Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2018 11:30 Steindi og Anna Svava gera gott mót í myndbandinu. Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. Steinþór Hróar Steinþórsson og Anna Svava Knútsdóttir fara með aðalhlutverkin í myndbandinu og flytja skilaboðin um að allir geti staðið með Íslandi á HM, líka þeir sem hafa ekki áhuga á fótbolta og fá til þess óvænta hjálp frá fulltrúa íslenska hestsins. „Nú fer að koma að stóru stundinni og við viljum hvetja alla Íslendinga til að taka höndum saman og bjóða erlendum vinum sínum í Team Iceland. Við viljum fá sem flesta með okkur í lið til að veita landsliðinu okkar stuðning og um leið nýta athyglina til að kynna Ísland,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, en markmiðið með Team Iceland er að skapa fólki vettvang til að lýsa yfir stuðningi við Ísland á HM og kynna hvað Ísland stendur fyrir. Team Iceland herferðin hófst 8. mars með myndbandi þar sem forsetahjónin buðu heimsbyggðinni að taka þátt og hafa nú um 10 milljón manns horft á myndbandið. Umfjallanir um Ísland í tengslum við þátttökuna á HM hafa birst í fjölmörgum erlendum miðlum víða um heim og fjöldi erlendra fjölmiðlamanna hafa komið til landsins til að kynna sér Ísland nánar. Fjöldi umfjallana hafa birst í erlendum miðlum og tæplega 30 þúsund manns frá 168 löndum hafa nú þegar skráð sig í Team Iceland. Hér að ofan má sjá nýja myndbandið og hér að neðan má einnig sjá fyrra Team Iceland-myndbandið. Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. Steinþór Hróar Steinþórsson og Anna Svava Knútsdóttir fara með aðalhlutverkin í myndbandinu og flytja skilaboðin um að allir geti staðið með Íslandi á HM, líka þeir sem hafa ekki áhuga á fótbolta og fá til þess óvænta hjálp frá fulltrúa íslenska hestsins. „Nú fer að koma að stóru stundinni og við viljum hvetja alla Íslendinga til að taka höndum saman og bjóða erlendum vinum sínum í Team Iceland. Við viljum fá sem flesta með okkur í lið til að veita landsliðinu okkar stuðning og um leið nýta athyglina til að kynna Ísland,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, en markmiðið með Team Iceland er að skapa fólki vettvang til að lýsa yfir stuðningi við Ísland á HM og kynna hvað Ísland stendur fyrir. Team Iceland herferðin hófst 8. mars með myndbandi þar sem forsetahjónin buðu heimsbyggðinni að taka þátt og hafa nú um 10 milljón manns horft á myndbandið. Umfjallanir um Ísland í tengslum við þátttökuna á HM hafa birst í fjölmörgum erlendum miðlum víða um heim og fjöldi erlendra fjölmiðlamanna hafa komið til landsins til að kynna sér Ísland nánar. Fjöldi umfjallana hafa birst í erlendum miðlum og tæplega 30 þúsund manns frá 168 löndum hafa nú þegar skráð sig í Team Iceland. Hér að ofan má sjá nýja myndbandið og hér að neðan má einnig sjá fyrra Team Iceland-myndbandið.
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira