Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Þór Símon Hafþórsson skrifar 9. júlí 2018 21:47 Davíð Örn í baráttu við Sigurð Egil Lárusson í leik Víkinga og Vals síðasta sumar vísir/andri marinó Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. „Þvílíkur léttir að fá þrjú stig eins og þessi síðari hálfleikur spilaðist. Léttir að fá þrjú stig í hús og tengja saman tvo sigra. Höfum ekki náð því í sumar og verið í basli með það undanfarinn ár,“ sagði Davíð en staðan var 3-0, Víkingum í vil, í hálfleik en Fylkir voru ansi nálægt því að koma til baka í restina og jafna í 3-3. En hvað kom til að Víkingur var næstum því búinn að sleppa frá sér þriggja marka forystu? „Það er eitthvað sem við verðum að skoða en sem betur fer skoruðum við þrjú mörk í fyrri hálfleik og það dugði í dag.“ Davíð Örn skoraði fyrsta mark Víkinga í dag er hann fékk boltann á kanntinum nálægt miðju vallarins og strunsaði upp völlinn óáreittur og smellti boltanum svo í fjærhornið. Ansi myndarlegt mark og sérstaklega í ljósi þess að Davíð er fyrst og fremst varnarmaður. „Ég vissi ekki alveg hvað ég var að gera. Ætlaði fyrst að skjóta með vinstri en svo datt boltinn á hægri fótinn minn og skaut einhvernveginn. Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég mun skoða þetta oft þar sem ég skora ekki oft,“ sagði Davíð sem segir Víkinga ekki ætla að slaka á þrátt fyrir að vera eftir sigur kvöldsins í 6. sæti eða um miðja deild. „Megum ekki láta það blekkja okkur. Það er stutt í liðin fyrir neðan okkur. Ef við hefðum tapað í dag værum við núna í fallsæti.“ Víkingur er í 6. sæti með 15 stig, fjórum stigum á undan Fylki sem er í fallsæti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. „Þvílíkur léttir að fá þrjú stig eins og þessi síðari hálfleikur spilaðist. Léttir að fá þrjú stig í hús og tengja saman tvo sigra. Höfum ekki náð því í sumar og verið í basli með það undanfarinn ár,“ sagði Davíð en staðan var 3-0, Víkingum í vil, í hálfleik en Fylkir voru ansi nálægt því að koma til baka í restina og jafna í 3-3. En hvað kom til að Víkingur var næstum því búinn að sleppa frá sér þriggja marka forystu? „Það er eitthvað sem við verðum að skoða en sem betur fer skoruðum við þrjú mörk í fyrri hálfleik og það dugði í dag.“ Davíð Örn skoraði fyrsta mark Víkinga í dag er hann fékk boltann á kanntinum nálægt miðju vallarins og strunsaði upp völlinn óáreittur og smellti boltanum svo í fjærhornið. Ansi myndarlegt mark og sérstaklega í ljósi þess að Davíð er fyrst og fremst varnarmaður. „Ég vissi ekki alveg hvað ég var að gera. Ætlaði fyrst að skjóta með vinstri en svo datt boltinn á hægri fótinn minn og skaut einhvernveginn. Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég mun skoða þetta oft þar sem ég skora ekki oft,“ sagði Davíð sem segir Víkinga ekki ætla að slaka á þrátt fyrir að vera eftir sigur kvöldsins í 6. sæti eða um miðja deild. „Megum ekki láta það blekkja okkur. Það er stutt í liðin fyrir neðan okkur. Ef við hefðum tapað í dag værum við núna í fallsæti.“ Víkingur er í 6. sæti með 15 stig, fjórum stigum á undan Fylki sem er í fallsæti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira