Sérfræðingar í varalestri rýndu í brúðkaupið: „Er hún komin?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2018 09:29 Harry og Meghan fóru í ferð um Windsor í hestvagni að lokinni athöfn eins og hefðin býður. Vísir/Getty Brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, á laugardag vakti heimsathygli. Sérfræðingar í varalestri og líkamstjáningu rýndu margir í samskipti brúðhjónanna og gesta á meðan athöfninni stóð til að veita almenningi frekari innsýn inn í athöfnina.Sjá einnig: Auða sætið var ekki handa DíönuBreska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. Í séfræðilegri greiningu hans kom ýmislegt fram. Brúðguminn Harry Bretaprins virðist hafa verið örlítið taugaóstyrkur í aðdraganda stóru stundarinnar. Er hann gekk til athafnarinnar ásamt bróður sínum, Vilhjálmi, spurði hann: „Er hún komin?“ og átti þar líklega við verðandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Vilhjálmur svaraði að bragði: „Nei, ekki enn þá.“ Þá þurfti ekki sérfræðing í varalestri til að átta sig á því hvað Harry sagði við verðandi eiginkonu sína þegar þau mættust við altarið á laugaradag, eins og sést í tístinu hér að neðan. "You look amazing. I'm so lucky." Prince Harry greets his beautiful bride Meghan Markle. #HarryAndMeghan#RoyalWeddingpic.twitter.com/IhPfQPcwyE — InStyle (@InStyle) May 19, 2018 Þegar brúðhjónin voru svo komin út í hestvagn sem beið þeirra að athöfn lokinni bar Meghan höndina upp að brjósti sér og sagði „Hvílíkt fjör“ við eiginmann sinn. Hún hefur að vonum verið ánægð með athöfnina. Þá hefur einnig verið rýnt í líkamstjáningu viðstaddra og fékk Sky annan sérfræðing til þess. Hann sagði Meghan sterka og sjálfsörugga en Harry hafi hins vegar verið taugaóstyrkur. Það hafi verið greinilegt þar sem hann blikkaði augunum ört, sleikti á sér varirnar og snerti ítrekað á sér andlitið.Harry og Vilhjálmur sjást hér mæta til kirkju á laugardaginn.Vísir/gettySérfræðingur Sky News tók brúðkaupsgesti einnig til ítarlegrar skoðunar en greinilegt er að þeir voru misvel upplagðir á laugardaginn. Tom Parker Bowles, sonur Kamillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, sagðist til að mynda „feginn að vera ekki þunnur“ er hann mætti til brúðkaupsins. Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, á laugardag vakti heimsathygli. Sérfræðingar í varalestri og líkamstjáningu rýndu margir í samskipti brúðhjónanna og gesta á meðan athöfninni stóð til að veita almenningi frekari innsýn inn í athöfnina.Sjá einnig: Auða sætið var ekki handa DíönuBreska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. Í séfræðilegri greiningu hans kom ýmislegt fram. Brúðguminn Harry Bretaprins virðist hafa verið örlítið taugaóstyrkur í aðdraganda stóru stundarinnar. Er hann gekk til athafnarinnar ásamt bróður sínum, Vilhjálmi, spurði hann: „Er hún komin?“ og átti þar líklega við verðandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Vilhjálmur svaraði að bragði: „Nei, ekki enn þá.“ Þá þurfti ekki sérfræðing í varalestri til að átta sig á því hvað Harry sagði við verðandi eiginkonu sína þegar þau mættust við altarið á laugaradag, eins og sést í tístinu hér að neðan. "You look amazing. I'm so lucky." Prince Harry greets his beautiful bride Meghan Markle. #HarryAndMeghan#RoyalWeddingpic.twitter.com/IhPfQPcwyE — InStyle (@InStyle) May 19, 2018 Þegar brúðhjónin voru svo komin út í hestvagn sem beið þeirra að athöfn lokinni bar Meghan höndina upp að brjósti sér og sagði „Hvílíkt fjör“ við eiginmann sinn. Hún hefur að vonum verið ánægð með athöfnina. Þá hefur einnig verið rýnt í líkamstjáningu viðstaddra og fékk Sky annan sérfræðing til þess. Hann sagði Meghan sterka og sjálfsörugga en Harry hafi hins vegar verið taugaóstyrkur. Það hafi verið greinilegt þar sem hann blikkaði augunum ört, sleikti á sér varirnar og snerti ítrekað á sér andlitið.Harry og Vilhjálmur sjást hér mæta til kirkju á laugardaginn.Vísir/gettySérfræðingur Sky News tók brúðkaupsgesti einnig til ítarlegrar skoðunar en greinilegt er að þeir voru misvel upplagðir á laugardaginn. Tom Parker Bowles, sonur Kamillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, sagðist til að mynda „feginn að vera ekki þunnur“ er hann mætti til brúðkaupsins.
Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43