Svona var Ísland í augum 60 mínútna árið 1976 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2018 11:25 Margt hefur breyst frá því að Rather kom til landsins, en sumt ekki. Mynd/Samsett Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur hefur verið lengi á dagskrá og árið 1976 skrapp fréttamaðurinn Dan Rather í heimsókn til Íslands til þess að gera innslag um landið. Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan, kemur glöggt í ljós að það er margt sem kemur fréttamanni spánskt fyrir sjónir. Ekki síst þegar hann reynir að gefa leigubílstjóra þjórfé. „Hvað meinarðu með nei. Þetta er þjórfé fyrir þig.“ „Nei, við tökum ekki við þjórfé,“ sagði leigubílsjórinn við Rather og skilaði seðlinum. Nokkrum tíma er varið í að útskýra nafnahefð Íslendinga sem reyndist meðal annars viðmælenda Rather, Jóni Hermannssyni, nokkuð erfitt að útskýra. Stiklað er á stóru í innslaginu og meðal annars farið yfir sögu þorskastríðanna, eldgossins í Heimaey auk þess sem að Ívar Guðmundsson, þáverandi ræðismaður Íslands í New York, ræddi stuttlega um fyrirætlanir Íslendinga um að flytja rafmagn til erlendra ríkja í gegnum gervihnetti. Þá fjallar Rather einnig um vinnusemi íslenskra unglinga sem og drykkju þeirra en svo virðist sem að tökuliðið hafi litið við á unglingaball á skólalóð Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem virðist vera talsvert um unglingadrykkju. Aftur er rætt við Jón sem segir að vissulega hafi foreldrar áhyggjur unglingadrykku en vandamálið hafi verið viðvarandi og svo virðist sem að lítill áhugi sé fyrir því að gera eitthvað til að stemma stigu við vandann. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Iceland in 1976 ... truth & fiction (this Broadcast was Banned in Iceland, I wonder why) from Cinecycle on Vimeo. Einu sinni var... Þorskastríðin Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur hefur verið lengi á dagskrá og árið 1976 skrapp fréttamaðurinn Dan Rather í heimsókn til Íslands til þess að gera innslag um landið. Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan, kemur glöggt í ljós að það er margt sem kemur fréttamanni spánskt fyrir sjónir. Ekki síst þegar hann reynir að gefa leigubílstjóra þjórfé. „Hvað meinarðu með nei. Þetta er þjórfé fyrir þig.“ „Nei, við tökum ekki við þjórfé,“ sagði leigubílsjórinn við Rather og skilaði seðlinum. Nokkrum tíma er varið í að útskýra nafnahefð Íslendinga sem reyndist meðal annars viðmælenda Rather, Jóni Hermannssyni, nokkuð erfitt að útskýra. Stiklað er á stóru í innslaginu og meðal annars farið yfir sögu þorskastríðanna, eldgossins í Heimaey auk þess sem að Ívar Guðmundsson, þáverandi ræðismaður Íslands í New York, ræddi stuttlega um fyrirætlanir Íslendinga um að flytja rafmagn til erlendra ríkja í gegnum gervihnetti. Þá fjallar Rather einnig um vinnusemi íslenskra unglinga sem og drykkju þeirra en svo virðist sem að tökuliðið hafi litið við á unglingaball á skólalóð Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem virðist vera talsvert um unglingadrykkju. Aftur er rætt við Jón sem segir að vissulega hafi foreldrar áhyggjur unglingadrykku en vandamálið hafi verið viðvarandi og svo virðist sem að lítill áhugi sé fyrir því að gera eitthvað til að stemma stigu við vandann. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Iceland in 1976 ... truth & fiction (this Broadcast was Banned in Iceland, I wonder why) from Cinecycle on Vimeo.
Einu sinni var... Þorskastríðin Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira