Plötusnúðamenningin tekin alla leið í Sjallanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júní 2018 08:00 Strákarnir ætla með ferð sinni til Akureyrar að koma plötusnúðakúltúrnum heldur betur á kortið. Vísir/eyþór „Þetta byrjaði allt á Verzlóballi...“ segir Snorri Ástráðsson, plötusnúður, en hann og Arnór Björnsson – Arnór FKN Björns – eru að gíra sig upp í að ferðast norður á Akureyri með tvo troðfulla bíla af leikmunum. Þeir eru að fara að spila á reivi fyrir norðan á laugardaginn, en þetta verður endurtekning á goðsagnakenndu Verzlóballi sem þeir félagar komu fram á fyrir nokkru og innihélt hoppukastala, reykbyssur og slatta af fíflaskap. „…og þetta gerðist eiginlega óvart, ég var spurður hvort strákur úr skólanum mætti hoppa upp á svið með mér og láta eins og hálfviti, þetta reyndist vera hann Arnór – þessu balli var síðan reyndar frestað, þetta var sem sagt hið fræga „Gillz ball“ sem var mikið í fréttum á þessum tíma.“ Ballið sem um ræðir var umtalað ball þar sem DJ Muscleboy, eða Egill Einarsson, Gillzenegger, átti að koma fram en var aflýst eftir þrýsting frá femínistafélagi skólans. Gamalt máltæki segir að upp úr aflýstum böllum spretti oft önnur og jafnvel betri böll. „Það var í apríl að Arnór hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka upp leika frá því árinu áður og ég sagði auðvitað já. Við fengum „budget“ og fórum þá eiginlega að fíflast – þetta var hálfgert maníukast sem varði í þrjá daga þar sem við vorum að leigja hoppukastala, reykbyssur, konfettí og eitthvert bull.“ Ballið sló í gegn og svo mikið að framleidd var hálftíma löng stuttmynd um það. Sirka svona verður stemmingin í Sjallanum á laugardaginn.Þá var úr vöndu að ráða fyrir Snorra og Arnór: Hvað áttu þeir að gera við frægðina og framann? Úr varð að þeir ákváðu að halda í mekka skemmtanalífs Norðurlands, jafnvel landsins alls, Sjallann. „Akureyri er einn af mínum uppáhaldsstöðum að spila á og þangað ætlum við með alls konar leikmuni og hálfvitaskap í farteskinu.“ Og giggið hefur verið kynnt með stuttum leikþætti sem má finna á viðburðinum á Facebook. „Við verðum allir í ákveðnum karakter þarna. Axel, sem er að skipuleggja þetta með okkur, verður í ljónabúningi og ég verð mjög reiður allan tímann. Þetta verður tekið alla leið.“ Snorri segir að hluti af þessu sé viðleitni hans til að taka plötusnúðamenninguna alla leið, að búa til stóra viðburði þar sem plötusnúðar eru á aðalhlutverki eins og tíðkast víða erlendis – en hann segir fyrirmyndir þeirra í þessu reivi vera meira „commercial“ á borð við alla risa plötusnúðana sem til að mynda skemmta reglulega í Las Vegas. „Hér á Íslandi erum við litlu hjálparmennirnir hjá röppurunum… ekki að ég hati það, þvert á móti, en það er bara kominn tími til þess að við upphefjum þennan DJ-kúltúr, og sömuleiðis reivið. Nú er hipphopp aðeins að dala eftir þessa bylgju síðasta sumar og þá ætla ég að koma sterkur inn með reivið í staðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
„Þetta byrjaði allt á Verzlóballi...“ segir Snorri Ástráðsson, plötusnúður, en hann og Arnór Björnsson – Arnór FKN Björns – eru að gíra sig upp í að ferðast norður á Akureyri með tvo troðfulla bíla af leikmunum. Þeir eru að fara að spila á reivi fyrir norðan á laugardaginn, en þetta verður endurtekning á goðsagnakenndu Verzlóballi sem þeir félagar komu fram á fyrir nokkru og innihélt hoppukastala, reykbyssur og slatta af fíflaskap. „…og þetta gerðist eiginlega óvart, ég var spurður hvort strákur úr skólanum mætti hoppa upp á svið með mér og láta eins og hálfviti, þetta reyndist vera hann Arnór – þessu balli var síðan reyndar frestað, þetta var sem sagt hið fræga „Gillz ball“ sem var mikið í fréttum á þessum tíma.“ Ballið sem um ræðir var umtalað ball þar sem DJ Muscleboy, eða Egill Einarsson, Gillzenegger, átti að koma fram en var aflýst eftir þrýsting frá femínistafélagi skólans. Gamalt máltæki segir að upp úr aflýstum böllum spretti oft önnur og jafnvel betri böll. „Það var í apríl að Arnór hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka upp leika frá því árinu áður og ég sagði auðvitað já. Við fengum „budget“ og fórum þá eiginlega að fíflast – þetta var hálfgert maníukast sem varði í þrjá daga þar sem við vorum að leigja hoppukastala, reykbyssur, konfettí og eitthvert bull.“ Ballið sló í gegn og svo mikið að framleidd var hálftíma löng stuttmynd um það. Sirka svona verður stemmingin í Sjallanum á laugardaginn.Þá var úr vöndu að ráða fyrir Snorra og Arnór: Hvað áttu þeir að gera við frægðina og framann? Úr varð að þeir ákváðu að halda í mekka skemmtanalífs Norðurlands, jafnvel landsins alls, Sjallann. „Akureyri er einn af mínum uppáhaldsstöðum að spila á og þangað ætlum við með alls konar leikmuni og hálfvitaskap í farteskinu.“ Og giggið hefur verið kynnt með stuttum leikþætti sem má finna á viðburðinum á Facebook. „Við verðum allir í ákveðnum karakter þarna. Axel, sem er að skipuleggja þetta með okkur, verður í ljónabúningi og ég verð mjög reiður allan tímann. Þetta verður tekið alla leið.“ Snorri segir að hluti af þessu sé viðleitni hans til að taka plötusnúðamenninguna alla leið, að búa til stóra viðburði þar sem plötusnúðar eru á aðalhlutverki eins og tíðkast víða erlendis – en hann segir fyrirmyndir þeirra í þessu reivi vera meira „commercial“ á borð við alla risa plötusnúðana sem til að mynda skemmta reglulega í Las Vegas. „Hér á Íslandi erum við litlu hjálparmennirnir hjá röppurunum… ekki að ég hati það, þvert á móti, en það er bara kominn tími til þess að við upphefjum þennan DJ-kúltúr, og sömuleiðis reivið. Nú er hipphopp aðeins að dala eftir þessa bylgju síðasta sumar og þá ætla ég að koma sterkur inn með reivið í staðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira