Lífið

Einlæg túlkun Garðars á Parkinson

Stefán Árni Pálsson skrifar
Garðar Örn var frábær dómari.
Garðar Örn var frábær dómari.
Einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Garðar Örn Hinriksson, opnaði sig á dögunum um veikindi sín, en hann hefur verið að glíma við Parkinson.

„Eftir að Parkinsoninn bankaði á mínar dyr hugsa ég ekki um annað, sérstaklega í ljósi þess að núna er minn síðasti séns á að gera eitthvað. Maður yngist ekkert og ekki hjálpar það heldur til að Parkinsoninn gæti tekið frá mér röddina einn daginn,“ skrifaði Garðar, sem oftast gekk undir nafninu Rauði baróninn, meðal annars í pistli sínum á Facebook eins og Vísir greindi frá.

Með pistlinum gaf hann út lag sem hann segist í raun ekki hafa viljað semja og fjallar það um veikindi hans.

„Lagið hreinlega öskraði á það. Þó að ég sé stoltur af þessu lagi er þetta samt eina lagið sem ég vildi óska þess að ég hefði ekki þurft að semja.“

Garðar gengur undir listamannsnafninu G Hinriksson en hann hefur einnig gefið út tónlistarmyndband við lagið This is my life þar sem hann túlkar veikindin sín á listrænan hátt eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.