Lífið

Emmsjé Gauti gerði allt vitlaust í Jarðböðunum á Mývatni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónleikarnir heppnuðust vel.
Tónleikarnir heppnuðust vel.
Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í síðustu viku en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. Hér fyrir neðan má sjá sjötta þáttinn.

Í þetta skiptið var förinni heitið á Mývatn og voru þeir félagar mjög tæpir á bensíni á leiðinni og urðu þeir bensínlausir nokkur hundruð metrum frá bensínstöð. Ekkert annað í stöðunni en að ýta bílnum alla leið.

Tónleikarnir fóru fram í Jarðböðunum á Mývatni og má sjá hér að neðan hvernig til tókst.

Stebbi Jak, söngvarinn í Dimmu, bauð drengjunum að gista hjá sér og fór greinilega vel um gengið.


Tengdar fréttir

Prinsinn krýndi Gauta konung kvöldsins

Næsti viðkomustaður Gauta á hringferð hans um landið var konungshöllin á Karlsstöðum í Berufirði þar sem Prins Póló og eiginkona hans ráða ríkjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.