Körfubolti

Borche verður áfram í Breiðholtinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Borche Ilievski.
Borche Ilievski. vísir/andri marinó
Borche Ilievski mun halda áfram að þjálfa ÍR á komandi tímabili í Domino's deild karla. Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR staðfesti þetta við Karfan.is í dag.

Borche hefur gert frábæra hluti með lið ÍR undanfarin ár. Síðasta tímabil var frábært hjá Breiðhyltingum, þeir voru í toppbaráttunni í deildinni allt tímabilið og enduðu í öðru sæti deildarinnar. ÍR-ingar féllu svo úr leik í undanúrslitum gegn Tindastól 3-1.

Þá hefur liðið fengið til sín Sigvalda Eggertsson frá Fjölni en hann var valinn besti ungi leikmaður 1. deildarinnar síðasta tímabil.

Sigvaldi skoraði 19,2 stig og tók 6,2 fráköst að meðaltali í leik ásamt því að vera með yfir 35 prósenta skotnýtingu.


Tengdar fréttir

Danero Thomas í Tindastól

Danero Thomas hefur skrifað undir eins árs samning við bikarmeistara Tindastóls. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 en Stólarnir byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabil. Samningurinn er til eins árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×