Kaupsamningur vegna kaupa Haga, sem á og rekur meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónuss, á öllu hlutafé Olís og fasteignafélagsins DGV var undirritaður í apríl á síðasta ári.
Samkeppniseftirlitið tók kaupin til skoðunar en á ýmsu hefur gengið við skoðun eftirlitsins á kaupunum. Eftirlitið samþykkti ekki kaupin án skilyrða og gengið var til sáttaviðræðna.
Í vor var samrunatilkynningin hins vegar afturkölluð rétt áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins var að vænta. Var ný tilkynning send inn og hefur Samkeppniseftirlitið nú birt þær tillögur sem Hagar telur að muni eyða samkeppnishindrunum og liðka fyrir kaupunum.
Vilja selja Bónus við Hallveigarstíg
Meðal þess sem verslunarrisinn leggur til er að verslanir Bónuss að Hallveigarstíg í Reykjavík og Smiðjuvegi í Kópavogi verði seldar til ótengds þriðja aðila.Þá er félagið einnig tilbúið til þess að selja Olís-stöðvarnar við Hamraborg í Kópavogi og Háaleitisbraut í Reykjavík, sem og ÓB-stöð við Starengi í Reykjavík.
Einnig eru lagðar til aðgerðir til að auka aðgengi að heildsölu- og birgðarými eldsneytis og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytis- og dagvörumarkaði.
Samkeppniseftirlitið hefur birt tillögurnar á vef eftirlitsins og óskað eftir m hagsmunaaðila og annarra áhugasamra vegna samruna Haga, Olís og DGV.