Fyrstu Rakarastofuráðstefnurnar haldnar í Afríku Heimsljós kynnir 3. desember 2018 13:15 Þátttakendur á Rakarastofuráðstefnunni í Lilongve. UN Women. „Tími þöggunar er liðinn, nú þurfum við að beita okkur gegn ofbeldi gagnvart konum og stúlkum. Konurnar sem verða fyrir ofbeldi eru eiginkonur okkar, systur, dætur og frænkur. Þess vegna þurfum við að standa saman og berjast gegn ofbeldinu,“ sagði Moses Chimphepo héraðsstjóri Mangochi í Malaví á Rakarastofuráðstefnu í síðustu viku.Moses Chimphepo héraðsstjóri Mangochi.UN Women.Sendiráð Íslands, UN Women í Malaví og landsnefnd UN Women á Íslandi stóðu að tveimur Rakarastofuráðstefnum, þeim fyrstu í Afríku. Sú fyrri var haldin í Mangochi, samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og sú síðari í höfuðborginni, Lilongve. Alls sóttu ráðstefnurnar um 140 manns, embættismenn, héraðs- og þorpshöfðingar, þingmenn og trúarleiðtogar. „Ræða Moses Chimphepo var sérstaklega áhrifamikil en hann hvatti karlmenn og stráka í héraðinu sérstaklega til að beita sér í jafnréttismálum og tók sérstaklega fram að á sama tíma og ráðstefnan færi fram væri sextán daga átak um allan heim gegn kynbundnu ofbeldi. Héraðsstjórinn endaði ræðu sína á að þakka íslenskum stjórnvöldum sérstaklega fyrir stuðninginn undanfarin þrjátíu ár,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Lilongve.Ágústa Gísladóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongve og Lilja Dóra Kolbeinsdóttir verkefnastjóri.UN Women.Ágústa Gísladóttir forstöðukona sendiráðsins í Malaví setti ráðstefnuna í Lilongve og undirstrikaði mikilvægi kvenna í stjórnmálum. Einnig lýsti hún því hvernig kvennabaráttan hafi eflst á Íslandi með kjöri frú Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta árið 1980. Unnsteinn Manuel Stefánsson, verndari UN Women á Íslandi, tók þátt í ráðstefnunni, og sýndi brot úr sjónvarpsþætti sínum Hæpið sem fjallar um hlut karla og stráka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti við góðar undirtektir viðstaddra. Starfskonur landsnefndar UN Women á Íslandi, Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra og Marta Goðadóttir kynningar- herferðarstýra þjálfuðu umræðustjóra fyrir umræðuhópana. Fyrrverandi nemar Jafnréttisskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi voru meðal umræðustjóra.Unnsteinn Manuel Stefánsson og Dr. Zindaba Chisiza frá Háskóla Malaví, Chancellor Collage í Blantyre. Hann er HeForShe champion hjá UN Women Malaví og var fundarstjóri á báðum viðburðunum.UN Women.Þátttakendur beggja Rakarastofuviðburðanna (Barbershop) tóku virkan þátt í umræðum og karlmenn sem sóttu ráðstefnuna skuldbundu sig til að beita sér fyrir kynjajafnrétti. Frá því að fyrsta Barbershop-ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í janúar 2015 hafa hátt í 2500 manns tekið þátt í Rakarastofuviðburðum á vegum utanríkisráðuneytisins, þar af ríflega helmingur karlar. Slíkir viðburðir hafa meðal annars farið fram á vettvangi alþjóðastofnana, á Alþingi og meðal starfsmanna í utanríkisráðuneytinu. Fyrirhugað er að halda slíkan viðburð hjá Alþjóðabankanum á næsta ári. Verkfærakistu verkefnisins má nálgast hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
„Tími þöggunar er liðinn, nú þurfum við að beita okkur gegn ofbeldi gagnvart konum og stúlkum. Konurnar sem verða fyrir ofbeldi eru eiginkonur okkar, systur, dætur og frænkur. Þess vegna þurfum við að standa saman og berjast gegn ofbeldinu,“ sagði Moses Chimphepo héraðsstjóri Mangochi í Malaví á Rakarastofuráðstefnu í síðustu viku.Moses Chimphepo héraðsstjóri Mangochi.UN Women.Sendiráð Íslands, UN Women í Malaví og landsnefnd UN Women á Íslandi stóðu að tveimur Rakarastofuráðstefnum, þeim fyrstu í Afríku. Sú fyrri var haldin í Mangochi, samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og sú síðari í höfuðborginni, Lilongve. Alls sóttu ráðstefnurnar um 140 manns, embættismenn, héraðs- og þorpshöfðingar, þingmenn og trúarleiðtogar. „Ræða Moses Chimphepo var sérstaklega áhrifamikil en hann hvatti karlmenn og stráka í héraðinu sérstaklega til að beita sér í jafnréttismálum og tók sérstaklega fram að á sama tíma og ráðstefnan færi fram væri sextán daga átak um allan heim gegn kynbundnu ofbeldi. Héraðsstjórinn endaði ræðu sína á að þakka íslenskum stjórnvöldum sérstaklega fyrir stuðninginn undanfarin þrjátíu ár,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Lilongve.Ágústa Gísladóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongve og Lilja Dóra Kolbeinsdóttir verkefnastjóri.UN Women.Ágústa Gísladóttir forstöðukona sendiráðsins í Malaví setti ráðstefnuna í Lilongve og undirstrikaði mikilvægi kvenna í stjórnmálum. Einnig lýsti hún því hvernig kvennabaráttan hafi eflst á Íslandi með kjöri frú Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta árið 1980. Unnsteinn Manuel Stefánsson, verndari UN Women á Íslandi, tók þátt í ráðstefnunni, og sýndi brot úr sjónvarpsþætti sínum Hæpið sem fjallar um hlut karla og stráka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti við góðar undirtektir viðstaddra. Starfskonur landsnefndar UN Women á Íslandi, Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra og Marta Goðadóttir kynningar- herferðarstýra þjálfuðu umræðustjóra fyrir umræðuhópana. Fyrrverandi nemar Jafnréttisskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi voru meðal umræðustjóra.Unnsteinn Manuel Stefánsson og Dr. Zindaba Chisiza frá Háskóla Malaví, Chancellor Collage í Blantyre. Hann er HeForShe champion hjá UN Women Malaví og var fundarstjóri á báðum viðburðunum.UN Women.Þátttakendur beggja Rakarastofuviðburðanna (Barbershop) tóku virkan þátt í umræðum og karlmenn sem sóttu ráðstefnuna skuldbundu sig til að beita sér fyrir kynjajafnrétti. Frá því að fyrsta Barbershop-ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í janúar 2015 hafa hátt í 2500 manns tekið þátt í Rakarastofuviðburðum á vegum utanríkisráðuneytisins, þar af ríflega helmingur karlar. Slíkir viðburðir hafa meðal annars farið fram á vettvangi alþjóðastofnana, á Alþingi og meðal starfsmanna í utanríkisráðuneytinu. Fyrirhugað er að halda slíkan viðburð hjá Alþjóðabankanum á næsta ári. Verkfærakistu verkefnisins má nálgast hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent