Tónlistarfjölskylda safnar fyrir Jemen Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2018 06:00 Elín, Sigríður og Elísabet Eyþórsdætur í Sísí Ey og bróðir þeirra, Eyþór, úr Geisha Cartel spila á tónleikunum. T ónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Húrra í kvöld til styrktar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Á tónleikunum koma fram Sísí Ey, Cell7 og hljómsveitin Geisha Cartel auk þess sem plötusnúðurinn knái DJ Kocoon verður á spilurunum. „Þetta var hugmynd sem kviknaði, þetta er svo skemmtileg blanda af tónlist og okkur fannst sniðugt að fá alla saman og vera með eitt almennilegt partí á Húrra. Svo hugsar maður í kjölfarið hvað maður hefur það gott á Íslandi miðað við hvað er í gangi í heiminum og þannig kom sú hugmynd að styrkja eitthvert gott málefni. Þá lá beint við að það væru börnin í Jemen,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir úr Sísí Ey, en það er auðvitað mikil fjölskylduhljómsveit, skipuð systrunum Elísabetu, Elínu og Siggu, auk pródúsentsins Friðfinns Sigurðssonar. Það sem færri kannski vita er að í hljómsveitinni Geisha Cartel er bróðir þeirra, Eyþór Ingi Eyþórsson – og að þeir Jón Múli og Kristján Steinn Kristjánsson úr Geisha Cartel eru svo frændur þeirra systkina.Sjá einnig: Forsaga hörmunganna í Jemen, fyrri og seinni hluti. „Við Ragna, Cell 7, erum að fara að gefa út lag saman og höfum því verið að vinna svolítið saman. Við töluðum um það að það gæti verið skemmtilegt að vera með tónleika þar sem bæði böndin eru. Við verðum þarna öll systkinin – bróðir okkar systranna er í Geisha Cartel og frændur okkar eru líka í Geisha, þannig að við tengjumst öll einhvern veginn, þetta er smá ættarmót. Núna verða samt foreldrarnir bara í salnum en ekki upp á sviði.“ Foreldrarnir eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Þarna verður því heil tónlistarstórfjölskylda.Nánast hvert barn í Jemen þarf aðstoð Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen hófst í vor og gengur undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Í Jemen ríkir gífurleg neyð og hefur landinu verið lýst sem einu af því versta í heiminum fyrir barn að búa í. Nánast hvert einasta barn í Jemen þarfnast neyðaraðstoðar. Ástandið er þannig að milljónir barna svelta, hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og deyja úr sjúkdómum á borð við kóleru og niðurgangspestir. Leikar hefjast klukkan níu á Húrra og rennur allur aðgangseyrir til söfnunarinnar en einnig er hægt að leggja henni lið með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 (1.900 krónur). Einnig er hægt að fara inn á vefsíðu UNICEF og styrkja söfnunina þar Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
T ónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Húrra í kvöld til styrktar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Á tónleikunum koma fram Sísí Ey, Cell7 og hljómsveitin Geisha Cartel auk þess sem plötusnúðurinn knái DJ Kocoon verður á spilurunum. „Þetta var hugmynd sem kviknaði, þetta er svo skemmtileg blanda af tónlist og okkur fannst sniðugt að fá alla saman og vera með eitt almennilegt partí á Húrra. Svo hugsar maður í kjölfarið hvað maður hefur það gott á Íslandi miðað við hvað er í gangi í heiminum og þannig kom sú hugmynd að styrkja eitthvert gott málefni. Þá lá beint við að það væru börnin í Jemen,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir úr Sísí Ey, en það er auðvitað mikil fjölskylduhljómsveit, skipuð systrunum Elísabetu, Elínu og Siggu, auk pródúsentsins Friðfinns Sigurðssonar. Það sem færri kannski vita er að í hljómsveitinni Geisha Cartel er bróðir þeirra, Eyþór Ingi Eyþórsson – og að þeir Jón Múli og Kristján Steinn Kristjánsson úr Geisha Cartel eru svo frændur þeirra systkina.Sjá einnig: Forsaga hörmunganna í Jemen, fyrri og seinni hluti. „Við Ragna, Cell 7, erum að fara að gefa út lag saman og höfum því verið að vinna svolítið saman. Við töluðum um það að það gæti verið skemmtilegt að vera með tónleika þar sem bæði böndin eru. Við verðum þarna öll systkinin – bróðir okkar systranna er í Geisha Cartel og frændur okkar eru líka í Geisha, þannig að við tengjumst öll einhvern veginn, þetta er smá ættarmót. Núna verða samt foreldrarnir bara í salnum en ekki upp á sviði.“ Foreldrarnir eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Þarna verður því heil tónlistarstórfjölskylda.Nánast hvert barn í Jemen þarf aðstoð Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen hófst í vor og gengur undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Í Jemen ríkir gífurleg neyð og hefur landinu verið lýst sem einu af því versta í heiminum fyrir barn að búa í. Nánast hvert einasta barn í Jemen þarfnast neyðaraðstoðar. Ástandið er þannig að milljónir barna svelta, hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og deyja úr sjúkdómum á borð við kóleru og niðurgangspestir. Leikar hefjast klukkan níu á Húrra og rennur allur aðgangseyrir til söfnunarinnar en einnig er hægt að leggja henni lið með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 (1.900 krónur). Einnig er hægt að fara inn á vefsíðu UNICEF og styrkja söfnunina þar
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30