Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var spurður að því af erlendum blaðamanni eftir tapið hvers vegna leikmenn hefðu hitt eiginkonur sínar og kærustur eftir leik. Heimir svaraði því til að það væri fátt í lífinu mikilvægara en fjölskyldan og þetta væri hefð hjá landsliðinu.
Þá fyndist honum umræðan skrýtin í ljósi þess að svona hefði þetta verið í hans þjálfaratíð hjá landsliðinu og ekki verið að breyta út af neinu. Til samanburðar hittu leikmenn landsliðsins fjölskyldur sínar oftar á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum.
Fuck you all sem eruð að reyna að klæmast á umræðunni um að eiginkonur/kærustur og fjölskyldur leikmanna hafi neikvæð áhrif á þá!
— Stebba Sigurðardótti (@StebbaSig) June 25, 2018
„Fuck you all sem eruð að reyna að klæmast á umræðunni um að eiginkonur/kærustur og fjölskyldur leikmanna hafi neikvæð áhrif á þá!“ segir Bolvíkingurinn Stebba um málið á Twitter.
Stolt af því að vera í blárri treyju á Heimsmeistaramóti í knattspyrnu.... #worldcup2018 #takkstrákar #fyrirísland
A post shared by Jóna Vestfjörð (@jonavestfjord) on Jun 22, 2018 at 11:31am PDT
Fjölskyldur leikmanna eru flestar saman í skipulagðri ferð um Rússland. Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons Einars, tjáði Vísi á dögunum að ferðin hefði verið afar góð og gengið vel.
Eiginkonur, kærustur og fjölskyldur fengu að hitta leikmennina í Volgograd en það var í fyrsta skipti síðan liðið hélt utan frá Íslandi þann 9. júní ef frá eru talin knús og kossar í stúkunni eftir leik.
Landsliðið mætir Króötum í Rostov á morgun, þangað sem stuðningsmenn Íslands flykkjast núna. Þar með taldar fjölskyldur leikmanna sem munu styðja strákana sína með ráðum og dáðum.
Hafði gaman af partýstandi
„Það er allt henni að þakka að ferillinn fór á flug,“ sagði Birkir Már í viðtali við Fréttablaðið í fyrra. Þau Stebba kynntust árið 2006 í íþróttaskólanum á Laugarvatni. Sama ár var hann valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.„Ég hef alltaf sagt að ef ég hefði ekki hitt hana þá væri ég að spila einhvers staðar í neðri deildunum eða með KH, varaliði Vals. Kannski hefði ég komist í Valsliðið á sínum tíma en hún kom mér á rétta braut. Ég hafði gaman af að fara í partí og vera í miðbænum áður en hún kom til sögunnar.“