Lífið

Júrógarðurinn: Fókus hópurinn mætti og tók lagið í Lissabon

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar
Seinni undanúrslitariðillinn verður í Altice-höllinni í Lissabon í kvöld og þar koma fram 18 þjóðir og berjast um tíu sæti.

Í Júrógarðinum í dag fær Stefán Árni til sín stóran hluta í Fókushópnum sem keppti í Söngvakeppninni fyrr í vetur. 

Fókus hópurinn samanstendur af fimm söngvurum sem eru Eiríkur Þór Hafdal, Karitas Harpa Davíðsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Rósa Björg Ómarsdóttir og Sigurjón Örn Böðvarsson. Þau Eiríkur, Rósa og Sigurjón mættu í Júrógarðinn sem var tekinn upp í miðborg Lissabon í dag. Hópurinn kom fram á Eurocafé í gærkvöldi ásamt Ara Ólafs og Maríu Ólafs. Þar voru mörg hundruð manns mættir og kunnu margir þeirra lagið Battleline eða Aldrei gefast upp. 

Umsjónarmaður þáttarins er Stefán Árni Pálsson sem er staddur út í Lissabon. Hann fær til sín góða gesti í heimsókn á hverjum degi.

Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Lissabon. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina.


Tengdar fréttir

Júrógarðurinn: Sérfræðingar spá í spilin

Ari Ólafsson kemur fram á dómararennslinu í Eurovision í Lissabon í kvöld en hann gekk bláa dregilinn við MAAT listasafnið í borginni í gær og síðan er komið að stóru stundinni annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.