Hetjudáðir og hugrekki Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. maí 2018 06:00 Mamoudou Gassama hefur verið kallaður Le Spiderman eftir ótrúlegt björgunarafrek sitt. Vísir/AFP Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni.Bjargvættur barna í Póllandi Irena Sendler var hjúkrunarfræðingur í Póllandi þegar nasistarnir réðust þangað inn. Hún notaði sér stöðu sína sem hjúkka til að laumast inn í gettóin sem nasistar holuðu gyðingum landsins í með poka fulla af mat og lyfjum. Hún og samverkamenn hennar laumuðu svo út úr gettóunum börnum sem þau deyfðu og földu í kössum og pokum. Börnunum var síðan komið fyrir í munaðarleysingjahælum þar sem þau fengu ný nöfn en gömlu nöfnin faldi Irena í krukku sem hún gróf í garðinum sínum. Talið er að svona hafi hún og samverkamenn hennar náð að bjarga um 2500 börnum frá hræðilegum örlögum. Irena slapp þó ekki alveg sjálf – hún var fangelsuð af nasistum og pyntuð. Eftir stríðið reyndi hún að koma börnunum saman við fjölskyldur sínar, jafnvel þó að það væri nánast ómögulegt verk. Eldri sjálfboðaliðar taka á sig geislamengun Eftir slysið í Fukushima kjarnorkuverinu þurfti að þrífa upp gífurlegt magn kjarnorkumengunar og í þeim störfum voru oft ungt fólk sem var þar með í snertingu við gríðarlegt magn geislavirkni. Yasuteru Yamada, 72 ára fyrrum verkfræðingur fannst þetta ekki skemmtilegt áhorfs og safnaði saman 400 manna hópi eldri borgara til að taka að sér þrifin í sjálfboðavinnu. Hans röksemdarfærsla fyrir því var sú að verandi eldri borgara ættu þau mun færri ár eftir en unga fólkið og því ólíklegra að hún myndi valda í þeim krabbameini.Witold Pileck var líklega sá eini sem fór sjálfviljugur í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz.Sjálfviljugur í Auschwitz Witold Pilecki var í pólsku andspyrnuhreyfingunni í Seinni heimstyrjöldinni og tók á sig það erfiða verkefni að fara viljandi í útrýmingabúðirnar Auschwitz til þess að afla upplýsinga um rétt eðli þessara „fangabúða.“ Frá honum bárust ómetanleg gögn um eðli búðanna. Hann náði að flýja úr Auschwitz eftir tveggja ára veru í útrýmingarbúðunum. Síðar var hann tekinn af lífi af rússensku leynilögreglunni. Nasisti bjargar kínverjum John Rabe var þýskur kaupsýslumaður og nasisti sem var búsettur í kínversku borginni Nanjing árið 1937 þegar Japanski herinn réðist þangað inn. Í kjölfarið fylgdu skipulögð fjöldamorð- og nauðganir á um 200 – 300 þúsund kínverskum konum. John Rabe notaði stöðu sína sem meðlimur í nasistaflokknum til að opna upp griðarsvæði fyrir flóttamenn og er talið að hans vegna hafi 200 til 250 þúsund kínverskir flóttamenn bjargast.Anthony Omari hlaut myndarlegan skurð í andlitið eftir að hafa hrakið þrjá ræningja á brott.Bjargar munaðarleysingjum með hamri Anthony Omari komst í fréttirnar eftir að notandi vefsíðunnar Reddit sagði sögu hans þar. Anthony þessi rekur ásamt móður sinni munaðarleysingjahæli í Keníu þar sem 37 munaðarlaus börn dvelja. Þetta heimili hafði margoft lent í árásum stigamanna sem Omari hafði þó alltaf tekist að reka í burtu. Einn daginn ákváðu þessir glæpamenn að myrða Omari í hefndarskyni. Þrír menn réðust á hann vopnaðir sveðjum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Hann náði að hrekja þá í burtu með hamri, jafnvel þó að einn ræningjanna hafi náð að höggva stærðar skurð í andlitið á honum. Ben Hardwick nokkur var að vinna á svæðinu og það var hann sem deildi sögu Omaris á Reddit og hóf í kjölfarið söfnun fyrir munaðarleysingjaheimilinu. Söfnunin skilaði einum 65 þúsund dollurum eða um 7 milljónum íslenskra króna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 "Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni.Bjargvættur barna í Póllandi Irena Sendler var hjúkrunarfræðingur í Póllandi þegar nasistarnir réðust þangað inn. Hún notaði sér stöðu sína sem hjúkka til að laumast inn í gettóin sem nasistar holuðu gyðingum landsins í með poka fulla af mat og lyfjum. Hún og samverkamenn hennar laumuðu svo út úr gettóunum börnum sem þau deyfðu og földu í kössum og pokum. Börnunum var síðan komið fyrir í munaðarleysingjahælum þar sem þau fengu ný nöfn en gömlu nöfnin faldi Irena í krukku sem hún gróf í garðinum sínum. Talið er að svona hafi hún og samverkamenn hennar náð að bjarga um 2500 börnum frá hræðilegum örlögum. Irena slapp þó ekki alveg sjálf – hún var fangelsuð af nasistum og pyntuð. Eftir stríðið reyndi hún að koma börnunum saman við fjölskyldur sínar, jafnvel þó að það væri nánast ómögulegt verk. Eldri sjálfboðaliðar taka á sig geislamengun Eftir slysið í Fukushima kjarnorkuverinu þurfti að þrífa upp gífurlegt magn kjarnorkumengunar og í þeim störfum voru oft ungt fólk sem var þar með í snertingu við gríðarlegt magn geislavirkni. Yasuteru Yamada, 72 ára fyrrum verkfræðingur fannst þetta ekki skemmtilegt áhorfs og safnaði saman 400 manna hópi eldri borgara til að taka að sér þrifin í sjálfboðavinnu. Hans röksemdarfærsla fyrir því var sú að verandi eldri borgara ættu þau mun færri ár eftir en unga fólkið og því ólíklegra að hún myndi valda í þeim krabbameini.Witold Pileck var líklega sá eini sem fór sjálfviljugur í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz.Sjálfviljugur í Auschwitz Witold Pilecki var í pólsku andspyrnuhreyfingunni í Seinni heimstyrjöldinni og tók á sig það erfiða verkefni að fara viljandi í útrýmingabúðirnar Auschwitz til þess að afla upplýsinga um rétt eðli þessara „fangabúða.“ Frá honum bárust ómetanleg gögn um eðli búðanna. Hann náði að flýja úr Auschwitz eftir tveggja ára veru í útrýmingarbúðunum. Síðar var hann tekinn af lífi af rússensku leynilögreglunni. Nasisti bjargar kínverjum John Rabe var þýskur kaupsýslumaður og nasisti sem var búsettur í kínversku borginni Nanjing árið 1937 þegar Japanski herinn réðist þangað inn. Í kjölfarið fylgdu skipulögð fjöldamorð- og nauðganir á um 200 – 300 þúsund kínverskum konum. John Rabe notaði stöðu sína sem meðlimur í nasistaflokknum til að opna upp griðarsvæði fyrir flóttamenn og er talið að hans vegna hafi 200 til 250 þúsund kínverskir flóttamenn bjargast.Anthony Omari hlaut myndarlegan skurð í andlitið eftir að hafa hrakið þrjá ræningja á brott.Bjargar munaðarleysingjum með hamri Anthony Omari komst í fréttirnar eftir að notandi vefsíðunnar Reddit sagði sögu hans þar. Anthony þessi rekur ásamt móður sinni munaðarleysingjahæli í Keníu þar sem 37 munaðarlaus börn dvelja. Þetta heimili hafði margoft lent í árásum stigamanna sem Omari hafði þó alltaf tekist að reka í burtu. Einn daginn ákváðu þessir glæpamenn að myrða Omari í hefndarskyni. Þrír menn réðust á hann vopnaðir sveðjum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Hann náði að hrekja þá í burtu með hamri, jafnvel þó að einn ræningjanna hafi náð að höggva stærðar skurð í andlitið á honum. Ben Hardwick nokkur var að vinna á svæðinu og það var hann sem deildi sögu Omaris á Reddit og hóf í kjölfarið söfnun fyrir munaðarleysingjaheimilinu. Söfnunin skilaði einum 65 þúsund dollurum eða um 7 milljónum íslenskra króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 "Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48
"Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51