Þríþrautakona og lyftingakona meðal íslenskra keppenda á ÓL í Tókýó 2020? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 22:30 Þuríður Erla Helgadóttir. Vísir/Anton Ísland gæti átt bæði þríþrautakonu og lyftingakonu á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Tókýó í Japan eftir tvö ár. Þetta má lesa út úr nýjum samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafólks þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Að þessu sinni fá átta einstaklingar, frá sex sérsamböndum ÍSÍ, styrk frá Ólympíusamhjálpinni en hitt íþróttafólkið koma frá greinum sem hafa átt fulltrúa á síðustu leikum. Heildarverðmæti samninganna gæti numið allt að 21 milljón króna miðað við gengi dagsins í dag en um er að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð þúsund Bandaríkjadala vegna kostnaðar við æfingar og keppnir. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust umsóknir vegna 18 einstaklinga frá sjö sérsamböndum. Allir þessir einstaklingar hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum og vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni eru það átta einstaklingar sem hljóta styrk, sem er sami fjöldi og hlaut undirbúningsstyrk fyrir leikana í Ríó 2016. Styrktímabil hófst þann 1. maí 2018 og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Það vekur vissulega athygli að þarna eru þrítþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir og lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir en þær myndu báðar skrifa nýjan kafla í íslenskri Ólympíusögu komist þær alla leið á leikana.Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Tókýó 2020 eru: - Aníta Hinriksdóttir / Frjálsíþróttasamband Íslands - Anton Sveinn McKee / Sundsamband Íslands - Ásgeir Sigurgeirsson / Skotíþróttasamband Íslands - Eygló Ósk Gústafsdóttir /Sundsamband Íslands - Guðlaug Edda Hannesdóttir / Þríþrautarsamband Íslands - Hilmar Örn Jónsson / Frjálsíþróttasamband Íslands - Valgarð Reinhardsson / Fimleikasamband Íslands - Þuríður Erla Helgadóttir / Lyftingasamband Íslands Árangur íslensks afreksíþróttafólks skiptir miklu máli, en á bak við árangurinn eru einstaklingar sem eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Með auknu fjárframlagi ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ og breyttum áherslum í afreksíþróttastarfi sérsambanda og ÍSÍ er reynt að styðja enn betur við umgjörð og möguleika íþróttafólks til að ná árangri á heimsmælikvarða. Sérsambönd ÍSÍ og styrkþegar munu á næstu tveimur árum leggja mikið í að vinna sér keppnisrétt á leikana í Tókýó, bæði fjármuni sem ferðalög og tíma. Er það von ÍSÍ að sem flestir nái því markmiði sínu að vinna sér inn þátttökurétt. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Ísland gæti átt bæði þríþrautakonu og lyftingakonu á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Tókýó í Japan eftir tvö ár. Þetta má lesa út úr nýjum samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafólks þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Að þessu sinni fá átta einstaklingar, frá sex sérsamböndum ÍSÍ, styrk frá Ólympíusamhjálpinni en hitt íþróttafólkið koma frá greinum sem hafa átt fulltrúa á síðustu leikum. Heildarverðmæti samninganna gæti numið allt að 21 milljón króna miðað við gengi dagsins í dag en um er að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð þúsund Bandaríkjadala vegna kostnaðar við æfingar og keppnir. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust umsóknir vegna 18 einstaklinga frá sjö sérsamböndum. Allir þessir einstaklingar hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum og vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni eru það átta einstaklingar sem hljóta styrk, sem er sami fjöldi og hlaut undirbúningsstyrk fyrir leikana í Ríó 2016. Styrktímabil hófst þann 1. maí 2018 og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Það vekur vissulega athygli að þarna eru þrítþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir og lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir en þær myndu báðar skrifa nýjan kafla í íslenskri Ólympíusögu komist þær alla leið á leikana.Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Tókýó 2020 eru: - Aníta Hinriksdóttir / Frjálsíþróttasamband Íslands - Anton Sveinn McKee / Sundsamband Íslands - Ásgeir Sigurgeirsson / Skotíþróttasamband Íslands - Eygló Ósk Gústafsdóttir /Sundsamband Íslands - Guðlaug Edda Hannesdóttir / Þríþrautarsamband Íslands - Hilmar Örn Jónsson / Frjálsíþróttasamband Íslands - Valgarð Reinhardsson / Fimleikasamband Íslands - Þuríður Erla Helgadóttir / Lyftingasamband Íslands Árangur íslensks afreksíþróttafólks skiptir miklu máli, en á bak við árangurinn eru einstaklingar sem eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Með auknu fjárframlagi ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ og breyttum áherslum í afreksíþróttastarfi sérsambanda og ÍSÍ er reynt að styðja enn betur við umgjörð og möguleika íþróttafólks til að ná árangri á heimsmælikvarða. Sérsambönd ÍSÍ og styrkþegar munu á næstu tveimur árum leggja mikið í að vinna sér keppnisrétt á leikana í Tókýó, bæði fjármuni sem ferðalög og tíma. Er það von ÍSÍ að sem flestir nái því markmiði sínu að vinna sér inn þátttökurétt.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira