H&M x Love Stories undirfatalína væntanleg í ágúst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. júní 2018 11:30 Línan verður fáanleg í verslunum hér á landi. Mynd/H&M H&M var að kynna sitt fyrsta samstarf við undirfatahönnuð en það er undirfatamerkið Love Stories sem hlýtur þann heiður. Merkið er frá Amsterdam og var stofnað árið 2013 af Marloes Hoedeman. Love Stories er þekkt fyrir litrík munstur, blöndu af ólíkum stílum og þægilega hönnun. H&M x Love Stories línan mun samanstanda af klassískum Love Stores-flíkum sem hannaðar eru í samstarfi við hönnunarteymi H&M. Línan fer í sölu um miðjan ágúst um allan heim, þar á meðal í verslunum H&M á Íslandi. H&M x Love Stories er lína sem samanstendur af fallegum og þægilegum brjóstahöldurum, þvengum og nærbuxum, ásamt náttfötum, augnmaska, sokkum og sérstökum geymslupoka úr blúndu, satín og pólíamíð samkvæmt upplýsingum frá H&M.Undirföt fela í sér tjáningu og stíl „Undirfatnaður hefur alltaf verið mikilvægur hluti af tískunni. Með þessu samstarfi viljum við sýna að þrátt fyrir að undirföt sjáist ekki alla jafna, fela þau í sér jafn mikla tjáningu og stíl og þau klæði sem maður ber utan á sér. Því fannst okkur Love Stories passa fullkomlega við okkur. Við höfum lengi dáðst að Marloes fyrir drifkraftinn og auðvitað hönnun hennar. Það gleður okkur því mikið að fá að taka þátt í þessu samstarfsverkefni“ segir Pernilla Wohlfart, yfirhönnuður H&M um línuna. Hönnunin er samstarfsverkefni á milli Love Stories og hönnunarteymis H&M og bera allar flíkurnar klassísk Love Stories munstur og litasamsetningar sem Hoedeman kallar gjarnan „fullkomið ósamræmi“. Hlébarðamunstur, stjörnur og blómahaf er blandað saman við blúndur, rendur og pífur. Litapalletta línunnar er rykbleikur, svartur og olívugrænn. Öll flíkum línunnar má blanda saman og veita þannig notandanum færi til að setja saman sinn eigin persónulega stíl.Mynd/H&M„Samstarfið á milli Love Stories og H&M er eins og ástarsamband. Frá fyrsta degi einkenndist samstarfið af gagnkvæmni virðingu og það var góð orka í teyminu – það var augljóst að við pössuðum ótrúlega vel saman. Línan er þróuð út frá hinum klassísku Love Stories-undirfötum, brjóstahaldarar og nærbuxur, þar sem mismunandi munstrum og litum er blandað saman svo úr verður skemmtileg blanda af ólíkum stílum“ segir Marloes Hoedeman, stofnandi Love Stories. Tíska og hönnun Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
H&M var að kynna sitt fyrsta samstarf við undirfatahönnuð en það er undirfatamerkið Love Stories sem hlýtur þann heiður. Merkið er frá Amsterdam og var stofnað árið 2013 af Marloes Hoedeman. Love Stories er þekkt fyrir litrík munstur, blöndu af ólíkum stílum og þægilega hönnun. H&M x Love Stories línan mun samanstanda af klassískum Love Stores-flíkum sem hannaðar eru í samstarfi við hönnunarteymi H&M. Línan fer í sölu um miðjan ágúst um allan heim, þar á meðal í verslunum H&M á Íslandi. H&M x Love Stories er lína sem samanstendur af fallegum og þægilegum brjóstahöldurum, þvengum og nærbuxum, ásamt náttfötum, augnmaska, sokkum og sérstökum geymslupoka úr blúndu, satín og pólíamíð samkvæmt upplýsingum frá H&M.Undirföt fela í sér tjáningu og stíl „Undirfatnaður hefur alltaf verið mikilvægur hluti af tískunni. Með þessu samstarfi viljum við sýna að þrátt fyrir að undirföt sjáist ekki alla jafna, fela þau í sér jafn mikla tjáningu og stíl og þau klæði sem maður ber utan á sér. Því fannst okkur Love Stories passa fullkomlega við okkur. Við höfum lengi dáðst að Marloes fyrir drifkraftinn og auðvitað hönnun hennar. Það gleður okkur því mikið að fá að taka þátt í þessu samstarfsverkefni“ segir Pernilla Wohlfart, yfirhönnuður H&M um línuna. Hönnunin er samstarfsverkefni á milli Love Stories og hönnunarteymis H&M og bera allar flíkurnar klassísk Love Stories munstur og litasamsetningar sem Hoedeman kallar gjarnan „fullkomið ósamræmi“. Hlébarðamunstur, stjörnur og blómahaf er blandað saman við blúndur, rendur og pífur. Litapalletta línunnar er rykbleikur, svartur og olívugrænn. Öll flíkum línunnar má blanda saman og veita þannig notandanum færi til að setja saman sinn eigin persónulega stíl.Mynd/H&M„Samstarfið á milli Love Stories og H&M er eins og ástarsamband. Frá fyrsta degi einkenndist samstarfið af gagnkvæmni virðingu og það var góð orka í teyminu – það var augljóst að við pössuðum ótrúlega vel saman. Línan er þróuð út frá hinum klassísku Love Stories-undirfötum, brjóstahaldarar og nærbuxur, þar sem mismunandi munstrum og litum er blandað saman svo úr verður skemmtileg blanda af ólíkum stílum“ segir Marloes Hoedeman, stofnandi Love Stories.
Tíska og hönnun Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira