Finnur Amanda Nunes gamla formið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. maí 2018 13:45 Amanda 'The Lioness' Nunes með ljónahúfu í vigtuninni í gær. UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. Eftir frábært ár 2016 þar sem Amanda Nunes rotaði Rondu Rousey á aðeins 48 sekúndum var 2017 talsvert verra fyrir bantamvigtarmeistara kvenna. Nunes átti að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC 213 í fyrrasumar en sama dag og bardaginn átti að fara fram dró Nunes sig úr bardaganum vegna veikinda. Dana White, forseti UFC, taldi veikindin ekki vera meiriháttar og gagnrýndi meistarann opinberlega sem þótti nokkuð umdeilt. Nokkrum mánuðum síðar snéri hún aftur í búrið og var frammistaðan þar ekki eins og búast mátti við. Nunes fór fimm lotur gegn Valentinu Shevchenko þar sem báðar sóttu lítið í taktískum bardaga. Bardaginn þótti ekki skemmtilegur og var Nunes ólík sjálfri sér. Nunes hefur verið þekkt fyrir að koma afar árásargjörn til leiks og sækja strax frá fyrstu sekúndu líkt og hún gerði gegn Rondu Rousey. Eftir sinn síðasta bardaga er spurning hvernig hún kemur nú til leiks. Raquel Pennington er næsti áskorandi Nunes og telja veðbankar að það sé afar ólíklegt að hún vinni í kvöld. Penningotn er þó afar hörð af sér og er kannski líklegri áskorandi en veðbankar telja. Ef Nunes kemur inn með hvelli þarf Pennington að lifa af erfiða byrjun en ef það tekst snarhækka möguleikar hennar á sigri í kvöld. Nunes hefur átt það til að þreytast snögglega þegar hún kemur inn með þessum krafti en nær ekki að klára bardagann. Ef Pennington nær að þrauka og svo þreyta Nunes gæti hún átt fína möguleika. UFC 224 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. Eftir frábært ár 2016 þar sem Amanda Nunes rotaði Rondu Rousey á aðeins 48 sekúndum var 2017 talsvert verra fyrir bantamvigtarmeistara kvenna. Nunes átti að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC 213 í fyrrasumar en sama dag og bardaginn átti að fara fram dró Nunes sig úr bardaganum vegna veikinda. Dana White, forseti UFC, taldi veikindin ekki vera meiriháttar og gagnrýndi meistarann opinberlega sem þótti nokkuð umdeilt. Nokkrum mánuðum síðar snéri hún aftur í búrið og var frammistaðan þar ekki eins og búast mátti við. Nunes fór fimm lotur gegn Valentinu Shevchenko þar sem báðar sóttu lítið í taktískum bardaga. Bardaginn þótti ekki skemmtilegur og var Nunes ólík sjálfri sér. Nunes hefur verið þekkt fyrir að koma afar árásargjörn til leiks og sækja strax frá fyrstu sekúndu líkt og hún gerði gegn Rondu Rousey. Eftir sinn síðasta bardaga er spurning hvernig hún kemur nú til leiks. Raquel Pennington er næsti áskorandi Nunes og telja veðbankar að það sé afar ólíklegt að hún vinni í kvöld. Penningotn er þó afar hörð af sér og er kannski líklegri áskorandi en veðbankar telja. Ef Nunes kemur inn með hvelli þarf Pennington að lifa af erfiða byrjun en ef það tekst snarhækka möguleikar hennar á sigri í kvöld. Nunes hefur átt það til að þreytast snögglega þegar hún kemur inn með þessum krafti en nær ekki að klára bardagann. Ef Pennington nær að þrauka og svo þreyta Nunes gæti hún átt fína möguleika. UFC 224 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira