Rannís réð til starfa afbrotafræðing í gríni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2018 06:00 Árshátíð Rannís var skrautleg þetta árið, enda nýráðinn starfsmaður sem stal senunni með ölvun og leiðinlegum kærasta. Vísir/Sigtryggur Talsvert uppnám varð meðal starfsmanna Rannís, Rannsóknamiðstöðvar Íslands, í síðustu viku þegar tilkynnt var um að afbrotafræðingur hefði verið ráðinn þar til starfa. Þótti það sæta furðu að afbrotafræðing þyrfti inn á stofnunina auk þess sem ráðningin var án auglýsingar og fyrirhugað var að ráðningin yrði kærð í þessari viku. Hlutverk Rannís er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og listir, æskulýðsstarf og íþróttir. Nýi starfsmaðurinn var kynntur til leiks á miðvikudag og fólk upplýst um að hún tæki við starfi sérfræðings á mennta- og menningarsviði, væri menntaður afbrotafræðingur, en hefði annars enga reynslu á þessu sviði. Hinn nýráðni afbrotafræðingur hefði aðeins starfað á sambýlum í gegnum tíðina. Konan mætti svo til vinnu á fimmtudaginn þar sem hún fékk að kynnast starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og starfsfólki.Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís„Það verður að segjast eins og er að fólki þótti þessi ráðning mjög furðuleg,“ segir Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís. Það bætti svo gráu ofan á svart þegar starfsmaðurinn mætti á árshátíð stofnunarinnar á miðvikudaginn svo eftir var tekið. „Hún mætti þarna með manninum sínum og þau bæði voru með leiðindi og vesen. Þau urðu bæði ölvaðri og ölvaðri eftir því sem leið á kvöldið,” útskýrir Auður og heldur áfram. „Þau duttu þarna um borð og stóla og hoppuðu stöðugt inn á myndir hjá fólki, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Auður, en hegðunin kom Auði hins vegar ekki í opna skjöldu líkt og flestum gestum árshátíðarinnar. „Hjónin eru leikarar sem voru til í að taka þátt í þessu með okkur. Veislustjórinn tilkynnti um að konan væri ekki að koma til starfa hjá okkur og allir hlógu og tóku mjög vel í þetta,” segir Auður. „Og fólk var ekki síst mjög ánægt með að ekkert hafi orðið af þessari ráðningu,“ segir Auður hlæjandi. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Talsvert uppnám varð meðal starfsmanna Rannís, Rannsóknamiðstöðvar Íslands, í síðustu viku þegar tilkynnt var um að afbrotafræðingur hefði verið ráðinn þar til starfa. Þótti það sæta furðu að afbrotafræðing þyrfti inn á stofnunina auk þess sem ráðningin var án auglýsingar og fyrirhugað var að ráðningin yrði kærð í þessari viku. Hlutverk Rannís er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og listir, æskulýðsstarf og íþróttir. Nýi starfsmaðurinn var kynntur til leiks á miðvikudag og fólk upplýst um að hún tæki við starfi sérfræðings á mennta- og menningarsviði, væri menntaður afbrotafræðingur, en hefði annars enga reynslu á þessu sviði. Hinn nýráðni afbrotafræðingur hefði aðeins starfað á sambýlum í gegnum tíðina. Konan mætti svo til vinnu á fimmtudaginn þar sem hún fékk að kynnast starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og starfsfólki.Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís„Það verður að segjast eins og er að fólki þótti þessi ráðning mjög furðuleg,“ segir Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís. Það bætti svo gráu ofan á svart þegar starfsmaðurinn mætti á árshátíð stofnunarinnar á miðvikudaginn svo eftir var tekið. „Hún mætti þarna með manninum sínum og þau bæði voru með leiðindi og vesen. Þau urðu bæði ölvaðri og ölvaðri eftir því sem leið á kvöldið,” útskýrir Auður og heldur áfram. „Þau duttu þarna um borð og stóla og hoppuðu stöðugt inn á myndir hjá fólki, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Auður, en hegðunin kom Auði hins vegar ekki í opna skjöldu líkt og flestum gestum árshátíðarinnar. „Hjónin eru leikarar sem voru til í að taka þátt í þessu með okkur. Veislustjórinn tilkynnti um að konan væri ekki að koma til starfa hjá okkur og allir hlógu og tóku mjög vel í þetta,” segir Auður. „Og fólk var ekki síst mjög ánægt með að ekkert hafi orðið af þessari ráðningu,“ segir Auður hlæjandi.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira