Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var.
„Við getum ekki ímyndað okkur að taka þátt í Eurovisiongleðinni með góðri samvisku á meðan Ísraelsríki og þeirra her beitir Palestínumönnum hrottalegu ofbeldi í næsta nágrenni. Við hvetjum RÚV til að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári,“ segir Daði Freyr sjálfur í stöðufærslur á Facebook.
Daði Freyr og Gagnamagnið slógu í gegn á síðasta ári þegar sveitin tók þátt í Söngvakeppninni og hafnaði í öðru sæti með lagið Hvað með það?