Sagan á bakvið nafnið: Fyrst bar og svo bjór hjá Sigga dúllu Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2018 15:15 Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. „Þegar ég er kringum tuttugu ára var ég alltaf að vinna á vellinum í Garðabæ og allt í einu byrjar töluvert yngri strákur að mæta á svæðið til að vera með okkur,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri, hjá Víking brugghús, en nú er kominn út nýr lagerbjór sem ber einfaldlega nafnið Dúllan. Hilmar á í raun nafnið Siggi dúlla en Sigurður Sveinn Þórðarson hefur verið búningastjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í mörg ár. Siggi dúlla er algjör þjóðargersemi. „Þarna kemur harðduglegur drengur á hverjum einasta degi og ég held að hann hafi verið sirka fjórtán ára á þessum tíma. Hann var ekki einu sinni á launaskrá. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig Siggi leit út 14 ára, ekkert eðlilega mikil dúlla. Ef Siggi var ekki á svæðinu fóru menn fljótlega að velta því fyrir sér hvar dúllan væri og vorum við aðeins grínast með það nafn. Hægt og rólega festist það bara við hann. Maður er oft að stríða honum að hann væri ekki búningastjóri hjá landsliðinu ef hann væri bara Siggi Þórðar,“ segir Hilmar og bætir við að það hafi alltaf staðið til að gefa út sérstakan HM bjór fyrir sumarið.Siggi dúlla kominn með kassa í hönd og sáttur.„Það var eitthvað svo fyrirsjáanlegt að koma með Húh-bjórinn eða Fyrir Ísland, eða jafnvel bara Aron eða Gylfi. Við ákváðum að fara aðra leið og byrjuðum að ræða við Sigga fyrir þó nokkru síðan. Þetta er maðurinn á bakvið tjöldin, svona maður fólksins og meðalljón eins og við hin.“ Dúllan er bruggaður í hefðbundnum suður-þýskum Pils stíl með örlitlum amerískum snúning. Notaðir eru þýskir eðal aroma humlar í grunninn og svo er þurrhumlað í lokin með bragðmiklum bandarískum humlum til að ná fram einstökum frískleika og bragði. Hilmar er vörumerkjastjóri Víking brugghús.vísir/gvaBjórinn fer í sölu í ÁTVR um helgina. „Siggi dúlla er mikill lagermaður og vill helst ekkert flækja hlutina með einhverjum voða fínum IPA bjórum. Því er Dúllan bara venjulegur lagerbjór eins og okkar maður vill helst.“ Á Samsung-vellinum í Garðbæ má einnig finna Dúllubarinn sem var skýrður í höfuðið á Sigurði Sveini Þórðarsyni en Ástríðan í Pepsi-mörkunum leit þar við á dögunum og má sjá það innslag hér að neðan. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
„Þegar ég er kringum tuttugu ára var ég alltaf að vinna á vellinum í Garðabæ og allt í einu byrjar töluvert yngri strákur að mæta á svæðið til að vera með okkur,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri, hjá Víking brugghús, en nú er kominn út nýr lagerbjór sem ber einfaldlega nafnið Dúllan. Hilmar á í raun nafnið Siggi dúlla en Sigurður Sveinn Þórðarson hefur verið búningastjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í mörg ár. Siggi dúlla er algjör þjóðargersemi. „Þarna kemur harðduglegur drengur á hverjum einasta degi og ég held að hann hafi verið sirka fjórtán ára á þessum tíma. Hann var ekki einu sinni á launaskrá. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig Siggi leit út 14 ára, ekkert eðlilega mikil dúlla. Ef Siggi var ekki á svæðinu fóru menn fljótlega að velta því fyrir sér hvar dúllan væri og vorum við aðeins grínast með það nafn. Hægt og rólega festist það bara við hann. Maður er oft að stríða honum að hann væri ekki búningastjóri hjá landsliðinu ef hann væri bara Siggi Þórðar,“ segir Hilmar og bætir við að það hafi alltaf staðið til að gefa út sérstakan HM bjór fyrir sumarið.Siggi dúlla kominn með kassa í hönd og sáttur.„Það var eitthvað svo fyrirsjáanlegt að koma með Húh-bjórinn eða Fyrir Ísland, eða jafnvel bara Aron eða Gylfi. Við ákváðum að fara aðra leið og byrjuðum að ræða við Sigga fyrir þó nokkru síðan. Þetta er maðurinn á bakvið tjöldin, svona maður fólksins og meðalljón eins og við hin.“ Dúllan er bruggaður í hefðbundnum suður-þýskum Pils stíl með örlitlum amerískum snúning. Notaðir eru þýskir eðal aroma humlar í grunninn og svo er þurrhumlað í lokin með bragðmiklum bandarískum humlum til að ná fram einstökum frískleika og bragði. Hilmar er vörumerkjastjóri Víking brugghús.vísir/gvaBjórinn fer í sölu í ÁTVR um helgina. „Siggi dúlla er mikill lagermaður og vill helst ekkert flækja hlutina með einhverjum voða fínum IPA bjórum. Því er Dúllan bara venjulegur lagerbjór eins og okkar maður vill helst.“ Á Samsung-vellinum í Garðbæ má einnig finna Dúllubarinn sem var skýrður í höfuðið á Sigurði Sveini Þórðarsyni en Ástríðan í Pepsi-mörkunum leit þar við á dögunum og má sjá það innslag hér að neðan.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira