Öndunin er uppspretta orkunnar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. júní 2018 15:45 Nicolai Engelsbrecht. vísir/anton brink Skælbrosandi og hlýlegt andlit tekur á móti blaðamanni á veitingastað í Reykjavík á grábjörtum degi. Nicolai er kominn hingað til lands í því skyni að reyna að fá inni í fangelsunum með sérstakt betrunarprógramm fyrir fanga sem nefnist Prison SMART (e. stress management and rehabilitation training). Í vikunni fór Nicolai á fund með fangelsismálayfirvöldum og gekk sá fundur vel. „Vel var tekið í hugmynd mína og mér sýndist vera mikill áhugi, en ekki var hægt að gefa mér svar alveg strax. Ég er hins vegar vongóður,“ segir Nicolai. „Ég veit að það er skortur á þjónustu til fanga hér á landi. Ég tel að Prison SMART muni hafa mikil og góð áhrif ef ég fæ að vinna með föngunum hér á landi.“ Prison SMART gengur út á að nýta öndun til að leita inn á við, losa um streituvalda og erfiða lífsreynslu. Sjálfur hefur hann undanfarin ár unnið í fangelsum í London, Lúxemborg, Danmörku og Svíþjóð og hefur náð miklum árangri. Prison SMART stuðlar að því að umbreyta hugsunum, viðhorfum og hegðun fanga og rjúfa þannig vítahring ofbeldis í samfélögum. „Með sérstökum öndunaræfingum, líkamsþjálfun, þekkingu og færniþjálfun verða fangar meðvitaðir um eigið sjálf. Þannig geta þeir sleppt taki á neikvæðum tilfinningum, uppsafnaðri streitu og eyðileggjandi hegðun og náð valdi á eigin lífi,“ segir Nicolai. „Öndun er ein mikilvægasta orkuuppsprettan sem við eigum. Fólk lítur á öndun sem sjálfsagðan hlut, og þykir jafnvel erfitt að trúa því hversu mikil áhrif öndunaræfingar geta haft. En ef við drögum ekki andann, þá deyjum við. Þetta er svo augljóst.“ Prison SMART var sett á laggirnar í Bandaríkjunum árið 1992 og hefur farið víða, til yfir 50 landa á heimsvísu. Um er að ræða frjáls félagasamtök og renna um 80 prósent af ágóða í góðgerðarmál. Rest fer í að fjármagna ferðir kennara, líkt og ferð Nicolais hingað til lands. Hátt í 300.000 fangar hafa notið góðs af þessu verkefni og tölfræðin sýnir fram á mikinn árangur.Missti augað í sýruárás Tæplega tvítugur var Nicolai langt leiddur í fíkniefnaneyslu í undirheimum Kaupmannahafnar. „Ég ákvað að læra kokkinn eftir grunnskóla og fór að vinna á veitingastað 17 ára gamall. Ég byrjaði fljótlega að drekka mikið og taka mikið kókaín, líkt og margir í þessum bransa eiga til,“ segir Nicolai. „Margir vinir mínir voru á þessari bylgjulengd, að nota kók í stöðugum partíhöldum og teknótónlist. Þegar ég var 18 ára ákvað ég að mig langaði bara að taka skrefið að fullu og þá byrjaði ég að selja eiturlyf.“ Nicolai var snöggur að klífa metorðastigann í undirheimunum og hann varð fljótlega hluti af skipulögðum glæpasamtökum. Líf hans einkenndist af mikilli neyslu, ofbeldi og stanslausu djammi. „Eitt af þessum partíkvöldum endaði á annan hátt en venjulega. Ég var að ganga frá einum klúbbi til annars þegar maður réðst á mig. Ég vildi ekki selja honum eiturlyf og þá skvetti hann framan í mig sýru. Sársaukinn var gríðarlegur. Húðin á mér fuðraði upp og ég missti strax sjónina á báðum augum, sá bara skært hvítt ljós.“ Nicolai lá á spítala í þrjá mánuði eftir árásina sem var mikill skellur og vakning um að breyta um lífsstíl. „Þegar ég kom upp á spítala var ég hvattur til að gráta, þar sem saltvatnið í tárum mínum gæti hjálpað til við hreinsun og bataferli augnanna. En ég bara gat ekki grátið, þó ég reyndi. Ég var svo reiður.“ Það er í raun kraftaverk að hann hafi fengið sjónina til baka á öðru auganu. Læknarnir töldu afar litlar líkur á því. Hann náði þó fullum bata á vinstra auga en hægra augað varð að fjarlægja. „Ég missti hins vegar hægra augað og er með gerviauga í dag. Það var ákveðin vakning og ég man að ég hugsaði allan tímann sem ég lá á spítalanum að nú yrði ég að hætta þessu og breyta um lífsstíl,“ segir Nicolai. „Löngunin var sannarlega til staðar þegar ég útskrifaðist af spítalanum. Það var aftur á móti ekkert sem tók á móti mér annað en mitt gamla líf. Engin tæki eða tól sem ég gat nýtt mér til þess að breyta um stefnu. Ég fór því bara aftur í sama far.“Dagurinn sem lífið breyttist Nicolai var sorgmæddur í hjarta og reiður eftir árásina. Hann varð árásargjarnari í hegðun og tóku félagar hans eftir því. Háttsettur og þekktur aðili í undirheimunum tók hann á tal og sagði að hann ætti að íhuga að fara á aðra braut. „Ég hafði þekkt þennan mann lengi. Hann er faðir vinar míns og var mér einnig sem faðir í þessu óheilbrigða lífi. Hann nálgaðist mig og sagði að ég væri að hegða mér undarlega, að ég væri algjörlega farinn. Það kom mér á óvart. Ég hugsaði með mér að ef þessi maður segði að ég væri búinn að missa mig í ofbeldishneigð, þá hlyti eitthvað mikið að vera að,“ segir Nicolai sem hafði reynt að fara til sálfræðings og leita sér hjálpar víða en ekkert virkaði. „Ég hélt ég að hefði allt til brunns að bera. Ég átti fína íbúð í Kaupmannahöfn og aðra í Amsterdam. En ég var alltaf einmana og þunglyndur. Mér leið aldrei vel. Ég hélt áfram í þessu rugli í eitt ár þangað til sami maður fór með mig í bíltúr. Við vorum búnir að keyra í svona hálftíma og vorum komnir aðeins út fyrir Kaupmannahöfn þegar ég áttaði mig og spurði hvað við værum að gera. Hann svaraði mér að við værum að fara á fund með félaga hans. Ég kippti mér ekki upp við það. Þetta var síðasti dagurinn sem ég notaði eiturlyf. Líf mitt breyttist til frambúðar á þessum degi.“ Þeir renndu í hlað við hús skammt frá Kaupmannahöfn. Þar tók á móti þeim stæltur maður í jógaklæðum og spurði hvort þeir væru þarna til að taka þátt í Breath SMART prógramminu. „Vinur minn svaraði já, hátt og snjallt og ég stóð bara og klóraði mér í hausnum yfir þessu. Svo fórum við inn. Vinur minn sagðist þurfa að skreppa á klósettið en keyrði svo bara í burtu og skildi mig eftir, ekki með bíl eða neitt,“ segir Nicolai og hlær. „Ég verð honum ævinlega þakklátur. Hann bjargaði lífi mínu.“Tolli og Nicolai heimsóttu nýja fangelsið saman í vikunni. Tolli segist afar hrifinn af hugmyndum Nicolais og Prison SMART.Kennarinn hvatti hann áfram Nicolai kemur frá öruggu og góðu heimili, ekki brotnu, sem er gjarnan ein af ástæðum þess að fólk leiðist út í rugl. Fjölskylda hans er upp til hópa listafólk og að hans sögn afskaplega ljúft og gott fólk en lífið er alls konar og það getur verið erfitt og ósanngjarnt. „Ég var átta ára þegar æskuvinur minn varð fyrir bíl og lét lífið. Það hafði gríðarleg áhrif á mig og ég spurði mikið um það hvers vegna hann hefði dáið. Ég fór að velta alls konar hlutum fyrir mér og spurði um tilgang lífsins, hvað gerðist eftir dauðann og hvers vegna ég hefði ekki dáið frekar en hann. Vissulega gat enginn svarað þessum spurningum, og ekki enn þann dag í dag. Þegar ég var 12 ára lést frændi minn úr lungnasjúkdómi og þar með hafði ég misst tvo ástvini á stuttum tíma.“ Nicolai fór að standa sig verr í skóla og varð eirðarlaus. Hann segir það líklegt að hann hefði greinst með ADHD ef hann hefði fengið að fara í greiningu en fékk í staðinn stimpil frá kennurum sínum um að vera vandræðagemlingur. „Ég fékk oft að heyra það að ég væri óþekkur krakki, vondur krakki, gæti ekki lært eða hlustað og væri almennt til trafala. Ég fór í kjölfarið að sækjast í félagsskap sem ég tengdi við á þessum nótum. Ef þú heyrir svona hluti stöðugt um þig frá fullorðnum einstaklingum þegar þú ert barn, þá ferðu að trúa þeim.“ Nicolai ílengdist með Breath SMART félögum og fór fljótt að aðstoða við ýmislegt í tengslum við hugmyndafræðina. Kennarinn hans hvatti hann til að halda fyrirlestur um lífsreynslu sína. Hann fór í kjölfarið að tala við fólk og ungmenni í forvarnarskyni. „Ég hafði verið að hjálpa honum með námskeiðin, taka fram dýnurnar og ganga frá og svona. Eftir að ég var búinn að vera þarna í þrjá mánuði hvatti kennarinn mig til að koma fram opinberlega og segja sögu mína. Ég hafði aldrei staðið fyrir framan fólk og talað áður eða neitt. Ég hætti í skóla 15 ára gamall, svo þetta var algjörlega nýtt fyrir mér. En mér gekk óskaplega vel og fólk tengdi við mig. Ég fór að sjá að ég hafði áhrif á ungt fólk, jafnaldra og einnig eldra fólk og hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem ég ætti kannski að taka mér fyrir hendur.“ Nicolai hélt fyrirlestra í næstum þrjú ár þegar tækifæri kom til að vinna með Prison SMART prógrammið. Hann var þá aðeins 24 ára gamall og var ekki með neina menntun á neinu sviði. En ákvað að taka af skarið og flutti til London. Hann komst í samband við konu sem er kennari í prógramminu og fór að vinna náið með henni. Fljótlega fór hann sjálfur að kenna. „Ég hef unnið með glæpamönnum, ofbeldismönnum, nauðgurum – og það sem er virkilega gefandi er að sjá árangur,“ segir Nicolai. „Einn daginn fékk ég hugboð um að ég ætti að fara til Íslands, sem ég og gerði.“Sækir sér reynslu víða um heim Nicolai fór til Kína á síðasta ári og dvaldi í musteri þar í eitt og hálft ár. Þar lærði hann hugleiðslu, tai chi og qigong. Engir símar voru þar og engin samskipti við umheiminn. Algjör friður og ró í einangrun uppi í fjöllum í Hubei-héraðinu í MiðKína. Þá hefur hann lært hugleiðslu í Indlandi og víðar, lært jóga, tekið þrjátíu daga í þögn og svo mætti lengi telja. „Það er skrítið að tala um þetta núna, því þetta virðist vera svo fjarlægt mér. Mér finnst ég hafa upplifað nokkur líf á mínu stutta lífsskeiði. Það er sérstakt að hugsa til þess. Ég gæti ekki snúið til baka þó ég myndi reyna það,“ segir Nicolai. „Það hafði enginn trú á mér þegar ég tók skrefið að breyta um lífsstíl. Félagar mínir í genginu hlógu bara að mér og sögðu að það væri ekki nokkur leið fyrir mig að breytast. Auðvitað er erfitt fyrir fólk sem er vant því að drekka og nota eiturlyf og lifa ákveðnum lífsstíl að taka aðra stefnu, en það er allt hægt. Við þurfum bara að aðlaga orkuna í líkamanum okkar ákveðinni bylgjulengd. Ég trúi því að allir geti breyst.“ Nicolai verður með vinnustofu í Yoga Shala í Skeifunni 17. júní klukkan 14 og einnig Breath SMART viðburð helgina 21. til 24. júní í Bólstaðarhlíð 43. Nánar um það á Facebook-síðu Art of Living á Íslandi. Nicolai stefnir að því að halda enn fleiri námskeið hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira
Skælbrosandi og hlýlegt andlit tekur á móti blaðamanni á veitingastað í Reykjavík á grábjörtum degi. Nicolai er kominn hingað til lands í því skyni að reyna að fá inni í fangelsunum með sérstakt betrunarprógramm fyrir fanga sem nefnist Prison SMART (e. stress management and rehabilitation training). Í vikunni fór Nicolai á fund með fangelsismálayfirvöldum og gekk sá fundur vel. „Vel var tekið í hugmynd mína og mér sýndist vera mikill áhugi, en ekki var hægt að gefa mér svar alveg strax. Ég er hins vegar vongóður,“ segir Nicolai. „Ég veit að það er skortur á þjónustu til fanga hér á landi. Ég tel að Prison SMART muni hafa mikil og góð áhrif ef ég fæ að vinna með föngunum hér á landi.“ Prison SMART gengur út á að nýta öndun til að leita inn á við, losa um streituvalda og erfiða lífsreynslu. Sjálfur hefur hann undanfarin ár unnið í fangelsum í London, Lúxemborg, Danmörku og Svíþjóð og hefur náð miklum árangri. Prison SMART stuðlar að því að umbreyta hugsunum, viðhorfum og hegðun fanga og rjúfa þannig vítahring ofbeldis í samfélögum. „Með sérstökum öndunaræfingum, líkamsþjálfun, þekkingu og færniþjálfun verða fangar meðvitaðir um eigið sjálf. Þannig geta þeir sleppt taki á neikvæðum tilfinningum, uppsafnaðri streitu og eyðileggjandi hegðun og náð valdi á eigin lífi,“ segir Nicolai. „Öndun er ein mikilvægasta orkuuppsprettan sem við eigum. Fólk lítur á öndun sem sjálfsagðan hlut, og þykir jafnvel erfitt að trúa því hversu mikil áhrif öndunaræfingar geta haft. En ef við drögum ekki andann, þá deyjum við. Þetta er svo augljóst.“ Prison SMART var sett á laggirnar í Bandaríkjunum árið 1992 og hefur farið víða, til yfir 50 landa á heimsvísu. Um er að ræða frjáls félagasamtök og renna um 80 prósent af ágóða í góðgerðarmál. Rest fer í að fjármagna ferðir kennara, líkt og ferð Nicolais hingað til lands. Hátt í 300.000 fangar hafa notið góðs af þessu verkefni og tölfræðin sýnir fram á mikinn árangur.Missti augað í sýruárás Tæplega tvítugur var Nicolai langt leiddur í fíkniefnaneyslu í undirheimum Kaupmannahafnar. „Ég ákvað að læra kokkinn eftir grunnskóla og fór að vinna á veitingastað 17 ára gamall. Ég byrjaði fljótlega að drekka mikið og taka mikið kókaín, líkt og margir í þessum bransa eiga til,“ segir Nicolai. „Margir vinir mínir voru á þessari bylgjulengd, að nota kók í stöðugum partíhöldum og teknótónlist. Þegar ég var 18 ára ákvað ég að mig langaði bara að taka skrefið að fullu og þá byrjaði ég að selja eiturlyf.“ Nicolai var snöggur að klífa metorðastigann í undirheimunum og hann varð fljótlega hluti af skipulögðum glæpasamtökum. Líf hans einkenndist af mikilli neyslu, ofbeldi og stanslausu djammi. „Eitt af þessum partíkvöldum endaði á annan hátt en venjulega. Ég var að ganga frá einum klúbbi til annars þegar maður réðst á mig. Ég vildi ekki selja honum eiturlyf og þá skvetti hann framan í mig sýru. Sársaukinn var gríðarlegur. Húðin á mér fuðraði upp og ég missti strax sjónina á báðum augum, sá bara skært hvítt ljós.“ Nicolai lá á spítala í þrjá mánuði eftir árásina sem var mikill skellur og vakning um að breyta um lífsstíl. „Þegar ég kom upp á spítala var ég hvattur til að gráta, þar sem saltvatnið í tárum mínum gæti hjálpað til við hreinsun og bataferli augnanna. En ég bara gat ekki grátið, þó ég reyndi. Ég var svo reiður.“ Það er í raun kraftaverk að hann hafi fengið sjónina til baka á öðru auganu. Læknarnir töldu afar litlar líkur á því. Hann náði þó fullum bata á vinstra auga en hægra augað varð að fjarlægja. „Ég missti hins vegar hægra augað og er með gerviauga í dag. Það var ákveðin vakning og ég man að ég hugsaði allan tímann sem ég lá á spítalanum að nú yrði ég að hætta þessu og breyta um lífsstíl,“ segir Nicolai. „Löngunin var sannarlega til staðar þegar ég útskrifaðist af spítalanum. Það var aftur á móti ekkert sem tók á móti mér annað en mitt gamla líf. Engin tæki eða tól sem ég gat nýtt mér til þess að breyta um stefnu. Ég fór því bara aftur í sama far.“Dagurinn sem lífið breyttist Nicolai var sorgmæddur í hjarta og reiður eftir árásina. Hann varð árásargjarnari í hegðun og tóku félagar hans eftir því. Háttsettur og þekktur aðili í undirheimunum tók hann á tal og sagði að hann ætti að íhuga að fara á aðra braut. „Ég hafði þekkt þennan mann lengi. Hann er faðir vinar míns og var mér einnig sem faðir í þessu óheilbrigða lífi. Hann nálgaðist mig og sagði að ég væri að hegða mér undarlega, að ég væri algjörlega farinn. Það kom mér á óvart. Ég hugsaði með mér að ef þessi maður segði að ég væri búinn að missa mig í ofbeldishneigð, þá hlyti eitthvað mikið að vera að,“ segir Nicolai sem hafði reynt að fara til sálfræðings og leita sér hjálpar víða en ekkert virkaði. „Ég hélt ég að hefði allt til brunns að bera. Ég átti fína íbúð í Kaupmannahöfn og aðra í Amsterdam. En ég var alltaf einmana og þunglyndur. Mér leið aldrei vel. Ég hélt áfram í þessu rugli í eitt ár þangað til sami maður fór með mig í bíltúr. Við vorum búnir að keyra í svona hálftíma og vorum komnir aðeins út fyrir Kaupmannahöfn þegar ég áttaði mig og spurði hvað við værum að gera. Hann svaraði mér að við værum að fara á fund með félaga hans. Ég kippti mér ekki upp við það. Þetta var síðasti dagurinn sem ég notaði eiturlyf. Líf mitt breyttist til frambúðar á þessum degi.“ Þeir renndu í hlað við hús skammt frá Kaupmannahöfn. Þar tók á móti þeim stæltur maður í jógaklæðum og spurði hvort þeir væru þarna til að taka þátt í Breath SMART prógramminu. „Vinur minn svaraði já, hátt og snjallt og ég stóð bara og klóraði mér í hausnum yfir þessu. Svo fórum við inn. Vinur minn sagðist þurfa að skreppa á klósettið en keyrði svo bara í burtu og skildi mig eftir, ekki með bíl eða neitt,“ segir Nicolai og hlær. „Ég verð honum ævinlega þakklátur. Hann bjargaði lífi mínu.“Tolli og Nicolai heimsóttu nýja fangelsið saman í vikunni. Tolli segist afar hrifinn af hugmyndum Nicolais og Prison SMART.Kennarinn hvatti hann áfram Nicolai kemur frá öruggu og góðu heimili, ekki brotnu, sem er gjarnan ein af ástæðum þess að fólk leiðist út í rugl. Fjölskylda hans er upp til hópa listafólk og að hans sögn afskaplega ljúft og gott fólk en lífið er alls konar og það getur verið erfitt og ósanngjarnt. „Ég var átta ára þegar æskuvinur minn varð fyrir bíl og lét lífið. Það hafði gríðarleg áhrif á mig og ég spurði mikið um það hvers vegna hann hefði dáið. Ég fór að velta alls konar hlutum fyrir mér og spurði um tilgang lífsins, hvað gerðist eftir dauðann og hvers vegna ég hefði ekki dáið frekar en hann. Vissulega gat enginn svarað þessum spurningum, og ekki enn þann dag í dag. Þegar ég var 12 ára lést frændi minn úr lungnasjúkdómi og þar með hafði ég misst tvo ástvini á stuttum tíma.“ Nicolai fór að standa sig verr í skóla og varð eirðarlaus. Hann segir það líklegt að hann hefði greinst með ADHD ef hann hefði fengið að fara í greiningu en fékk í staðinn stimpil frá kennurum sínum um að vera vandræðagemlingur. „Ég fékk oft að heyra það að ég væri óþekkur krakki, vondur krakki, gæti ekki lært eða hlustað og væri almennt til trafala. Ég fór í kjölfarið að sækjast í félagsskap sem ég tengdi við á þessum nótum. Ef þú heyrir svona hluti stöðugt um þig frá fullorðnum einstaklingum þegar þú ert barn, þá ferðu að trúa þeim.“ Nicolai ílengdist með Breath SMART félögum og fór fljótt að aðstoða við ýmislegt í tengslum við hugmyndafræðina. Kennarinn hans hvatti hann til að halda fyrirlestur um lífsreynslu sína. Hann fór í kjölfarið að tala við fólk og ungmenni í forvarnarskyni. „Ég hafði verið að hjálpa honum með námskeiðin, taka fram dýnurnar og ganga frá og svona. Eftir að ég var búinn að vera þarna í þrjá mánuði hvatti kennarinn mig til að koma fram opinberlega og segja sögu mína. Ég hafði aldrei staðið fyrir framan fólk og talað áður eða neitt. Ég hætti í skóla 15 ára gamall, svo þetta var algjörlega nýtt fyrir mér. En mér gekk óskaplega vel og fólk tengdi við mig. Ég fór að sjá að ég hafði áhrif á ungt fólk, jafnaldra og einnig eldra fólk og hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem ég ætti kannski að taka mér fyrir hendur.“ Nicolai hélt fyrirlestra í næstum þrjú ár þegar tækifæri kom til að vinna með Prison SMART prógrammið. Hann var þá aðeins 24 ára gamall og var ekki með neina menntun á neinu sviði. En ákvað að taka af skarið og flutti til London. Hann komst í samband við konu sem er kennari í prógramminu og fór að vinna náið með henni. Fljótlega fór hann sjálfur að kenna. „Ég hef unnið með glæpamönnum, ofbeldismönnum, nauðgurum – og það sem er virkilega gefandi er að sjá árangur,“ segir Nicolai. „Einn daginn fékk ég hugboð um að ég ætti að fara til Íslands, sem ég og gerði.“Sækir sér reynslu víða um heim Nicolai fór til Kína á síðasta ári og dvaldi í musteri þar í eitt og hálft ár. Þar lærði hann hugleiðslu, tai chi og qigong. Engir símar voru þar og engin samskipti við umheiminn. Algjör friður og ró í einangrun uppi í fjöllum í Hubei-héraðinu í MiðKína. Þá hefur hann lært hugleiðslu í Indlandi og víðar, lært jóga, tekið þrjátíu daga í þögn og svo mætti lengi telja. „Það er skrítið að tala um þetta núna, því þetta virðist vera svo fjarlægt mér. Mér finnst ég hafa upplifað nokkur líf á mínu stutta lífsskeiði. Það er sérstakt að hugsa til þess. Ég gæti ekki snúið til baka þó ég myndi reyna það,“ segir Nicolai. „Það hafði enginn trú á mér þegar ég tók skrefið að breyta um lífsstíl. Félagar mínir í genginu hlógu bara að mér og sögðu að það væri ekki nokkur leið fyrir mig að breytast. Auðvitað er erfitt fyrir fólk sem er vant því að drekka og nota eiturlyf og lifa ákveðnum lífsstíl að taka aðra stefnu, en það er allt hægt. Við þurfum bara að aðlaga orkuna í líkamanum okkar ákveðinni bylgjulengd. Ég trúi því að allir geti breyst.“ Nicolai verður með vinnustofu í Yoga Shala í Skeifunni 17. júní klukkan 14 og einnig Breath SMART viðburð helgina 21. til 24. júní í Bólstaðarhlíð 43. Nánar um það á Facebook-síðu Art of Living á Íslandi. Nicolai stefnir að því að halda enn fleiri námskeið hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira