Lífið

Prinsinn krýndi Gauta konung kvöldsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Emmsjé Gauti og Prins Póló á sviðinu.
Emmsjé Gauti og Prins Póló á sviðinu. Vísir
Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í vikunni en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. Hér fyrir neðan má sjá þriðja þáttinn.

Gauti hélt tónleika í Eyjum í fyrrakvöld í rífandi stemmingu en þeir þurfti að taka gærdaginn snemma til þess að koma sér aftur á meginlandið. Herjólfur klukkan 8.15, engin miskun. Næsti viðkomustaður var konungshöllin á Karlsstöðum í Berufirði þar sem Prins Póló og eiginkona hans ráða ríkjum.

„Við tók það sem við héldum að væri 6 tíma akstur en endaði í 10 tímum. Stemmningin var misjöfn, við getum orðað það þannig. Við vorum að finna tempóið í gær. Við mættum á Karlsstaði í bulsuveislu í boðið Prins Póló og Berglindar og spiluðum svo frábært gigg,“ segir Gauti.

Eftir tónleikana tók við óvissuferð í boði Prins Póló.

„Eftir tónleikana bauð prinsinn okkur í óvissuferð, hann tók okkur upp í pallbílinn sinn og byrjaði að keyra með okkur inn í þokuna. Það var svosem ekkert óeðlilegt við það fyrir utan rifilinn sem hann var með á sér og var ekkert búinn að nefna. En við enduðum bara í mjög næs stemmningu niður á strönd þar sem Prinsinn tendraði varðeld handa okkur og við skutum nokkrum skotum í sjóinn,“ segir Gauti.

Í kvöld eru tónleikar á Egilsstöðum en hér fyrir neðan má sjá þriðja þáttinn í þáttaröð Gauta.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.