Oddvitaáskorunin: Mætti í kennslu með saumsprettu á viðkvæmum stað Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2018 12:00 Bjarki með vini og syni í fjallgöngu í Lundareykjadal. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef búið í Mosfellsdal frá tveggja ára aldri; gekk í skóla á Brúarlandi og Varmá en stundaði síðan nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar heillaðist ég af latínu og hóf háskólanám í þeirri merku tungu. Ég hef fengist við ýmis störf um dagana, verið kennari og skólastjóri, starfsmaður á minkabúi, sjómaður, leiðsögumaður og rithöfundur. Nú sit ég í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gegni jafnframt embætti forseta bæjarstjórnar. Ég fékk snemma áhuga á félagsmálum, á sínum tíma starfaði ég mikið innan Ungmennafélagsins Aftureldingar og með Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá var ég fyrsti formaður íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal sem voru stofnuð árið 1986. Ég er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu sem rekur vinnustofu og gallerí á Hvirfli í Mosfellsdal. Við eigum þrjú börn og fjögur barnabörn. Stjórnmálin endurspegla allt samfélagið og ég hef áhuga á öllum hliðum þess því ég hef ástríðu fyrir Lífinu með stórum staf. Í mínum huga er allt mikilvægt, aðalmálið í dag verður aukamál á morgun – og öfugt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir, þar sem systurnar Saga og Náttúra brugga magnaðan seið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Grímsey; bjó þar vetrarlangt fyrir tæpum 40 árum, því ekki að endurtaka það?Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Sjá síðasta svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Húrra, nú ætti að vera ball!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var á leið í kennslu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og uppgötvaði að ég var með stóra saumsprettu á buxunum á afar viðkvæmum stað.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Færeyjar sumarið 2007 var ógleymanleg draumaferð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, en hef mikla trú á lífinu fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég vakti sjálfan mig um rauðanótt og æpti: Þú ert ég!Hundar eða kettir? Hundakisur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Brad Pitt!!Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Í Stark-ættinni vegna þess að hún kýs V-listann.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Jimmy Page, gítarleikari í Led Zeppelin.Uppáhaldsbókin? Næsta bók sem ég mun skrifa.Uppáhaldsföstudagsdrykkur? Vatn í water.Uppáhalds þynnkumatur? Síld og rúgbrauð.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menningin og sólin eiga eitt sameiginlegt: Þau eru allsstaðar, upp til fjalla og niður til stranda, jafnt í borg og í sveit. Þess vegna ferðast ég sem víðast.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en það er orðið harla langt síðan.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég hef tamið mér það lífsviðhorf að láta aldrei neitt fara í taugarnar á mér. Hinsvegar vil ég bæta samfélagið í Mosfellsbæ, þess vegna er ég í framboði.Á að banna flugelda? Nei, en minnka notkun þeirra, less is more!Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, af því hann er frændi minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef búið í Mosfellsdal frá tveggja ára aldri; gekk í skóla á Brúarlandi og Varmá en stundaði síðan nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar heillaðist ég af latínu og hóf háskólanám í þeirri merku tungu. Ég hef fengist við ýmis störf um dagana, verið kennari og skólastjóri, starfsmaður á minkabúi, sjómaður, leiðsögumaður og rithöfundur. Nú sit ég í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gegni jafnframt embætti forseta bæjarstjórnar. Ég fékk snemma áhuga á félagsmálum, á sínum tíma starfaði ég mikið innan Ungmennafélagsins Aftureldingar og með Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá var ég fyrsti formaður íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal sem voru stofnuð árið 1986. Ég er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu sem rekur vinnustofu og gallerí á Hvirfli í Mosfellsdal. Við eigum þrjú börn og fjögur barnabörn. Stjórnmálin endurspegla allt samfélagið og ég hef áhuga á öllum hliðum þess því ég hef ástríðu fyrir Lífinu með stórum staf. Í mínum huga er allt mikilvægt, aðalmálið í dag verður aukamál á morgun – og öfugt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir, þar sem systurnar Saga og Náttúra brugga magnaðan seið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Grímsey; bjó þar vetrarlangt fyrir tæpum 40 árum, því ekki að endurtaka það?Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Sjá síðasta svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Húrra, nú ætti að vera ball!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var á leið í kennslu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og uppgötvaði að ég var með stóra saumsprettu á buxunum á afar viðkvæmum stað.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Færeyjar sumarið 2007 var ógleymanleg draumaferð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, en hef mikla trú á lífinu fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég vakti sjálfan mig um rauðanótt og æpti: Þú ert ég!Hundar eða kettir? Hundakisur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Brad Pitt!!Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Í Stark-ættinni vegna þess að hún kýs V-listann.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Jimmy Page, gítarleikari í Led Zeppelin.Uppáhaldsbókin? Næsta bók sem ég mun skrifa.Uppáhaldsföstudagsdrykkur? Vatn í water.Uppáhalds þynnkumatur? Síld og rúgbrauð.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menningin og sólin eiga eitt sameiginlegt: Þau eru allsstaðar, upp til fjalla og niður til stranda, jafnt í borg og í sveit. Þess vegna ferðast ég sem víðast.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en það er orðið harla langt síðan.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég hef tamið mér það lífsviðhorf að láta aldrei neitt fara í taugarnar á mér. Hinsvegar vil ég bæta samfélagið í Mosfellsbæ, þess vegna er ég í framboði.Á að banna flugelda? Nei, en minnka notkun þeirra, less is more!Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, af því hann er frændi minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira