Færeyingar eru miklir stuðningsmenn Íslendinga á heimsmeistaramótinu og voru margir klæddir landsliðstreyjum Íslands með fána á lofti.
Sjá einnig: Stór hluti Færeyinga styður Ísland á HM
Fyrir leik voru söngatriði og mikil stemning í hópnum. Veðrið lék við Færeyinga í dag og má búast við svipaðri stemningu í bænum þegar Ísland mætir Nígeríu á föstudag, en leikir Íslands verða sýndir í miðbænum út mótið.
Hér að neðan má sjá myndir frá Þórshöfn í dag sem ljósmyndarinn Sverri Egholm tók fyrir portal.fo.






