Lífið

Sænskar kjötbollur í raun tyrkneskar

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Sænskar kjötbollur. Eða hvað?
Sænskar kjötbollur. Eða hvað? Vísir/Getty
Þjóðarréttur Svía, sænskar kjötbollur, eru í raun tyrkneskur réttur.

Opinber twitter-reikningur Svíþjóðar tísti á sunnudaginn „Sænskar kjötbollur eru í raun byggðar á uppskrift sem Karl VII. Svíakonungur kom með til baka frá Tyrklandi í byrjun 18. aldar. Höldum okkur við staðreyndirnar!“

 

Hafa ýmsir hugleitt í kjölfarið hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa fyrir sjálfsmynd sænsku þjóðarinnar. Aðrir hafa velt fyrir sér hvort þetta muni hafa áhrif á hinn klassíska kjötbollurétt sem IKEA býður upp á um allan heim.

Sjá einnig: Danmörk og Svíþjóð hnakkrifust á Twitter.

Karl XVI. Gústaf, núverandi konugur Svíþjóðar og niðji Karls VII. sem fyrst færði uppskriftina til Svíþjóðar fagnaði í gær 72 ára afmæli. Velta má fyrir sér hvort að hinn tyrkneski þjóðarréttur Svíþjóðar hafi verið borinn á borð í tilefni þess.

Þessar bollur innihalda ekkert kjöt, enda eru þær vegan.Vísir/Getty

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×