Stjörnuspá Siggu Kling – Tvíburinn: Ekki fresta 6. júlí 2018 09:00 Elsku Tvíburinn minn, það er alveg hægt að segja þú sért skarpasti hnífurinn í skúffunni og ástríðufullur eins og íslensku blómin sem lifa allt af. Að vera skarpur þýðir ekkert endilega þú vitir alla hluti, heldur er það tilfinningagreindin sem skiptir aðalmáli til þess að ná árangri í lífinu. Þú hefur svo blessunarlega fallega hæfileika til að gleðja aðra og karma er svo sannarlega að gefa þér gleði til baka. Það er búið að vera mjög mikið að gerast síðustu mánuði, þetta fylgir þessu tímabili af því að þú átt afmæli núna, fyrir skömmu var fullt tungl í Steingeit sem krefur þig um að skipuleggja betur allt sem þú ert að gera í lífinu. Ekki fresta, eftir helgi, eftir viku þá ætla ég að gera þetta eða hitt, heldur skrifaðu lista yfir það sem þú ætlar að gera þá byrjar að vinnast úr þessu. Ástin kemur auðveldlega ef þú vilt gefa henni tíma, pláss og athygli, þú munt alltaf skera þig úr fjöldanum hvort sem þér finnst það eða ekki svo vertu ánægður að vera svo litríkur sem þú ert. Þú ert mikið að hugsa um að breyta hlutum og þolinmæðin er ekki að drepa þig, en allt kemur á hárréttum tíma og upphafið er byrjað. Það er í eðli þínu að fara auðveldlega að leiðast en akkúrat það gefur þér þann eiginleika að finna út nýjar leiðir og það verður svo sannarlega sól í framhaldinu, þú finnur út nákvæmlega þær leiðir sem færa þér birtu og gefa þér sólina sem þú þarft. Það eru ævintýri í uppsiglingu og þér finnst svo sannarlega þú sért að lifa lífinu lifandi, ef þú ert í sambandi gæti þér að sjálfsögðu leiðst og fundist að ekki væri nógu mikið að gerast, en skoðaðu þá af hverju þú varðst hrifinn af þessari persónu í upphafi þá geturðu kallað þær tilfinningar aftur til þín sem voru þá. Lífið þitt hefur þessa yfirskrift sem er þá setningin þín: Þetta reddast og sumarið gefur þér orkuna til þess að láta draumana rætast.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn, það er alveg hægt að segja þú sért skarpasti hnífurinn í skúffunni og ástríðufullur eins og íslensku blómin sem lifa allt af. Að vera skarpur þýðir ekkert endilega þú vitir alla hluti, heldur er það tilfinningagreindin sem skiptir aðalmáli til þess að ná árangri í lífinu. Þú hefur svo blessunarlega fallega hæfileika til að gleðja aðra og karma er svo sannarlega að gefa þér gleði til baka. Það er búið að vera mjög mikið að gerast síðustu mánuði, þetta fylgir þessu tímabili af því að þú átt afmæli núna, fyrir skömmu var fullt tungl í Steingeit sem krefur þig um að skipuleggja betur allt sem þú ert að gera í lífinu. Ekki fresta, eftir helgi, eftir viku þá ætla ég að gera þetta eða hitt, heldur skrifaðu lista yfir það sem þú ætlar að gera þá byrjar að vinnast úr þessu. Ástin kemur auðveldlega ef þú vilt gefa henni tíma, pláss og athygli, þú munt alltaf skera þig úr fjöldanum hvort sem þér finnst það eða ekki svo vertu ánægður að vera svo litríkur sem þú ert. Þú ert mikið að hugsa um að breyta hlutum og þolinmæðin er ekki að drepa þig, en allt kemur á hárréttum tíma og upphafið er byrjað. Það er í eðli þínu að fara auðveldlega að leiðast en akkúrat það gefur þér þann eiginleika að finna út nýjar leiðir og það verður svo sannarlega sól í framhaldinu, þú finnur út nákvæmlega þær leiðir sem færa þér birtu og gefa þér sólina sem þú þarft. Það eru ævintýri í uppsiglingu og þér finnst svo sannarlega þú sért að lifa lífinu lifandi, ef þú ert í sambandi gæti þér að sjálfsögðu leiðst og fundist að ekki væri nógu mikið að gerast, en skoðaðu þá af hverju þú varðst hrifinn af þessari persónu í upphafi þá geturðu kallað þær tilfinningar aftur til þín sem voru þá. Lífið þitt hefur þessa yfirskrift sem er þá setningin þín: Þetta reddast og sumarið gefur þér orkuna til þess að láta draumana rætast.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira