Fjögur ný til Kolibri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2018 11:35 Nýju starfsmennirnir brostu sínu breiðasta þegar þessi mynd var tekin af þeim. Kolibri Fjórir nýir sérfræðingar hafa gengið til liðs við nýsköpunarfyrirtækið Kolibri. Nýju starfsmennirnir eru Anna Signý Guðbjörnsdóttir, Benedikt Hauksson, Emanuele Milella og Orri Eyþórsson. Þetta kemur fram í ítarlegri tilkynningu frá fyrirtækinu um nýju liðsmennina. Anna Signý mun leiða uppbyggingu á ráðgjöf og rannsóknum á notendaupplifunum og notendaprófunum hjá Kolibri. Anna starfaði áður hjá Origo sem sérfræðingur í notendaupplifun en þar áður vann hún hjá Siteimprove í Kaupmannahöfn. Anna er með cand.it í digital design and communication frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn en hún hefur einnig lokið námi í margmiðlunarhönnun og vefþróun. Anna situr í stjórn Samtaka vefiðnaðarins og hefur kennt notendaupplifun við Háskóla Íslands og Tækniskólann. Maki Önnu er Kristján Eyþór Eyjólfsson rafmagnstæknifræðingur og eiga þau tvo fjögurra ára drengi. Benedikt hefur verið ráðinn teymisþjálfari og stafrænn ráðgjafi hjá Kolibri. Benedikt hefur nýlokið meistaranámi frá Hyper Island í Stokkhólmi í stafrænni stjórnun (e. Digital Management). Áður hafði hann lokið námi frá Listaháskólanum í London í stefnumótun á auglýsingamörkuðum. Hann starfaði áður hjá auglýsingastofunni Brandenburg sem viðskiptastjóri. Fyrir þann tíma starfaði Benedikt hjá stafræna markaðsráðgjafafyrirtækinu Isobar við stafræna stefnumótun fyrirtækja. Benedikt stundar hjólreiðar og hestamennsku af kappi utan vinnu. Kærasta Benedikts er Þorgerður Þórhallsdóttir listakona. Emanuele eða „Manu“ eins og hann er oftast kallaður, hefur verið ráðinn stafrænn hönnuður hjá Kolibri. Hann er frá Ítalíu en hefur búið á Íslandi síðan 2006. Manu hefur starfað við hönnun frá 1997, m.a. sem hönnunarstjóri hjá Meniga og þar áður við hönnun hjá Latabæ. Manu er með gráðu í viðskipta- og hagfræði frá Universitá degli studi di Salerno. Eiginkona Manu er Tinna Rún Eiríksdóttir og eiga þau saman tvær dætur. Orri hefur verið ráðinn stafrænn hönnuður hjá Kolibri. Orri starfaði áður hjá Reon sem hönnuður en fyrir þann tíma starfaði hann hjá Haelo í San Francisco og Apon á Íslandi. Orri lauk námi í margmiðlunarhönnun og hefur starfað við grafíska hönnun frá árinu 2013. Að vinnudegi loknum er Orri liðtækur knattspyrnumaður en hann hefur undanfarin ár spilað í 4. deildinni með knattspyrnufélögunum Hvíta Riddaranum og KF Álafossi. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins hefur þar með tvöfaldast á tveimur árum en hjá Kolibri starfa í dag yfir 30 hönnuðir, ráðgjafar og hugbúnaðarsérfræðingar. Ráðningarnar eru liður í frekari uppbyggingu sérhæfðs ráðgjafateymis Kolibri sem aðstoðar fyrirtæki við nýsköpun út frá hugmyndafræði notendamiðaðra hönnunaraðferða (e. design thinking). Á meðal viðskiptavina Kolibri eru Tryggingamiðstöðin, Íslandsbanki, Icelandair og Marel. „Það er mikill fengur að þessum liðsstyrk. Það er mjög mikilvægt að hafa aðgang að vel menntuðu og öflugu fólki í þeim mikla vexti sem einkennir stafræna þróun hér á landi. Kolibri hefur sérhæft sig í að hjálpa íslenskum fyrirtækjum í þjónustuhönnun. Við aðstoðum þau við að einfalda verkferla, auka virði og skapa ánægjulega viðskiptaupplifun. Við teljum að hönnun sé lykilinn í því að byggja upp þjónustu með þarfir viðskiptavinarins í huga. Í því felst meðal annars að kortleggja hvernig viðskiptavinir eiga samskipti við fyrirtækin og þróa lausnir sem auka virði þessara samskipta. Með því að fá Önnu, Benedikt, Orra og Emanuele til liðs við okkur eflum við enn frekar þekkingu okkar á þessu sviði.“ segir Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri Kolibri. Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Fjórir nýir sérfræðingar hafa gengið til liðs við nýsköpunarfyrirtækið Kolibri. Nýju starfsmennirnir eru Anna Signý Guðbjörnsdóttir, Benedikt Hauksson, Emanuele Milella og Orri Eyþórsson. Þetta kemur fram í ítarlegri tilkynningu frá fyrirtækinu um nýju liðsmennina. Anna Signý mun leiða uppbyggingu á ráðgjöf og rannsóknum á notendaupplifunum og notendaprófunum hjá Kolibri. Anna starfaði áður hjá Origo sem sérfræðingur í notendaupplifun en þar áður vann hún hjá Siteimprove í Kaupmannahöfn. Anna er með cand.it í digital design and communication frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn en hún hefur einnig lokið námi í margmiðlunarhönnun og vefþróun. Anna situr í stjórn Samtaka vefiðnaðarins og hefur kennt notendaupplifun við Háskóla Íslands og Tækniskólann. Maki Önnu er Kristján Eyþór Eyjólfsson rafmagnstæknifræðingur og eiga þau tvo fjögurra ára drengi. Benedikt hefur verið ráðinn teymisþjálfari og stafrænn ráðgjafi hjá Kolibri. Benedikt hefur nýlokið meistaranámi frá Hyper Island í Stokkhólmi í stafrænni stjórnun (e. Digital Management). Áður hafði hann lokið námi frá Listaháskólanum í London í stefnumótun á auglýsingamörkuðum. Hann starfaði áður hjá auglýsingastofunni Brandenburg sem viðskiptastjóri. Fyrir þann tíma starfaði Benedikt hjá stafræna markaðsráðgjafafyrirtækinu Isobar við stafræna stefnumótun fyrirtækja. Benedikt stundar hjólreiðar og hestamennsku af kappi utan vinnu. Kærasta Benedikts er Þorgerður Þórhallsdóttir listakona. Emanuele eða „Manu“ eins og hann er oftast kallaður, hefur verið ráðinn stafrænn hönnuður hjá Kolibri. Hann er frá Ítalíu en hefur búið á Íslandi síðan 2006. Manu hefur starfað við hönnun frá 1997, m.a. sem hönnunarstjóri hjá Meniga og þar áður við hönnun hjá Latabæ. Manu er með gráðu í viðskipta- og hagfræði frá Universitá degli studi di Salerno. Eiginkona Manu er Tinna Rún Eiríksdóttir og eiga þau saman tvær dætur. Orri hefur verið ráðinn stafrænn hönnuður hjá Kolibri. Orri starfaði áður hjá Reon sem hönnuður en fyrir þann tíma starfaði hann hjá Haelo í San Francisco og Apon á Íslandi. Orri lauk námi í margmiðlunarhönnun og hefur starfað við grafíska hönnun frá árinu 2013. Að vinnudegi loknum er Orri liðtækur knattspyrnumaður en hann hefur undanfarin ár spilað í 4. deildinni með knattspyrnufélögunum Hvíta Riddaranum og KF Álafossi. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins hefur þar með tvöfaldast á tveimur árum en hjá Kolibri starfa í dag yfir 30 hönnuðir, ráðgjafar og hugbúnaðarsérfræðingar. Ráðningarnar eru liður í frekari uppbyggingu sérhæfðs ráðgjafateymis Kolibri sem aðstoðar fyrirtæki við nýsköpun út frá hugmyndafræði notendamiðaðra hönnunaraðferða (e. design thinking). Á meðal viðskiptavina Kolibri eru Tryggingamiðstöðin, Íslandsbanki, Icelandair og Marel. „Það er mikill fengur að þessum liðsstyrk. Það er mjög mikilvægt að hafa aðgang að vel menntuðu og öflugu fólki í þeim mikla vexti sem einkennir stafræna þróun hér á landi. Kolibri hefur sérhæft sig í að hjálpa íslenskum fyrirtækjum í þjónustuhönnun. Við aðstoðum þau við að einfalda verkferla, auka virði og skapa ánægjulega viðskiptaupplifun. Við teljum að hönnun sé lykilinn í því að byggja upp þjónustu með þarfir viðskiptavinarins í huga. Í því felst meðal annars að kortleggja hvernig viðskiptavinir eiga samskipti við fyrirtækin og þróa lausnir sem auka virði þessara samskipta. Með því að fá Önnu, Benedikt, Orra og Emanuele til liðs við okkur eflum við enn frekar þekkingu okkar á þessu sviði.“ segir Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri Kolibri.
Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira