Kári Árnason kominn heim í Víking Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 17:15 Kári Árnason kemur heim eftir HM. vísir/getty Víkingar hafa heldur betur fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi-deildarinnar en landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2019. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Kári yfirgaf Aberdeen í Skotlandi í dag og var ekki lengi að ganga frá samningum við uppeldisfélagið sem hann yfirgaf árið 2004 þegar að hann fór í atvinnumennsku til Djurgården í Svíþjóð. Hann hefur spilað í Danmörku, á Englandi, í Svíþjóð, Kýpur og í Skotlandi á fjórtán ára atvinnumannaferli en er nú á heimleið og spilar með uppeldisfélaginu eftir að HM 2018 í Rússlandi lýkur.Kári Árnason var á EM 2016 með Íslandi.Vísir/GettyKári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og á að baki 65 landsleiki. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum Íslands á EM 2016 og hefur verið áfram lykilmaður í leiðinni á HM 2018. Kári hittir hjá Víkingi Sölva Geir Ottesen sem kom heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku síðasta haust en báðir fóru út tímabilið 2004 þegar að þeir vöktu ungir athygli með Víkingsliðinu. Víkingar hafa farið ágætlega af stað í Pepsi-deildinni og eru með fimm stig eftir þrjá leiki en þeir mæta Grindavík á föstudagskvöldið.Kári í Víkingstreyjunni.mynd/víkingurTilkynning Víkinga: „Knattspyrnudeild Víkings og Kári Árnason hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019. Þjálfarar Víkings og stjórn félagsins lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun Kára að ganga til liðs við félagið á nýjan leik. Jafnframt er gaman að geta sameinað Kára á ný með Sölva Geir Ottesen hjá félaginu þar sem þeir hófu sinn meistaraflokksferil. Kári er í fullum undirbúningi fyrir HM í knattpyrnu og mun því ekki og mun því ekki byrja að spila fyrir Víking fyrr en að þeirri keppni lokinni. Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að geta loksins sagt: „Velkominn heim, Kári!“#vikingurfc og @karibestmeister hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.Velkominn heim, Kári!#fotbolti #gluggadagur pic.twitter.com/YaZhB4DxiL— Víkingur FC (@vikingurfc) May 15, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Víkingar hafa heldur betur fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi-deildarinnar en landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2019. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Kári yfirgaf Aberdeen í Skotlandi í dag og var ekki lengi að ganga frá samningum við uppeldisfélagið sem hann yfirgaf árið 2004 þegar að hann fór í atvinnumennsku til Djurgården í Svíþjóð. Hann hefur spilað í Danmörku, á Englandi, í Svíþjóð, Kýpur og í Skotlandi á fjórtán ára atvinnumannaferli en er nú á heimleið og spilar með uppeldisfélaginu eftir að HM 2018 í Rússlandi lýkur.Kári Árnason var á EM 2016 með Íslandi.Vísir/GettyKári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og á að baki 65 landsleiki. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum Íslands á EM 2016 og hefur verið áfram lykilmaður í leiðinni á HM 2018. Kári hittir hjá Víkingi Sölva Geir Ottesen sem kom heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku síðasta haust en báðir fóru út tímabilið 2004 þegar að þeir vöktu ungir athygli með Víkingsliðinu. Víkingar hafa farið ágætlega af stað í Pepsi-deildinni og eru með fimm stig eftir þrjá leiki en þeir mæta Grindavík á föstudagskvöldið.Kári í Víkingstreyjunni.mynd/víkingurTilkynning Víkinga: „Knattspyrnudeild Víkings og Kári Árnason hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019. Þjálfarar Víkings og stjórn félagsins lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun Kára að ganga til liðs við félagið á nýjan leik. Jafnframt er gaman að geta sameinað Kára á ný með Sölva Geir Ottesen hjá félaginu þar sem þeir hófu sinn meistaraflokksferil. Kári er í fullum undirbúningi fyrir HM í knattpyrnu og mun því ekki og mun því ekki byrja að spila fyrir Víking fyrr en að þeirri keppni lokinni. Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að geta loksins sagt: „Velkominn heim, Kári!“#vikingurfc og @karibestmeister hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.Velkominn heim, Kári!#fotbolti #gluggadagur pic.twitter.com/YaZhB4DxiL— Víkingur FC (@vikingurfc) May 15, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti