Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Þórdís Valsdóttir skrifar 13. maí 2018 09:27 Rúmlega áttatíu konur tóku þátt í mótmælunum. Vísir/Getty Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Frægar leikkonur á borð við Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek tóku þátt í mótmælagöngunni sem fór fram á rauða dreglinum. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Fleiri en 80 konur hafa stigið fram og ásakað Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um er sögð hafa átt sér stað á hátíðinni. Weinstein hefur neitað sök en þó viðurkennt að hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt. Á hátíðinni er hægt að hringja í sérstakt neyðarnúmer til þess að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi og rætt var við gesti hátíðarinnar um hegðun þeirra við komu á hátíðina. Kona fer í stríð var fagnað á Cannes hátíðinni um helgina.Nordisk Film & TV Fond Kona fer í stríð valin til sýningar Heiti kvikmyndarinnar Kona í stríð, sem valin var til að keppa á Critic's Week á hátíðinni, er viðeigandi við þessa umfjöllun. Stiklu úr myndinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Benedikt Erlingsson leikstýrði myndinni ásamt því að skrifa handritið með Ólafi Egilssyni. Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í spennutryllinum en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Kvikmyndin Vargur, fyrsta kvikmynd Börks Sigþórssonar í fullri lengd verður sýnd á markaðssýningu á hátíðinni í ár. Þá hafa kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku. Bergmál sem Rúnar Rúnarsson leikstýrði var valin inn á á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Frægar leikkonur á borð við Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek tóku þátt í mótmælagöngunni sem fór fram á rauða dreglinum. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Fleiri en 80 konur hafa stigið fram og ásakað Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um er sögð hafa átt sér stað á hátíðinni. Weinstein hefur neitað sök en þó viðurkennt að hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt. Á hátíðinni er hægt að hringja í sérstakt neyðarnúmer til þess að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi og rætt var við gesti hátíðarinnar um hegðun þeirra við komu á hátíðina. Kona fer í stríð var fagnað á Cannes hátíðinni um helgina.Nordisk Film & TV Fond Kona fer í stríð valin til sýningar Heiti kvikmyndarinnar Kona í stríð, sem valin var til að keppa á Critic's Week á hátíðinni, er viðeigandi við þessa umfjöllun. Stiklu úr myndinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Benedikt Erlingsson leikstýrði myndinni ásamt því að skrifa handritið með Ólafi Egilssyni. Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í spennutryllinum en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Kvikmyndin Vargur, fyrsta kvikmynd Börks Sigþórssonar í fullri lengd verður sýnd á markaðssýningu á hátíðinni í ár. Þá hafa kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku. Bergmál sem Rúnar Rúnarsson leikstýrði var valin inn á á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar.
Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49
Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45