Golf

Slæm byrjun og brött brekka framundan á seinni níu hjá Ólafíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf frábæran endasprett til þess að fara áfram á Thornberry Creek mótinu í golfi eftir erfiðar fyrri níu holur.

Líkt og á fyrsta hringnum í gær byrjaði Ólafía á skolla á fyrstu holunni sinni, en hún byrjaði á 10. teig í dag. Fyrir hringinn í dag var Ólafía á þremur höggum undir pari og rétt svo fyrir innan niðurskurðinn, en línan var við þrjú högg undir parið.

Hún datt því út með þessum fyrsta skolla og var enn fyrir utan niðurskurðarlínuna næstu holur, en hún paraði næstu fjórar holur. Á fimmtándu braut, hennar sjöttu holu í dag, fékk hún fugl og kom sér á parið í dag og aftur á þrjú högg undir í heildina.

Ólafía fékk hins vegar skolla á 17. holu og er því á tveimur höggum undir pari, einu höggi yfir í dag, eftir fyrri níu holurnar.

Til þess að gera erfiðan dag enn verri hefur niðurskurðarlínan lækkað og er nú við fjögur högg undir par. Ólafía þarf því að vinna sér inn tvö högg á seinni níu holunum til þess að sleppa í gegn.

Útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×