Trump hraunar yfir Fallon og félaga: „Er þetta fólk fyndið?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2018 11:35 Grínistarnir þrír munu eflaust svara forsetanum fullum hálsi. Vísir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét spjallþáttastjórnendurna Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert heyra það í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Háðfuglarnir þrír hafa á undanförnum árum gert mikið grín að forsetanum. Trump var staddur í Suður-Karolínu til stuðnings ríkisstjóra ríkisins og samflokksmanni hans, Henry McMaster og lét ummæli sín um þremenninganna falla í langri ræðu þar sem hann fór um víðan völl. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Fallon sem stýrir The Tonight Show á NBC sjónvarpstöðinni. Hafa þeir tveir eldað saman grátt silfur á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga og virðast samskiptin þar hafa verið Trump hugleikin ef marka má ræðuna. „Jimmy Fallon baðst afsökunar á því að hafa gert mig „mannlegan“, aumingja maðurinn vegna þess að núna mun hann glata okkur öllum,“ sagði Trump við töluverð fagnaðarlæti áhorfenda. „Hann er alveg fínn náungi en hann er týndur, hann er týnd sál.“ Þá sagði Trump að þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel væri hæfileikalaus með öllu og að hann myndi aldrei fara aftur í heimsókn í þátt Kimmel. „Maðurinn er hræðilegur,“ sagði Trump. Minntist hann einnig á Stephen Colbert sem stýrir þætti á CBS sjónvarpstöðinni. Minntist hann þó ekki á nafn hans heldur kallaði hann einungis „náungann á CBS.“ Líkt og með Kimmel hélt Trump því fram að Colbert væri hæfileikalaus auk þess sem hann bætti því að Colbert væri „skítseyði“. „Í alvöru talað, er þetta fólk fyndið?“ spurði Trump áhorfendur sem kölluðu „Nei!“ til baka. „Ég get hlegið að sjálfum mér og í sannleika sagt, ef ég gæti það ekki væri ég í vondum málum. En það er enginn hæfileiki, þetta er ekki hæfileikaríkt fólk.“Ummæli Trump um grínistana þrjá má sjá hér að neðan þegar um einn klukkutími og 22 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét spjallþáttastjórnendurna Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert heyra það í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Háðfuglarnir þrír hafa á undanförnum árum gert mikið grín að forsetanum. Trump var staddur í Suður-Karolínu til stuðnings ríkisstjóra ríkisins og samflokksmanni hans, Henry McMaster og lét ummæli sín um þremenninganna falla í langri ræðu þar sem hann fór um víðan völl. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Fallon sem stýrir The Tonight Show á NBC sjónvarpstöðinni. Hafa þeir tveir eldað saman grátt silfur á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga og virðast samskiptin þar hafa verið Trump hugleikin ef marka má ræðuna. „Jimmy Fallon baðst afsökunar á því að hafa gert mig „mannlegan“, aumingja maðurinn vegna þess að núna mun hann glata okkur öllum,“ sagði Trump við töluverð fagnaðarlæti áhorfenda. „Hann er alveg fínn náungi en hann er týndur, hann er týnd sál.“ Þá sagði Trump að þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel væri hæfileikalaus með öllu og að hann myndi aldrei fara aftur í heimsókn í þátt Kimmel. „Maðurinn er hræðilegur,“ sagði Trump. Minntist hann einnig á Stephen Colbert sem stýrir þætti á CBS sjónvarpstöðinni. Minntist hann þó ekki á nafn hans heldur kallaði hann einungis „náungann á CBS.“ Líkt og með Kimmel hélt Trump því fram að Colbert væri hæfileikalaus auk þess sem hann bætti því að Colbert væri „skítseyði“. „Í alvöru talað, er þetta fólk fyndið?“ spurði Trump áhorfendur sem kölluðu „Nei!“ til baka. „Ég get hlegið að sjálfum mér og í sannleika sagt, ef ég gæti það ekki væri ég í vondum málum. En það er enginn hæfileiki, þetta er ekki hæfileikaríkt fólk.“Ummæli Trump um grínistana þrjá má sjá hér að neðan þegar um einn klukkutími og 22 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira