Innlent

Innbrotsþjófarnir játuðu

Birgir Olgeirsson skrifar
Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún.
Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún. Vísir/Vilhelm
Tveir einstaklingar hafa gengist við því að hafa brotist inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi aðfaranótt síðastliðins miðvikudags. Telst málið upplýst af hálfu lögreglu.

Gullsmiðjan er í eigu gullsmiðsins Óla Jóhanns Daníelssonar en síðastliðinn fimmtudag bárust óljósar fregnir af því að þjófarnir væru fundnir.

Það var rétt rúmlega fjögur aðfaranótt miðvikudags sem Óli Jóhann fékk símtal frá Securitas þar sem honum var tilkynnt um innbrotið. Þegar hann mætti á vettvang skömmu síðar mættu honum brotnar rúður, skápar, turnar og afgreiðsluborð.

Gullsmiðjan verður 25 ára gömul í mánuðinum en á þeim tíma hefur sex sinnum verið brotist inn í verslunina.

Óli sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að um mikið tjón væri að ræða. Bæði höfðu þjófarnir mikið þýfi á brott og skemmdu talsvert af skartgripum þegar þeir brutu glerskápa og turna. Þá voru einnig miklar skemmdir unnar á innréttingum í versluninni sem og tvær rúður brotnar.


Tengdar fréttir

Segja innbrotsþjófana fundna

Búið er að finna þá sem brutust inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi aðfaranótt miðvikudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×