Viðskipti innlent

Hafði fullan hug á því að starfa áfram hjá HB Granda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Vilhjálmsson. Fréttablaðið/GVA
Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem vikið var úr starfi forstjóra HB Granda á fimmtudaginn í síðustu viku, segist í yfirlýsingu á vefsíðu félagsins ekki ætla að tjá sig um forstjóraskiptin og starfslok sín en tekur þó fram að hann hafi haft fullan hug á því að starfa áfram hjá HB Granda.

Sjá einnig:Studdu ekki brottrekstur forstjórans

Hann segir að búið að sé að ganga frá starfslokum hans hjá félaginu og því sé nauðsynlegt að halda fram á veginn:

„Þó ég hafi haft fullan hug á að starfa áfram hjá HB Granda kveð ég starfið með miklu þakklæti. Það hafa verið forréttindi að fá að taka þátt í og vinna að þeim mikilvægu breytingum sem félagið hefur gengið í gegnum á undanförnum árum.

Mína vegferð innan félagsins má rekja 18 ár aftur í tímann til ársins 2000 þegar ég var ráðinn sem skrifstofustjóri hjá Tanga hf. á Vopnafirði sem síðar sameinaðist HB Granda hf. Síðan þá hef ég tekið þátt í uppbyggingu félagsins í gegnum miklar breytingar, hæðir og lægðir.

Á þessum tímamótum eru mér efst í huga þau forréttindi að hafa fengið að vinna með því frábæra fólki sem ég hef kynnst í starfi mínu innan félagsins og utan.

Með ofangreint í huga kveð ég starfið fullur þakklætis og óska starfsfólki HB Granda og félaginu sjálfu alls hins besta,“ segir í yfirlýsingu Vilhjálms.


Tengdar fréttir

Studdu ekki brottrekstur forstjórans

Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×