Lífið

Rúrik og Raggi tóku lagið með Sverri Bergmann á Pablo Discobar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins skemmtu sér saman ásamt sínum nánustu í gær.
Nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins skemmtu sér saman ásamt sínum nánustu í gær. Vísir/Hjalti
Nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins skemmtu sér saman ásamt sínum nánustu í gær. Hópurinn fékk sér nokkra drykki á barnum Pablo Discobar eftir móttökuna í höfuðstöðvum KSÍ sem fór fram eftir að liðið lenti í Keflavík. Það var ríkisstjórnin sem bauð til formlegrar móttöku þar sem landsliðið var boðið velkomið heim og þeim færðar þakkir og kveðjur. 

Pablo Discobar var svo lokaður í gærkvöldi vegna einkasamkvæmis fyrir landsliðið, fjölskyldur og vini og var mikil stemning í hópnum. Sverrir Bergmann mætti með kassagítar og söng og spilaði fyrir hópinn og allir skemmtu sér konunglega. Meðal þeirra sem tóku lagið með Sverri voru Ragnar Sigurðsson, sem tilkynnti í gær að hann væri hættur í landsliðinu og einnig samfélagsmiðlastjarnan Rúrik Gíslason, sem sjálfur spilar á gítar í sínum frítíma.

Einnig voru á Pablo þau Rúnar Pálmarsson, Hörður Magnússon, Kári Árnason og Hjördís Perla Rafnsdóttir, Arnór Ingvi Traustason, Andrea Röfn Jónasdóttir, Ólafur Ingi Skúlason, Sigurbjörg Hjörleifsdóttir og margir fleiri.


Tengdar fréttir

Er Raggi Sig hættur í landsliðinu?

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og FC Rostov í Rússlandi, birti athyglisverða mynd á Instagram-síðu sinni fyrr í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.