Svona var Ísland í augum 60 mínútna árið 1976 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2018 11:25 Margt hefur breyst frá því að Rather kom til landsins, en sumt ekki. Mynd/Samsett Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur hefur verið lengi á dagskrá og árið 1976 skrapp fréttamaðurinn Dan Rather í heimsókn til Íslands til þess að gera innslag um landið. Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan, kemur glöggt í ljós að það er margt sem kemur fréttamanni spánskt fyrir sjónir. Ekki síst þegar hann reynir að gefa leigubílstjóra þjórfé. „Hvað meinarðu með nei. Þetta er þjórfé fyrir þig.“ „Nei, við tökum ekki við þjórfé,“ sagði leigubílsjórinn við Rather og skilaði seðlinum. Nokkrum tíma er varið í að útskýra nafnahefð Íslendinga sem reyndist meðal annars viðmælenda Rather, Jóni Hermannssyni, nokkuð erfitt að útskýra. Stiklað er á stóru í innslaginu og meðal annars farið yfir sögu þorskastríðanna, eldgossins í Heimaey auk þess sem að Ívar Guðmundsson, þáverandi ræðismaður Íslands í New York, ræddi stuttlega um fyrirætlanir Íslendinga um að flytja rafmagn til erlendra ríkja í gegnum gervihnetti. Þá fjallar Rather einnig um vinnusemi íslenskra unglinga sem og drykkju þeirra en svo virðist sem að tökuliðið hafi litið við á unglingaball á skólalóð Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem virðist vera talsvert um unglingadrykkju. Aftur er rætt við Jón sem segir að vissulega hafi foreldrar áhyggjur unglingadrykku en vandamálið hafi verið viðvarandi og svo virðist sem að lítill áhugi sé fyrir því að gera eitthvað til að stemma stigu við vandann. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Iceland in 1976 ... truth & fiction (this Broadcast was Banned in Iceland, I wonder why) from Cinecycle on Vimeo. Einu sinni var... Þorskastríðin Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur hefur verið lengi á dagskrá og árið 1976 skrapp fréttamaðurinn Dan Rather í heimsókn til Íslands til þess að gera innslag um landið. Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan, kemur glöggt í ljós að það er margt sem kemur fréttamanni spánskt fyrir sjónir. Ekki síst þegar hann reynir að gefa leigubílstjóra þjórfé. „Hvað meinarðu með nei. Þetta er þjórfé fyrir þig.“ „Nei, við tökum ekki við þjórfé,“ sagði leigubílsjórinn við Rather og skilaði seðlinum. Nokkrum tíma er varið í að útskýra nafnahefð Íslendinga sem reyndist meðal annars viðmælenda Rather, Jóni Hermannssyni, nokkuð erfitt að útskýra. Stiklað er á stóru í innslaginu og meðal annars farið yfir sögu þorskastríðanna, eldgossins í Heimaey auk þess sem að Ívar Guðmundsson, þáverandi ræðismaður Íslands í New York, ræddi stuttlega um fyrirætlanir Íslendinga um að flytja rafmagn til erlendra ríkja í gegnum gervihnetti. Þá fjallar Rather einnig um vinnusemi íslenskra unglinga sem og drykkju þeirra en svo virðist sem að tökuliðið hafi litið við á unglingaball á skólalóð Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem virðist vera talsvert um unglingadrykkju. Aftur er rætt við Jón sem segir að vissulega hafi foreldrar áhyggjur unglingadrykku en vandamálið hafi verið viðvarandi og svo virðist sem að lítill áhugi sé fyrir því að gera eitthvað til að stemma stigu við vandann. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Iceland in 1976 ... truth & fiction (this Broadcast was Banned in Iceland, I wonder why) from Cinecycle on Vimeo.
Einu sinni var... Þorskastríðin Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira