Lífið

Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Mark Zuckerberg á sviði á árlegri F8 ráðstefnu Facebook.
Mark Zuckerberg á sviði á árlegri F8 ráðstefnu Facebook. Vísir / AFP
Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu.

„Það eru 200 milljón manns á Facebook sem eru skráð einhleyp“ sagði Zuckerberg, en hann segist vilja hjálpa þessu fólki að byggja upp „alvöru langtímasambönd, ekki skyndkynni.“

Í kjölfarið á tilkynningu Zuckerberg hafa hlutabréf í Match Group, eiganda stefnumótaappsins Tinder, fallið um 23%.

Zuckerberg tilkynnti um þessa nýjung á árlegri ráðstefnu Facebook, sem kallast F8, þar sem væntanlegar nýjungar eru kynntar til sögunnar.

Einnig voru sýndarveruleikagleraugu Facebook, Oculus Rift, kynnt á hátíðinni. Sala þeirra hefur þegar hafist og hefur hún samkvæmt sérfræðingum valdið vonbrigðum.

 


Tengdar fréttir

Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook

Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.