Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2018 11:45 Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Vísir/Anton Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við almennar auglýsingar út árið. Þetta veldur því að sum fyrirtæki eru að eyða öllu sínu markaðsfé fyrir árið hjá RÚV. Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV.Ryksuga upp allt auglýsingafé Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar segir að litlir einkareknir fjölmiðlar sem reiði sig á auglýsingatekjur berjist í bökkum vegna framgöngu RÚV sem hafi ryksugað upp auglýsingafé í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Rætt var við hann í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun (frá 1:30:31). „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum. Vandinn er hins vegar sá að stjórnmálin hafa ekki haft nokkurn áhuga á að taka þátt í því að laga þetta ójafnvægi á markaðnum. Fyrir vikið hefur þetta verið svona um langt árabil hvort heldur sem hægrimenn hafa verið í menntamálaráðuneytinu, vinstrimenn eða núna miðjumenn,“ sagði Sigmundur Ernir í Bítinu. Hann sagði aðspurður að stjórnmálamenn hefðu ekki hugrekki til að taka á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segist hafa mikla trú á því að Lilja geri eitthvað til að bregðast við þeim ójafna leik sem þrífst á markaði fyrir auglýsingar í íslenskum fjölmiðlum. Stjórnendur einkarekinna fjölmiðla saka RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði.VísirSigmundur Ernir sagði að RÚV nyti mjög mikils velvilja hjá þjóðinni enda framleiddi stofnunin mjög gott efni. „Þeir eru samnefnarinn í íslenskri fjölmiðlasögu og ég vil ekki halla neitt á hlutverk RÚV sem menningarmiðils en þegar kemur að kostun og fjármögnun, fyrir utan auglýsingar og beina auglýsingasölu, þá getur ríkið ekki farið harðast fram í auglýsingasölu eins og kemur fram í öllum þessum HM-pökkum sem þeir eru að bjóða,“ sagði Sigmundur Ernir. Hann sagðist hafa mikla trú á Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra jafnvel þótt enginn annar stjórnmálamaður hefði haft hugrekki til að taka á þessum vanda. „Ég hef fulla trú á því að hún geti gengið í verkið og ég held að hún sé kannski sá stjórnmálamaður sem sé næstur því að gera eitthvað í málinu.“ Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við almennar auglýsingar út árið. Þetta veldur því að sum fyrirtæki eru að eyða öllu sínu markaðsfé fyrir árið hjá RÚV. Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV.Ryksuga upp allt auglýsingafé Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar segir að litlir einkareknir fjölmiðlar sem reiði sig á auglýsingatekjur berjist í bökkum vegna framgöngu RÚV sem hafi ryksugað upp auglýsingafé í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Rætt var við hann í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun (frá 1:30:31). „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum. Vandinn er hins vegar sá að stjórnmálin hafa ekki haft nokkurn áhuga á að taka þátt í því að laga þetta ójafnvægi á markaðnum. Fyrir vikið hefur þetta verið svona um langt árabil hvort heldur sem hægrimenn hafa verið í menntamálaráðuneytinu, vinstrimenn eða núna miðjumenn,“ sagði Sigmundur Ernir í Bítinu. Hann sagði aðspurður að stjórnmálamenn hefðu ekki hugrekki til að taka á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segist hafa mikla trú á því að Lilja geri eitthvað til að bregðast við þeim ójafna leik sem þrífst á markaði fyrir auglýsingar í íslenskum fjölmiðlum. Stjórnendur einkarekinna fjölmiðla saka RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði.VísirSigmundur Ernir sagði að RÚV nyti mjög mikils velvilja hjá þjóðinni enda framleiddi stofnunin mjög gott efni. „Þeir eru samnefnarinn í íslenskri fjölmiðlasögu og ég vil ekki halla neitt á hlutverk RÚV sem menningarmiðils en þegar kemur að kostun og fjármögnun, fyrir utan auglýsingar og beina auglýsingasölu, þá getur ríkið ekki farið harðast fram í auglýsingasölu eins og kemur fram í öllum þessum HM-pökkum sem þeir eru að bjóða,“ sagði Sigmundur Ernir. Hann sagðist hafa mikla trú á Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra jafnvel þótt enginn annar stjórnmálamaður hefði haft hugrekki til að taka á þessum vanda. „Ég hef fulla trú á því að hún geti gengið í verkið og ég held að hún sé kannski sá stjórnmálamaður sem sé næstur því að gera eitthvað í málinu.“
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira