé ekki á ársgrundvelli hefði Helga stundað æfingar erlendis, en til þess að komast áfram í íþróttinni er mikilvægt að sækja æfingar erlendis því hún er ekki í boði á Íslandi. Þá er landsliðsþjálfari sambandsins í hlutastarfi og geti ekki verið með iðkendum í öllum æfingum erlendis þar sem nokkrir afreksmenn séu í mismunandi löndum við æfingar. Sjúkratryggingar Íslands gátu ekki fallist á að Helga hefði verið erlendis á vegum Skíðasambands Íslands heldur hefði hún verið á æfingu hjá erlendu félagi með þjálfara á vegum þess félags. Úrskurðarnefnd velferðamála féllst á skýringu Sjúkratrygginga og hafnaði kröfu Helgu Maríu. Engu máli skipti að Skíðasambandið hafi greitt æfingagjöld Helgu hjá norska félaginu og komið henni út. Helga María hefur ekki getað æft eftir brotið vegna erfiðrar sýkingar en hún keppti fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Rússlandi fyrir fjórum árum. Sagði Jón Viðar í samtali við fréttastofu RÚV að niðurstaðan setji Skíðasambandið í erfiða stöðu og það verði að endurskoða öll sín tryggingamál. Aðrar íþróttir Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Ein fremsta skíðakona landsins, Helga María Vilhjálmsdóttir, fær ekki bætur úr slysatryggingum almannatrygginga vegna slæms fótbrots sem hún hlaut á æfingu í ágúst á síðasta ári. Úrskurðarnefnd velferðamála komst að þeirri niðurstöðu eftir áfrýjun Helgu Maríu. RÚV greindi frá málinu í morgun. Sjúkratryggingar Íslands úrskurðuðu í janúar að Helga María ætti ekki rétt á bótum þar sem slysatryggingar íþróttafólks næðu aðeins yfir íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍSÍ. Helga kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, sagði í bréfi til úrskurðarnefndar að Helga hafi verið virkur keppnadi í starfi landsliðsins. Þar sem dagskrá landsliðs sambandsins sé ekki á ársgrundvelli hefði Helga stundað æfingar erlendis, en til þess að komast áfram í íþróttinni er mikilvægt að sækja æfingar erlendis því hún er ekki í boði á Íslandi. Þá er landsliðsþjálfari sambandsins í hlutastarfi og geti ekki verið með iðkendum í öllum æfingum erlendis þar sem nokkrir afreksmenn séu í mismunandi löndum við æfingar. Sjúkratryggingar Íslands gátu ekki fallist á að Helga hefði verið erlendis á vegum Skíðasambands Íslands heldur hefði hún verið á æfingu hjá erlendu félagi með þjálfara á vegum þess félags. Úrskurðarnefnd velferðamála féllst á skýringu Sjúkratrygginga og hafnaði kröfu Helgu Maríu. Engu máli skipti að Skíðasambandið hafi greitt æfingagjöld Helgu hjá norska félaginu og komið henni út. Helga María hefur ekki getað æft eftir brotið vegna erfiðrar sýkingar en hún keppti fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Rússlandi fyrir fjórum árum. Sagði Jón Viðar í samtali við fréttastofu RÚV að niðurstaðan setji Skíðasambandið í erfiða stöðu og það verði að endurskoða öll sín tryggingamál.
Aðrar íþróttir Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira