Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Hörður Ægisson skrifar 2. maí 2018 08:00 Kaupþing fer með 55,6 prósenta hlut í Arion banka Vísir/eyþór Íslenska ríkið mun falla að hluta frá forkaupsrétti sínum að hlutabréfum Kaupþings í Arion banka, sem virkjast að öðrum kosti ef þau eru seld á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé, upp að ákveðnum eignarhluta og í tiltekinn tíma þegar ráðist verður í almennt hlutafjárútboð og skráningu bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Slík aðlögun á forkaupsréttinum hefur verið talin nauðsynleg enda er annars talin hætta á því að tilvist hans myndi að óbreyttu valda óvissu og draga úr þátttöku fjárfesta í útboðinu og þá um leið aftra því að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Ríkið verður hins vegar áfram með forkaupsrétt að þeim hluta sem ekki selst í útboðinu og verður enn í eigu Kaupþings eftir skráningu bankans á markað. Þetta þýðir að Kaupþing mun að líkindum selja minni eignarhlut en ella í fyrsta kasti í útboðinu, mögulega í kringum 30 prósenta hlut, en félagið á samtals 55,6 prósent í bankanum. Miðað við núverandi bókfært eigið fé Arion banka er hlutur Kaupþings metinn á samtals um 125 milljarða. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings hefur ríkið ekki síðri hagsmuni en Kaupþing í því að fyrirhugað útboð heppnist vel enda mun stór hluti söluandvirðisins renna í skaut þess. Eftir því sem hærra verð fæst fyrir bréfin í Arion banka, því hærra verður stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkissjóðs. Þá kemur einnig til greina að Kaupþingi verði gert að greiða ríkinu mismuninn ef sölugengið í útboðinu á þeim bréfum sem ríkið mun falla frá forkaupsrétti sínum að verður lægra en 0,8. Með öðrum orðum að Kaupþing taki á sig verðáhættuna með því að ábyrgjast að sú fjárhæð sem ríkið fær verði aldrei lægri en sem það fengi í sinn hlut miðað við sölu á bréfum í bankanum á genginu 0,8 í útboðinu. Þar gæti verið um marga milljarða króna að ræða. Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins ræddi málið á fundi sínum í fyrradag, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ekki hefur náðst endanlegt samkomulag um þetta atriði í viðræðum fulltrúa stjórnvalda og Kaupþings. Búist er við að niðurstaða fáist á næstu dögum, líklega síðar í þessari viku. Samkomulag við stjórnvöld um endurskoðun á forkaupsréttinum hefur verið á meðal þess sem helst hefur staðið í vegi fyrir margboð- uðu hlutafjárútboði Arion banka.Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.Bankinn mun í dag, miðvikudag, birta uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung og í kjölfarið, samhliða því að verið er að ganga frá samkomulagi um forkaupsréttinn, er áformað að tilkynna um að formlegt útboðsferli sé hafið, mögulega strax í næstu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sjálft útboðið og í framhaldi tvíhliða skráning bankans á Íslandi og í Svíþjóð mun þá fara fram í fyrri helmingi júnímánaðar. Forkaupsréttarákvæðið var sett til að tryggja hagsmuni ríkisins í söluferli Arion banka. Því var ekki síst ætlað að girða fyrir þann möguleika að bankinn yrði seldur á hrakvirði í lokuðu útboði til fjárfesta sem væru tengdir kröfuhöfum Kaupþings og um leið að gengið yrði á fjárhagslega hagsmuni ríkisins. Slík sniðgöngusjónarmið eru ekki talin eiga við í tilfelli sölu sem fer fram í almennu hlutafjárútboði, líkt og nú er ráðgert, þar sem markaðsverð ræðst af tilboðum breiðs hóps fjárfesta. Því er kveðið á um það í stöðugleikasamningunum að Kaupþing og íslenska ríkið skuldbindi sig til að breyta forkaupsréttarákvæðinu í samræmi við ráðgjöf óháðs fjárfestingabanka í því skyni að tryggja að ákvæðið hafi ekki neikvæð áhrif á framgang útboðsins. Viðræður stjórnvalda og Kaupþings um forkaupsréttarákvæðið höfðu staðið yfir um nokkurt skeið á síðasta ári. Þeim var hins vegar sjálfhætt þegar kom til stjórnarslita Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar um miðjan september og Kaupþing ákvað í kjölfarið, vegna pólitískrar óvissu, að hætta við áform sín um útboð og skráningu bankans í október sama ár. Á meðal þeirra sem hafa veitt ríkinu ráðgjöf síðustu vikur vegna endurskoðunar forkaupsréttarins er Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður JP Morgan, en hann starfar núna tímabundið að málefnum sem tengjast fjármálakerfinu á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka. 8. mars 2018 19:07 Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion banka til Kaupskila Hluturinn seldur á 23,4 milljarða króna. 23. febrúar 2018 15:27 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Íslenska ríkið mun falla að hluta frá forkaupsrétti sínum að hlutabréfum Kaupþings í Arion banka, sem virkjast að öðrum kosti ef þau eru seld á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé, upp að ákveðnum eignarhluta og í tiltekinn tíma þegar ráðist verður í almennt hlutafjárútboð og skráningu bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Slík aðlögun á forkaupsréttinum hefur verið talin nauðsynleg enda er annars talin hætta á því að tilvist hans myndi að óbreyttu valda óvissu og draga úr þátttöku fjárfesta í útboðinu og þá um leið aftra því að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Ríkið verður hins vegar áfram með forkaupsrétt að þeim hluta sem ekki selst í útboðinu og verður enn í eigu Kaupþings eftir skráningu bankans á markað. Þetta þýðir að Kaupþing mun að líkindum selja minni eignarhlut en ella í fyrsta kasti í útboðinu, mögulega í kringum 30 prósenta hlut, en félagið á samtals 55,6 prósent í bankanum. Miðað við núverandi bókfært eigið fé Arion banka er hlutur Kaupþings metinn á samtals um 125 milljarða. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings hefur ríkið ekki síðri hagsmuni en Kaupþing í því að fyrirhugað útboð heppnist vel enda mun stór hluti söluandvirðisins renna í skaut þess. Eftir því sem hærra verð fæst fyrir bréfin í Arion banka, því hærra verður stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkissjóðs. Þá kemur einnig til greina að Kaupþingi verði gert að greiða ríkinu mismuninn ef sölugengið í útboðinu á þeim bréfum sem ríkið mun falla frá forkaupsrétti sínum að verður lægra en 0,8. Með öðrum orðum að Kaupþing taki á sig verðáhættuna með því að ábyrgjast að sú fjárhæð sem ríkið fær verði aldrei lægri en sem það fengi í sinn hlut miðað við sölu á bréfum í bankanum á genginu 0,8 í útboðinu. Þar gæti verið um marga milljarða króna að ræða. Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins ræddi málið á fundi sínum í fyrradag, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ekki hefur náðst endanlegt samkomulag um þetta atriði í viðræðum fulltrúa stjórnvalda og Kaupþings. Búist er við að niðurstaða fáist á næstu dögum, líklega síðar í þessari viku. Samkomulag við stjórnvöld um endurskoðun á forkaupsréttinum hefur verið á meðal þess sem helst hefur staðið í vegi fyrir margboð- uðu hlutafjárútboði Arion banka.Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.Bankinn mun í dag, miðvikudag, birta uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung og í kjölfarið, samhliða því að verið er að ganga frá samkomulagi um forkaupsréttinn, er áformað að tilkynna um að formlegt útboðsferli sé hafið, mögulega strax í næstu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sjálft útboðið og í framhaldi tvíhliða skráning bankans á Íslandi og í Svíþjóð mun þá fara fram í fyrri helmingi júnímánaðar. Forkaupsréttarákvæðið var sett til að tryggja hagsmuni ríkisins í söluferli Arion banka. Því var ekki síst ætlað að girða fyrir þann möguleika að bankinn yrði seldur á hrakvirði í lokuðu útboði til fjárfesta sem væru tengdir kröfuhöfum Kaupþings og um leið að gengið yrði á fjárhagslega hagsmuni ríkisins. Slík sniðgöngusjónarmið eru ekki talin eiga við í tilfelli sölu sem fer fram í almennu hlutafjárútboði, líkt og nú er ráðgert, þar sem markaðsverð ræðst af tilboðum breiðs hóps fjárfesta. Því er kveðið á um það í stöðugleikasamningunum að Kaupþing og íslenska ríkið skuldbindi sig til að breyta forkaupsréttarákvæðinu í samræmi við ráðgjöf óháðs fjárfestingabanka í því skyni að tryggja að ákvæðið hafi ekki neikvæð áhrif á framgang útboðsins. Viðræður stjórnvalda og Kaupþings um forkaupsréttarákvæðið höfðu staðið yfir um nokkurt skeið á síðasta ári. Þeim var hins vegar sjálfhætt þegar kom til stjórnarslita Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar um miðjan september og Kaupþing ákvað í kjölfarið, vegna pólitískrar óvissu, að hætta við áform sín um útboð og skráningu bankans í október sama ár. Á meðal þeirra sem hafa veitt ríkinu ráðgjöf síðustu vikur vegna endurskoðunar forkaupsréttarins er Bretinn Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður JP Morgan, en hann starfar núna tímabundið að málefnum sem tengjast fjármálakerfinu á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka. 8. mars 2018 19:07 Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion banka til Kaupskila Hluturinn seldur á 23,4 milljarða króna. 23. febrúar 2018 15:27 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka. 8. mars 2018 19:07
Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion banka til Kaupskila Hluturinn seldur á 23,4 milljarða króna. 23. febrúar 2018 15:27
Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19