Sjötta myndin um ævintýri Ethan Hunt er á leiðinni í kvikmyndahús í sumar en Mission: Impossible - Fallout verður frumsýnd þann 27. júlí næstkomandi.
Tom Cruise er á sínum stað sem Ethan Hunt en einnig koma leikaranir Alec Baldwin, Rebecca Ferguson, Angela Bassett, Vanessa Kirby og Ving Rhames við sögu í þessari mynd.
Í vikunni kom út nú stikla úr myndinni og má með sanni segja að í þessari mynd er allt lagt í sölurnar.
Hér að neðan má sjá brot úr þessari hasarmynd.
Rosaleg stikla úr sjöttu Mission: Impossible myndinni
Tengdar fréttir
Tom Cruise slasaðist í tökum á Mission Impossible
Leikarinn Tom Cruise slasaðist, að því er virtist, illa þegar hann reyndi að framkvæma glæfrabragð í einni hasarsenunni í væntanlegri mynd Mission Impossible 6.
Fresta tökum á Mission Impossible 6 vegna ökklameiðsla Cruise
Tom Cruse ökklabrotnaði við byltuna.
Svona leit Tom Cruise út þegar hann horfði á sig ökklabrotna
Gerðist við tökur á sjöttu Mission Impossible-myndinni.