Lífið

Stjörnurnar fylltu Smárabíó á forsýningu Adrift

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmargar stjörnur létu sjá sig á sýningunni í gær.
Fjölmargar stjörnur létu sjá sig á sýningunni í gær.
Sérstök hátíðarforsýning á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks var í Smárabíói í gærkvöldi og var þétt setið í aðalsalnum.

Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum en hún segir frá Tami Oldham sem þarf að bjarga sér og unnusta sínum úr sjávarháska eftir að hafa lent í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu.

Leikkonan Shailene Woodley fer með aðalhlutverkið en hún er 26 ára gömul og eflaust þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum The Fault in our Stars.

Meðal þeirra sem voru á sýningunni í gær voru þau: Logi Bergmann, Svanhildur Hólm, Birkir Kristinsson, Ragga Gísla, Sóli Hólm, Svala Björgvins, Björn Bragi, Baltasar Kormákur, Lilja Pálmadóttir, Birgitta Haukdal og mun fleiri. 

Rakel Ósk Sigurðardóttir, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu í gærkvöldi og fangaði stemninguna sem sjá má hér að neðan.   


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.